Færslur eftir höfund:

Grétar Þór Sigurðsson

Færa almannavarnastig vegna COVID af neyðarstigi niður á hættustig
Baráttan við COVID-19 hefur gengið vel upp á síðkastið að sögn Víðis Reynissonar en þó megi ekki ekki láta deigan síga á lokametrunum. Á upplýsingafundi almannavarna kom fram að tveir hafi greinst með indverska afbrigðið á landamærunum.
12. maí 2021
Vildu takmarkanir á arðgreiðslum fyrirtækja sem nýta viðspyrnu- og lokunarstyrki
Samþykkt var á þingi í gær að framlengja bæði viðspyrnu- og lokunarstyrki en í samþykktu frumvarpi mátti einnig finna sérstakan barnabótaauka. ASÍ vildi að svipuð skilyrði hefðu verið sett fyrir styrkjunum líkt og sett voru vegna nýtingar á hlutabótum.
12. maí 2021
Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar á gafli Hafnarborgar á meðan það hékk þar.
Brýna fyrir bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði að kynna sér siðareglur og virða þær
Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna segir inngrip bæjarstjóra vekja áleitnar spurningar um sjálfstæði safna. Það sem gerðist í Hafnarborg sé „hvorki í samræmi við siðareglur né safnalög, og telst vera óeðlileg afskipti af stjórnun safns,“ segir í ályktun.
10. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
9. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
7. maí 2021
Nikótínpúðaframleiðandi segir bann við auglýsingum nikótínvara geta skert lýðheilsu
British American Tobacco leggst gegn auglýsingabanni og banni á sýnileika á nikótínvörum sem lagt er til í nýju lagabreytingafrumvarpi. Þriðjungur framhaldsskólanema notar nikótínpúða samkvæmt umsögn Embættis landlæknis við frumvarpið.
5. maí 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skoraði á ríkisstjórnina að bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi.
Segir ríkisstjórnina hafa sofið á verðinum í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi
Þingmaður Samfylkingar gerði Kompásþátt um skipulagða glæpastarfsemi að umtalsefni sínu á þingi og sagði að auka þyrfti fjárveitingar til löggæslu í landinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokks tók undir varnaðarorð en sagði margt hafa verið gert í málaflokknum.
4. maí 2021
Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
„Stórfurðulegt og alvarlegt“ að bæjarstjóri biðji um að listaverk sé fjarlægt
Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar í gærmorgun að beiðni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld segja leyfi hafa skort en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
3. maí 2021
Sala nýrra bíla hjá Toyota dróst saman á árinu 2020 en sala notaðra bíla jókst í fyrrasumar. Áhrif af heimsfaraldri kórónuveiru voru mun minni á rekstur félagsins en gera mátti ráð fyrir, samkvæmt ársskýrslu.
Settu 131 starfsmann á hlutabætur og greiða nú 100 milljónir í arð
Greiðslur vegna hlutabóta til starfsmanna Toyota í Kauptúni námu 26 milljónum króna í fyrra. Stjórnarformaður segir fyrirtækið ekki geta endurgreitt fjármuni sem það fékk ekki – greiðslurnar hafi borist starfsmönnum en ekki fyrirtækinu.
30. apríl 2021
Meira bil verður á milli keppenda á rafíþróttamótunum sem fram fara í Laugardalshöll í maí heldur en var á þessu móti sem haldið var fyrir kórónuveirufaraldur.
Fyrirhuguð rafíþróttamót í Laugardal „fordæmalaus landkynning fyrir Ísland“
Formaður Rafíþróttasamtakanna gerir ráð fyrir að tugir milljóna muni fylgjast með rafíþróttamótunum sem fara fram í Laugardalshöll í maí. Mikil áhersla er lögð á sóttvarnir í tengslum við komu og dvöl keppenda hér á landi.
29. apríl 2021
Fyrirtæki hafa endurgreitt 380 milljónir vegna hlutastarfaleiðarinnar
Alls hafa 88 fyrirtæki endurgreitt hlutabætur sem greiddar voru til 1.834 launamanna. Hlutastarfaleiðin er umfangsmesta efnahagslega úrræði stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins en alls hafa 28 milljarðar verið greiddir í hlutabætur.
28. apríl 2021
Lilja segir Samherja hafa gengið of langt í sínum vörnum
Mennta- og menningarmálaráðherra styður Ríkisútvarpið í þeirri „orrahríð“ sem Samherji hefur háð gegn stofnuninni. Töluvert var rætt um viðbrögð Samherja við fréttaflutningi RÚV í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
26. apríl 2021
Spurði forsætisráðherra hvort landinu væri stjórnað af hagsmunahópum
Þingmaður Viðreisnar spurði forsætisráðherra hvort að hún væri sammála seðlabankastjóra sem sagði landinu stjórnað að miklu leyti af hagsmunahópum. Forsætisráðherra hefði viljað að seðlabankastjóri nefndi dæmi í viðtalinu þar sem hann lét orðin falla.
26. apríl 2021
Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi dróst saman um tvö prósent milli ára
Losun frá vegasamgöngum dróst saman í fyrsta sinn síðan árið 2014 samkvæmt árlegri skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda. Þá jókst binding í skóglendi um 10,7 prósent milli ára.
26. apríl 2021
Biden bauð til leiðtogafundar í vikunni þar sem hann ræddi við leiðtoga 40 annarra ríkja í gegnum fjarfundabúnað.
Boða sókn í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á leiðtogafundi Bidens
Á tveggja daga leiðtogafundi um loftslagsmál kynnti Bandaríkjaforseti frekari skuldbindingar sínar varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Margir þjóðarleiðtogar fylgja Biden að máli en aðgerðarleysi Kínverja hefur valdið gremju bandarískra stjórnmálamanna.
24. apríl 2021
S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
Nýttu hlutastarfaleið fyrir tugi starfsmanna en stefna nú að 230 milljóna arðgreiðslu
S4S sem rekur fjölda skóbúða nýtti hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl í fyrra. Í ársskýrslu S4S segir að faraldurinn hafi haft „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“ en stjórnin leggur til að 230 milljónir verði greiddar í arð.
23. apríl 2021
Spyr hvernig markaðssetning landsins og harðari aðgerðir á landamærum fara saman
Þingmaður Viðreisnar er „ringlaður“ því ríkisstjórn boðar hertar aðgerðir á landamærum á sama tíma og gosið í Geldingadölum er auglýst á Times Square. Hægt sé að taka á móti bólusettu ferðafólki án þess að fórna sóttvörnum segir ferðamálaráðherra.
21. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
21. apríl 2021
Vilja að einkafyrirtæki geti nýtt sér fyrirhugað stafrænt pósthólf stjórnvalda
Fjármála- og efnahagsráðherra lagði nýlega fram frumvarp um stafrænt pósthólf stjórnvalda sem á að stuðla að skilvirkari þjónustu hins opinbera og auka gagnsæi og hagkvæmni. Í umsögnum við frumvarpið er kallað eftir því að gildissvið laganna verði rýmkað.
20. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
19. apríl 2021
Bjarni og Guðmundur Ingi ræddu fátækt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
100 þúsund krónur á ári séu „margar hafragrautsskálar“
Í fyrirspurn um fátækt vitnaði þingmaður Flokks fólksins í samtal við einstætt foreldri sem borðar hafragraut seinni hluta mánaðar vegna fátæktar. Hækkun barnabóta mikilvæg fátækum að mati fjármálaráðherra, hún væri gríðarleg mæld í hafragrautsskálum.
15. apríl 2021
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
14. apríl 2021
Inga Sæland var málshefjandi í sérstökum umræðum á fátækt á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðum.
Inga: „Þó að einhver hafi það verra einhvers staðar annars staðar þá bætir það ekki stöðu þeirra sem eru fátækir“
„Hvers vegna hjálpum við þeim ekki?“ spurði formaður Flokks fólksins í sérstökum umræðum á þingi um fátækt á Íslandi. Fjármálaráðherra var til andsvara og sagði ríkisstjórn hafa gert mikið til að bæta hag þeirra sem hafa lægstu tekjurnar.
13. apríl 2021
Verðir standa vörð um Salvator Mundi í útibúi Christie's í London. Myndin var seld hjá Christie's í New York fyrir 450 milljón Bandaríkjadali í nóvember árið 2017.
Louvre neitaði að sýna dýrasta málverk sögunnar á forsendum krónprins Sádi-Arabíu
Mohammad bin Salman vildi að að málverk í hans eigu yrði sýnt við hlið Monu Lisu á sýningu Louvre og verkið sagt eftir Leonardo að öllu leyti. Það hefði verið líkt og að þvætta 450 milljón dala verk að mati viðmælanda nýrrar heimildarmyndar um málverkið.
10. apríl 2021
Af varamannabekknum inn í framkvæmdastjórn
Elísabet Grétarsdóttir þurfti að setjast á varamannabekkinn, eins og hún orðar það, á árinu 2020 eftir að hún greindist með krabbamein. Meinið er nú á bak og burt og Elísabet hefur snúið aftur til starfa í nýja stöðu hjá tölvuleikjafyrirtækinu DICE.
10. apríl 2021