Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Togarinn Heinaste, sem var kyrrsettur í lok árs 2019.
Félag í eigu Samherja gert að greiða starfsmönnum Heinaste sáttargreiðslu
Félagið ArcticNam, sem Samherji á 49 prósenta eignarhlut í, hefur verið gert að greiða 23 starfsmönnum togarans Heinaste sáttargreiðslu í þessum mánuði vegna uppsagnar án starfslokagreiðslna.
6. júlí 2021
Riddarahólmurinn í Stokkhólmi í Svíþjóð
Fasteignamarkaðurinn á bremsunni í Skandinavíu
Ýmis merki eru um að virknin á fasteignamarkaðnum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafi minnkað á síðustu mánuðum. Álitsgjafar telja að nýlegar verðhækkanir hafi einungis verið bundnar við faraldurinn og verði minni í framtíðinni.
6. júlí 2021
Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur hjá ASÍ, og Emil Dagsson, doktorsnemi í hagfræði við HÍ.
Er fjármagnstekjuskattur alltaf óhagkvæmur?
Emil Dagsson ræðir við Arnald Sölva Kristjánsson um hagkvæma skattheimtu í Ekon, nýjum viðtalsþætti um hagfræðileg málefni. Samkvæmt honum er ekki auðséð að viðtekin viðhorf um að skattur á fjármagn sé óhagkvæmur standist í öllum tilvikum.
5. júlí 2021
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum
Segir skráningu Íslandsbanka svipa til einkavæðingar fyrir hrun
Ásgeir Brynjar Torfason segir margt svipa til með hlutafjárútboði Íslandsbanka og einkavæðingar íslensku bankanna fyrir tveimur áratugum síðan í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
4. júlí 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Myndi kosta ríkissjóð 168 milljarða á ári að gera lágmarkslaun skattfrjáls
Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður myndi verða af tekjum sem samsvara 85 prósent af öllum tekjuskattsstofninum ef 350 þúsund króna mánaðartekjur yrðu gerðar skattfrjálsar.
2. júlí 2021
Storytel selur nær allar íslenskar hljóðbækur hér á landi.
Penninn og Storytel með yfirburði á bókamarkaði
Markaðshlutdeild Pennans í smásölumarkaði prentaðra bóka nemur 50-55 prósentum og Storytel selur nær allar bækur á hljóðbókamarkaði, samkvæmt nýrri úttekt Samkeppniseftirlitsins.
1. júlí 2021
Stjórnendur í ráðuneytum eiga milljónir í hlutabréfum
Einn ráðuneytisstjóri og tveir skrifstofustjórar ráðuneytanna eiga hlutabréf í félögum sem skráð eru á markaði í Kauphöllinni fyrir meira en milljón krónur. Ekki er greint frá hlutabréfaeign ráðuneytisstjórans í opinberri hagsmunaskrá.
1. júlí 2021
Segja vaxandi ójöfnuð ganga gegn vilja þjóðarinnar
Sérfræðingahópur á vegum verkalýðshreyfingarinnar segir að afleiðingar COVID-kreppunnar komi verr niður á fólki í lægri tekjuhópum. Slík þróun er til þess fallin að auka ójöfnuð, sem hópurinn segir að sé gegn vilja þjóðarinnar.
30. júní 2021
Hlutabréfaeign almennings hefur fjórfaldast frá 2019
Fjöldi einstaklinga sem eiga hlutabréf er nú fjórum sinnum meiri en hann var í árslok 2019. Hins vegar er hann enn langt frá því að vera sá sami og hann var á árunum fyrir hrun.
30. júní 2021
Ritstjóri Markaðarins á hlutabréf í félögum sem hann fjallar um
Formaður Blaðamannafélagsins segir siðareglur félagsins kveða á um að blaðamenn ættu ekki að fjalla um félög sem þeir eiga hlutabréf í. Ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu á hlutabréf í 13 Kauphallarfélögum að andvirði níu milljóna króna.
28. júní 2021
Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir landbúnaðarstyrki ekki virðast hafa bætt velferð bænda
Hagfræðiprófessor segir margar þverstæður spretta fram þegar styrkjakerfið í landbúnaði er skoðað. Samkvæmt honum er ekki að sjá að styrkirnir hafi bætt velferð bænda eða komið í veg fyrir fólksfækkun.
27. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
24. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
22. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
20. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
18. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
17. júní 2021
Meðalverð íbúða hefur hækkað um tvær milljónir á fjórum mánuðum.
Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljast hratt og margar á yfirverði
Sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei mælst styttri, auk þess sem hlutfall þeirra sem selst á yfirverði hefur aldrei verið hærra. Á sama tíma hefur leiguverð á svæðinu lækkað, áttunda mánuðinn í röð.
16. júní 2021
Framlög til opinberra fjárfestinga vannýtt
Opinberar fjárfestingar voru tiltölulega miklar á fyrstu mánuðum ársins miðað við árstíma, eftir að hafa tekið dýfu í fyrra. Samkvæmt Landsbankanum mætti þó nýta enn betur þær heimildir sem veittar hafa verið til fjárfestingar.
16. júní 2021
Græn svæði vantar hér á landi í þéttbýlum, ef miðað er við önnur OECD-ríki.
Hár húsnæðiskostnaður og lítið um græn svæði
Samkvæmt nýrri úttekt OECD greiða Íslendingar hærra hlutfall af tekjum sínum í húsnæði heldur en flest önnur aðildarríki sambandsins. Einnig hefur ekkert annað aðildarríki jafnlítið aðgengi að grænum svæðum í þéttbýli og Ísland.
15. júní 2021
PLAY opnar húddið
Samkvæmt útboðslýsingu PLAY hyggst flugfélagið selja jafnmörg sæti og WOW air gerði árið 2017 innan fjögurra ára. Félagið býst við að skila tapi á rekstri sínum í ár, en ná fimm milljarða króna hagnaði árið 2025.
14. júní 2021
Gengi ferðaþjónustunnar á næstu árum hefur mikið um það að segja hvort atvinnuleysi muni haldast hátt eða ekki.
Býst við töluverðu atvinnuleysi næstu árin
Það gæti tekið nokkur ár að ná atvinnuleysinu niður í fyrra horf, skrifar hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
14. júní 2021
Útboð PLAY hefst 24. júní
Hlutafjárútboð verður í flugfélaginu PLAY dagana 24. og 25. júní. Andvirði útboðsins nemur rúmum fjórum milljörðum króna.
14. júní 2021
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á árlegum fundi G7-ríkjanna um helgina.
G7-ríkin munu fjármagna eigin útgáfu af Belti og braut
Sjö ríkustu lýðræðisríki heimsins sammæltust um helgina um stofnun nýs innviða- og fjárfestingarverkefnis sem ætlað er að vera mótsvar við belta- og brautarverkefni kínverskra stjórnvalda.
13. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
12. júní 2021
Kaupmáttur Íslendinga er að meðaltali meiri núna en hann var í byrjun síðasta árs.
Tekjur aukast þrátt fyrir verðbólgu
Þótt verðbólgan hafi farið hækkandi hefur kaupmáttur einstaklinga aukist um 2,6 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Þar vegur þungt launahækkun og tímabundin heimild til úttektar af séreignarsparnaði.
11. júní 2021