Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Nørrebrogade í Kaupmannahöfn
Fjörugur fasteignamarkaður í Noregi og Danmörku
Líkt og hérlendis hefur mikil virkni verið á fasteignamarkaðnum í Noregi og Danmörku, þrátt fyrir mikinn samdrátt í landsframleiðslu. Sérfræðingar telja að ferðatakmarkanir og lágir vextir spili þar stóran þátt og búast við að verðið muni hækka enn meira.
23. desember 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir hagfræðinga ekki geta gefið einhlítt svar um aðild Íslands að ESB
Fyrrverandi seðlabankastjóri segir umræður og ákvarðanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu ná langt út fyrir svið hagfræðinnar. Samkvæmt honum hafa stjórnmálamenn tilhneigingu til að ætlast til þess að hagfræðingar reikni þá inn í lausnina.
20. desember 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Leggur til skýrari reglur um ríkisstyrki til kvikmyndaframleiðenda
Kvikmyndaframleiðendur þyrftu að láta löggilta endurskoðendur fara yfir uppgjör sín til þess að geta fengið styrk frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, verði hugsanlegt frumvarp að lögum.
18. desember 2020
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar
Eftirlit Vinnumálastofnunar með hlutabótaleiðinni ekki ásættanlegt
Vinnumálastofnun er gagnrýnd af Ríkisendurskoðun fyrir að hafa ekki náð að sinna eftirliti með hlutabótaleiðinni með ásættanlegum hætti.
17. desember 2020
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
ASÍ og BSRB á móti frumvarpi um frítekjumark
Stéttarfélögin ASÍ og BSRB gagnrýndu frumvarp fjármálaráðherra um hækkun frítekjumarks í umsögnum sínum til alþingis. Reykjavíkurborg gagnrýndi vænta minnkun skatttekna vegna frumvarpsins og lagði til afnám fjármagnstekjuskatts af sveitarfélögum.
16. desember 2020
Fleiri ungir kjósa að búa heima hjá foreldrum sínum í ár heldur en að reyna fyrir sér á leigumarkaðnum.
Ungir fara af leigumarkaði yfir í foreldrahús
Leigumarkaðurinn hefur dregist nokkuð saman í kjölfar veirufaraldursins, en töluvert líklegra er að ungmenni búi í foreldrahúsum nú en fyrir ári síðan.
15. desember 2020
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Kristrún Frostadóttir sækist eftir sæti hjá Samfylkingunni
Aðalhagfræðingur Kviku banka er á meðal þeirra sem uppstillingarnefnd Samfylkingarfélaganna í Reykjavík gæti sett á framboðslista í febrúar fyrir næstu alþingiskosningar.
15. desember 2020
Mikill þrýstingur á fasteignamarkaðnum í höfuðborginni
Verð hækkar, sölutími styttist og framboð íbúða á sölu dregst saman á höfuðborgarsvæðinu. Allt bendir þetta til mikils þrýstings á fasteignamarkaðnum þar.
15. desember 2020
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis hf.
Samfélagslega ábyrg félög skila betri ávöxtun í Evrópu
Evrópsk hlutafélög sem taka mið af umhverfis- og félagslegum þáttum og stjórnarháttum fyrirtækja skila betri ávöxtun heldur en önnur sambærileg félög í Evrópu, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
12. desember 2020
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook
Yfirvöld kæra Facebook fyrir brot á samkeppnislögum
Stærsti samfélagsmiðill heimsins liggur nú undir miklum þrýstingi vegna kæru frá samkeppniseftirliti Bandaríkjanna.
10. desember 2020
Stór kaup á Boeing 737-MAX vélum, líkt og Icelandair á, áttu sér stað um helgina.
Icelandair upp um sjö prósent
Verð á bréfum í Icelandair hækkaði um tæp sjö prósent í Kauphöllinni í dag, tveimur dögum eftir að jákvæðar fréttir bárust fyrir flugvélaframleiðandann Boeing.
7. desember 2020
DNB gæti fengið 5,7 milljarða króna sekt vegna slakra varna gegn peningaþvætti
Stærsti banki Noregs, sem er grunaður um að hafa hjálpað Samherja að koma fjármunum sínum í skattaskjól, gæti þurft að greiða 5,7 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að halda ekki uppi nógu góðum vörnum gegn peningaþvætti.
7. desember 2020
Ríkið ver minni pening til heilbrigðismála hér á landi heldur en í Evrópusambandinu.
Heilbrigðisútgjöld á Íslandi undir meðaltali ESB
Útgjöld hins opinbera hér á landi til heilbrigðisþjónustu var lægra hlutfall af landsframleiðslu en hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins. Hlutfallið hefur verið með því lægsta á Norðurlöndunum í nokkur ár.
7. desember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Segir lágvaxtaumhverfið hafa ýtt undir áhættusækni
Sérfræðingur hjá Kviku eignastýringu segir lækkandi vaxtastig og væntingar um bóluefni vera meðal ástæðna þess að hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað það sem af er ári í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
6. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
5. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
2. desember 2020
Einungis helmingur ferðaþjónustufyrirtækja nýtti sér Ferðagjöfina
Verðið lækkaði um rúman þriðjung til að laða að Íslendinga
Ferðaþjónufyrirtæki lækkuðu verð á þjónustu sinni um 35 prósent í sumar til að laða að Íslendinga síðasta sumar, en aðeins helmingur þeirra tók á móti Ferðagjöf stjórnvalda.
30. nóvember 2020
Mikill samdráttur hefur orðið í útflutningsgreinum, þar með talið ferðaþjónustunni, á þriðja ársfjórðungi.
Ísland með Evrópumet í samdrætti á þriðja ársfjórðungi
Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 10,4 prósent á þriðja fjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdrátturinn sem mælst hefur í þeim Evrópulöndum sem hafa birt landsframleiðsluspár sínar fyrir tímabilið.
30. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
28. nóvember 2020
Aðalbygging Landspítalans
Raunframlög til Landspítalans á hvern íbúa hafa minnkað
Framlög ríkissjóðs til Landspítalans hafa ekki haldist í takt við verð- og mannfjöldaþróun í ár og munu líklega ekki gera það á næsta ári heldur, ef miðað er við árið 2019.
27. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
25. nóvember 2020
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
24. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
23. nóvember 2020