Með heimþrá en samt heima

Menntaskólinn í Reykjavík hefur helgað ný nemendaverðlaun Andreu Urði Hafsteinsdóttur fyrir að opna umræðu um geðsjúkdóma innan skólans. Andrea hefur barist við alvarlegt þunglyndi og segir nauðsynlegt að horfast í augu við veikindin, þótt það sé erfitt.

Andrea hefur barist við alvarlegt þunglyndi í tvö ár og ákvað að vekja athygli á geðsjúkdómum ungs fólks í framhaldsskólum. MR veitir nú árleg verðlaun henni til heiðurs.
Andrea hefur barist við alvarlegt þunglyndi í tvö ár og ákvað að vekja athygli á geðsjúkdómum ungs fólks í framhaldsskólum. MR veitir nú árleg verðlaun henni til heiðurs.
Auglýsing

Andrea Urður Haf­steins­dóttir er nýút­skrifuð úr Mennta­skól­anum í Reykja­vík. Síð­asta haust ákvað hún að blása til vit­und­ar­vakn­ingar innan skól­ans til að vekja athygli á geð­sjúk­dóm­um, en hún hafði þá glímt við alvar­legt þung­lyndi í tvö ár. 

Kúg­að­ist af stressi

Andrea rekur upp­hafið til greinar sem hún skrif­aði í fyrra­vor og var birt á vef­síð­unni Kvíð­i.is, þar sem hún rakti veik­indi sín. Upp­haf­lega hafði hún bara ætlað að skrifa grein­ina fyrir sjálfa sig til að ná utan um atburði und­an­far­inna ára. Greinin fékk mjög góðar við­tök­ur.

„Ég gerði mér ekki almenni­lega grein fyrir því af hverju fólk var að þakka mér fyr­ir, ég skildi það ekki. En í kjöl­farið spurði vin­kona mín, sem var þá Inspector scolae, hvort ég vildi ekki halda atburða­viku í skól­anum til að vekja athygli á geð­sjúk­dóm­um. Og ég var mjög til í það,” segir hún. Fjöl­margir fyr­ir­les­arar komu og fræddu nem­endur um geð­rask­anir og Andrea hélt sjálf fyr­ir­lestur um reynslu sína af því alvar­lega þung­lyndi sem hún þjáð­ist af. 

Auglýsing

„Fyrst vildi ég ekki tala, en svo lét ég und­an. Ég var samt svo stressuð þegar ég var komin upp á svið að þegar ég átti að byrja að tala byrj­aði ég bara að kúg­ast. Það var erfitt að standa fyrir framan alla sem hafa verið með þér í skóla í mörg ár og horfa á þá bíða eftir því að ég tali um mjög per­sónu­lega hluti. En ég gerði það samt og tal­aði í fjöru­tíu mín­út­ur. Ég gat ekki hætt. Sal­ur­inn var fullur og allir þögðu. Fólk tók þetta til sín og þetta hafði áhrif, sumir fóru meira að segja að gráta, aðrir föðm­uðu mig eftir á. Það kom mér á óvart hversu margir tengdu við það sem ég var að segja,“ segir Andr­ea. 

Allt þess virði

MR er með geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing í 70 pró­sent starfi og Andrea segir hana hafa hjálpað sér mikið í gegn um allt ferl­ið. 

„Eftir fyr­ir­lest­ur­inn sagði hún mér að það væru enda­lausar raðir af fólki sem vildu tala við hana og ein­hverjir nem­endur gátu ekki farið í tíma því þeir voru bara grát­andi inni á kló­setti. Þetta var fólk sem hafði ekki gert sér grein fyrir því áður að eitt­hvað væri að og þurftu að leita sér hjálp­ar. Ég átt­aði mig á að þó að það hafi verið erfitt fyrir mig að tala, og ég hafði áhyggjur af því mjög lengi að ég yrði bara álitin geð­veika stelpan í skól­an­um, þá var í raun nóg ef ég hefði bara hjálpað ein­um. Það gerði það þess virð­i.” 

Í kjöl­farið var ákveðið að bjóða nem­endum upp á viku­legt hópa­spjall í skól­anum um geð­sjúk­dóma og eigin reynslu og var það vel sótt. Það var svo um síð­ustu helgi þegar nem­enda­fé­lag MR ákvað að veita ný verð­laun, Sam­fé­lags­verð­laun nem­enda MR, í nafni Andreu Urð­ar. Fyrstu verð­launin voru veitt henn­i. 

Ég hafði áhyggjur af því mjög lengi að ég yrði bara álitin geð­veika stelpan í skól­an­um, þá var í raun nóg ef ég hefði bara hjálpað ein­um. Það gerði það þess virð­i. 

Troð­fyllti kjall­ar­ann

Í umsögn Hönnu Maríu Geir­dal, Inspector scolae, segir að Andrea hafi á síð­ast­liðnum tveimur skóla­árum opnað mik­il­væga umræðu um geð­sjúk­dóma innan skól­ans. 

Andrea tekur á móti verðlaunum MR fyrir að opna á umræðu um geðsjúkdóma innan skólans.  „Henni tókst að troð­fylla nem­enda­kjall­ar­ann þar sem nem­endur skól­ans sam­ein­uð­ust í graf­ar­þögn og hlust­uðu á skóla­systur sína. Andrea flutti þennan sama fyr­ir­lestur í fleiri fram­halds­skólum í fram­hald­inu. Að auki stóð Andrea fyrir stuðn­ings­hópum fyrir nem­endur skól­ans sem hitt­ust viku­lega,“ segir Hanna María Geir­dal, vin­kona Andreu og frá­far­andi Inspector scolae MR. „Verð­launin verða veitt árlega til heið­urs þess nem­anda sem skarað hefur fram úr í mik­il­væg­um, sam­fé­lags­legum bar­átt­um. Sam­fé­lags­verð­launin verða veitt fyrir hug­rekki og heilsu, and­lega og lík­am­lega, og fyrir sam­kennd, vænt­um­þykju og vin­átt­u.“

Andrea seg­ist vera afar þakk­lát fyrir fólk hafi enn verið að hugsa um mál­efnið í lok maí þar sem  þar sem langur tími var lið­inn frá því að vikan var hald­in. „En ég hef reynt eins og ég get að halda umræð­unni opinni og tala eins opin­skátt og ég get um veik­indi mín.“ 

Yfir­þyrm­andi dep­urð

Andrea var á öðru ári í MR þegar þung­lyndið hófst fyrir alvöru. Hún hafði þá tekið þá ákvörðun að hætta í ball­ett, sem hún hafði stundað sam­visku­sam­lega frá fjög­urra ára aldri, til að geta sinnt nám­inu bet­ur. 

„Þá fyrst fór ég að taka eftir því að ég var að breyt­ast. Þó að mér hafi liðið ömur­lega í ball­ett en ég hélt að það tengd­ist press­unni sem var þar. Í febr­úar árið 2014 var ég orðin háð sjálf­skaða og leið mjög illa, en hélt samt að það væri ekk­ert alvar­legt að mér. Ég fór fram úr á morgn­anna og fór í skól­ann, en lok­aði mig inni í her­bergi þegar ég kom heim. En ég var, og er enn, mjög sam­visku­söm og reyni alltaf að klára það sem ég byrja á og það jaðrar stundum við full­komn­un­ar­árátt­u,“ segir hún. „Ég var alltaf ótrú­lega tóm og döp­ur. Þetta var svipað og þegar maður var lít­ill, fór í sum­ar­búðir og fékk hræði­lega mikla heim­þrá. Maður vildi fara heim til sín, til mömmu og pabba, og lang­aði ekki að vera á þessum stað, því maður var bara lít­ill. Þetta var þannig til­finn­ing út í gegn. Stöðugt. Þó að ég væri heima hjá mér, við hlið­ina á for­eldrum mínum að tala við þau, þá var ég með enda­lausa heim­þrás­til­finn­ingu. Þessu fylgir mikil sorg og ég grét ótrú­lega mik­ið. Þessi dep­urð ágerð­ist og varð á end­anum svo yfir­þyrm­andi að ég gat ekk­ert gert, átti erfitt með að hreyfa mig, standa upp, gera nokkurn skap­aðan hlut. Þegar ég var með vin­konum mínum reyndi ég að vera hress­ari, fyndn­ari og eins skemmti­leg og ég gat, en heima snapp­aði ég við hvað sem er, fór í mikla vörn og var alltaf mjög döp­ur. Ég gat ekki hugsað um neitt annað en hversu ömur­leg ég væri og að ég gæti ekki gert neitt rétt. Þá próf­aði ég að skera mig með rak­véla­blöð­um. Með því yfir­tekur lík­am­legi sárs­auk­inn þann and­lega og svo er róandi að horfa á blóðið renna, ein­hverra hluta vegna. Þá fær hug­ur­inn smá hvíld. En ég varð háð þessu í kjöl­far­ið, að sjá blóð­ið, fá sárin á hend­ina og trufla hug­ann. Þetta jókst með tím­an­um, þó að ég reyndi alltaf að hætta og taldi dag­ana sem ég náði að skera mig ekki. Þetta var bara eins og hver önnur fíkn.“

 Þó að ég væri heima hjá mér, við hlið­ina á for­eldrum mínum að tala við þau, þá var ég með enda­lausa heim­þrár­til­finn­ing­u. 

Send heim af bráða­mót­töku geð­deildar

Andrea segir veik­indi sín hafa verið eins og fíll­inn í her­berg­inu meðal vin­kvenna henn­ar. 

„Þær töl­uðu aldrei við mig um þetta og vissu ekk­ert hvað þær áttu að gera. Ég hefði tryllst ef þær hefðu hringt í for­eldra mína til dæm­is. En þegar ein vin­kona mín sá örin á hönd­unum ákvað hún að tala við kenn­ara sem hún treysti á þá fór fyrst eitt­hvað ferli í gang. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn í skól­anum ræddi við mig og hefur verið mín stoð og stytta í gegn um þetta allt sam­an,“ segir hún. „Mamma fór í kjöl­farið með mig upp á bráða­mót­töku geð­deildar Land­spít­al­ans og þar ræddi ég við geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing. Sú reynsla var ekki góð. Hún sagði mér bara að ég þyrfti ein­fald­lega ekki að standa mig svona vel í skól­anum og reyndi ekki að skilja mig. Ég fékk nokkur við­töl þar sem hún tal­aði mjög fræði­lega við mig um geð­sjúk­dóma og þung­lyndi, en end­aði á því að segja að allir ung­lingar gangi í gegn um erf­iða tíma og að þetta væri bara minn erf­iði tím­i.“ 

Andrea hafði lýst sjálf­vígs­hugs­unum sínum og sjálf­skaða­hegðun fyrir hjúkr­un­ar­fræð­ingn­um. 

Andrea ætlar að halda áfram að miðla reynslu sinni til menntaskólanema þó að hún sé útskrifuð. (Mynd: Birgir Þór)

„En hún í raun kvaddi mig bara eftir nokkur við­töl. Kannski fann hún að hún væri ekki að ná að hjálpa mér, þannig að hún gafst bara upp, en ég kom út úr þessum við­tölum hugs­andi að þetta hefði verið það vand­ræða­leg­asta í heimi, að ég væri aum­ingi og ég ætti bara að harka af mér.“

For­eldrar Andreu tóku þetta ekki mál og komu henni til sál­fræð­ings. 

„Mamma þekkti veik­indin á eigin skinni. Hún hafði glímt við þung­lyndi frá því hún var ung­lingur en náði sér upp úr því þegar ég var lít­il. Og það var gott að þau gáfust ekki upp því sál­fræð­ing­ur­inn benti á að ég þyrfti að kom­ast á lyf og fara til læknis sem fyrst,“ segir hún.  

Ég kom út úr þessum við­tölum hugs­andi að þetta hefði verið það vand­ræða­leg­asta í heimi, að ég væri aum­ingi og ég ætti bara að harka af mér

Veik­indin ágerð­ust

Þrátt fyrir sál­fræði- og lyfja­með­ferð ágerð­ust veik­indi Andreu og hún varð mun veik­ari á þriðja ári í mennta­skól­an­um. Hún hætti að geta mætt í skól­ann og sjálfs­vígs­hugs­anir ágerð­ust. Það var ekki fyrr en hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn í MR beindi henni upp á bráða­mót­töku geð­deildar á ný. 

„Ég fór, þó að ég hafði ekki viljað það eftir síð­ustu reynslu mína það­an. En í þetta sinn var ég lögð inn og var á geð­deild í 15 daga. Ég próf­aði fullt af lyfjum og er enn að vinna í að finna réttu lyfin sem henta mér­.” 

Vill ekki verða sál­fræð­ingur

Nú er Andrea útskrifuð og fram­tíðin björt. Hvað hún ber í skauti sér á svo eftir að koma í ljós. 

„Mig langar að opna umræð­una um geð­sjúk­dóma í mennta­skól­um. Kvíði er ótrú­lega algengur meðal nem­enda og ég held að krakkar geri sér oft ekki grein fyrir því að það sé ekki eði­legt að líða svona. Það er líka mik­il­vægt að það sé hjúkr­un­ar­fræð­ingur í öllum mennta­skól­um, auð­vitað væri enn betra ef það væru líka sál­fræð­ing­ar, eins og hefur tíðkast í Verk­mennta­skól­anum á Akur­eyri til dæm­is. En auð­vitað má maður má ekki krefj­ast of mik­ils,“ segir Andr­ea. 

„Ég veit samt að ég vil ekki verða sál­fræð­ingur í fram­tíð­inni, en ég ætla að reyna að halda áfram að láta gott af mér leiða og berj­ast fyrir bættum aðstæðum fyrir nema í mennta­skól­u­m.“

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiViðtal
None