Karolina Fund: Vagg & Velta á vinyl

Emmsjé Gauti safnar fyrir vinylútgáfu á nýju breiðskífunni Vagg & Velta

Emmsjé Gauti og Vagg & Velta
Auglýsing

Gauti Þeyr Más­son, betur þekktur sem Emm­sjé Gauti, er nýbú­inn að senda frá sér þriðju plötu sína sem ber heitið Vagg & Velta. Platan er komin út á geisla­disk og í staf­rænu formi en Gauti hyggst einnig gefa plöt­una út á vín­yl. Vegna þess hversu hár fram­leiðslu­kostn­að­ur­inn er við fram­leiðslu á vínyl þá hefur Gauti ákveðið að fara hóp­fjár­mögn­un­ar­leið­ina og safna fyrir fram­leiðsl­unni áður en hún hefst. Það gengur vel og er Gauti þegar búinn að safna meira en 1.700 evrum upp í fram­leiðsl­una. Kjarn­inn tók Gauta tali.

Hver er baksaga þín í tón­list?

„Úff, baksaga mín í tón­list er mjög löng. Í stuttu máli þá átti pabbi hljóð­ver og ég heyrði rapptón­list fyrst fyrir alvöru þegar pabbi var að taka upp rappplötu þar. Ég fór fljót­lega eftir það að semja mína eigin texta og rappa þá í laumi. Þegar Rottweiler-æðið tók yfir land­ann um alda­mótin þá fór ég að semja á íslensku og tók fljót­lega þátt í rapp­keppni sem heitir Rímnaflæði og er enn þann dag í dag haldin árlega. Ég hef aldrei hætt að gera rapp­músík og gaf út fyrstu solo-­plöt­una mína árið 2011 eftir mikið af sam­starfs- og til­rauna­verk­efnum með öðru fólki fram að þeirri breið­skífu.“

Auglýsing

Hvað er á döf­inni hjá þér þessa dag­ana?

„Aðal verk­efnið núna er að fylgja plöt­unni minni Vagg & Veltu almenni­lega eft­ir. Útgáfu­tón­leik­arnir gengu frá­bær­lega og platan er að fá mjög góðar við­tök­ur. Nú er stefnan tekin á að spila um allt land, gefa út singla af plöt­unni og gefa hlust­endum high five inná milli. Ég er strax byrj­aður að semja fyrir næstu plötu en á þó örugg­lega eftir að taka mér tíma í að móta soundið sem mun ein­kenna hana.“

Hvernig tón­list er að finna á plöt­unni Vagg & velta?

„Það væri auð­vitað auð­veld­ast að flokka Vagg & Veltu sem rapp­mús­ík. En hún fer í margar áttir og þú getur heyrt allt frá 808 trommum í strengja­kvar­tett. Vagg & Velta er fyrst og fremst feel good rapp­músík sem ég hafði gaman af því að skapa og ég vona inni­lega að fólk hafi líka gaman af því að hlusta á hana.“Verk­efnið er að finna hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None