Karolina Fund: Vagg & Velta á vinyl

Emmsjé Gauti safnar fyrir vinylútgáfu á nýju breiðskífunni Vagg & Velta

Emmsjé Gauti og Vagg & Velta
Auglýsing

Gauti Þeyr Más­son, betur þekktur sem Emm­sjé Gauti, er nýbú­inn að senda frá sér þriðju plötu sína sem ber heitið Vagg & Velta. Platan er komin út á geisla­disk og í staf­rænu formi en Gauti hyggst einnig gefa plöt­una út á vín­yl. Vegna þess hversu hár fram­leiðslu­kostn­að­ur­inn er við fram­leiðslu á vínyl þá hefur Gauti ákveðið að fara hóp­fjár­mögn­un­ar­leið­ina og safna fyrir fram­leiðsl­unni áður en hún hefst. Það gengur vel og er Gauti þegar búinn að safna meira en 1.700 evrum upp í fram­leiðsl­una. Kjarn­inn tók Gauta tali.

Hver er baksaga þín í tón­list?

„Úff, baksaga mín í tón­list er mjög löng. Í stuttu máli þá átti pabbi hljóð­ver og ég heyrði rapptón­list fyrst fyrir alvöru þegar pabbi var að taka upp rappplötu þar. Ég fór fljót­lega eftir það að semja mína eigin texta og rappa þá í laumi. Þegar Rottweiler-æðið tók yfir land­ann um alda­mótin þá fór ég að semja á íslensku og tók fljót­lega þátt í rapp­keppni sem heitir Rímnaflæði og er enn þann dag í dag haldin árlega. Ég hef aldrei hætt að gera rapp­músík og gaf út fyrstu solo-­plöt­una mína árið 2011 eftir mikið af sam­starfs- og til­rauna­verk­efnum með öðru fólki fram að þeirri breið­skífu.“

Auglýsing

Hvað er á döf­inni hjá þér þessa dag­ana?

„Aðal verk­efnið núna er að fylgja plöt­unni minni Vagg & Veltu almenni­lega eft­ir. Útgáfu­tón­leik­arnir gengu frá­bær­lega og platan er að fá mjög góðar við­tök­ur. Nú er stefnan tekin á að spila um allt land, gefa út singla af plöt­unni og gefa hlust­endum high five inná milli. Ég er strax byrj­aður að semja fyrir næstu plötu en á þó örugg­lega eftir að taka mér tíma í að móta soundið sem mun ein­kenna hana.“

Hvernig tón­list er að finna á plöt­unni Vagg & velta?

„Það væri auð­vitað auð­veld­ast að flokka Vagg & Veltu sem rapp­mús­ík. En hún fer í margar áttir og þú getur heyrt allt frá 808 trommum í strengja­kvar­tett. Vagg & Velta er fyrst og fremst feel good rapp­músík sem ég hafði gaman af því að skapa og ég vona inni­lega að fólk hafi líka gaman af því að hlusta á hana.“Verk­efnið er að finna hér.

Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None