Fjör í Frans

François Hollande, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem var óvænt og sögulegt því aldrei áður hefur forseti setið eitt kjötímabil og ekki sóst eftir endurkjöri.
François Hollande, tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem var óvænt og sögulegt því aldrei áður hefur forseti setið eitt kjötímabil og ekki sóst eftir endurkjöri.
Auglýsing

Árs­ins sem er að líða verður lík­lega minnst í stjórn­málum fyrir óvænt úrslit. Hvort sem um er að ræða kosn­ingar á Ísland­i, Brexit eða Trump. Á margan hátt er hægt að segja það sama um und­ir­bún­ing for­seta­kosn­ing­anna hér í Frakk­landi sem fram fara í apríl og maí á næsta ári í tveimur umferð­um. Mán­uðum saman hefur sama stefið hljó­mað í fjöl­miðl­um. Fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Jacques Chiracs for­seta frá 1995, Alain Juppé átti að mæta Nicolas Sar­kozy fyrrum for­seta í seinni umferð for­kosn­inga Lýð­veld­is­flokks­ins. Juppé myndi svo vinna og sigra með glæsi­brag seinni umferð for­seta­kosn­ing­anna í maí. En margt fer öðru­vísi en ætlað er. Sar­kozy komst ekki einu sinni í aðra umferð og fyrrum for­sæt­is­ráð­herra hans frá 2007 – 2012, François Fillon vann for­kosn­ing­arnar með 66 pró­senta atkvæða. Þarna voru því tveir jaxlar í póli­tík úr leik og næsta öruggt sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum að sig­ur­veg­ar­inn myndi mæta Mar­ine Le Pen úr Þjóð­ern­is­fylk­ing­unni í maí þar sem að vinstri­vængur stjórn­mál­anna er í mol­um. For­set­inn með 7,5 pró­senta stuðn­ing í skoð­ana­könn­un­um og Sós­í­alista­flokk­ur­inn klof­inn í herðar nið­ur. Margir hér í landi eru reyndar log­andi hræddir um að Le Pen vinni kosn­ing­arnar eftir að hafa séð Trump sigra í Banda­ríkj­un­um. 

En þetta var áður en for­set­inn, François Hollande, til­kynnti að hann myndi ekki sækj­ast eftir end­ur­kjöri sem var óvænt og sögu­legt því aldrei áður hefur for­seti setið eitt kjö­t­íma­bil og ekki sóst eftir end­ur­kjöri. Og nú þarf að stokka upp á nýtt. Mar­ine Le Pen taldi leið­ina að Elysée-höll greið­færa en hefur nú feng­ið Fillon sem keppi­naut en hann hefur fært Lýð­veld­is­flokk­inn langt til hægri og hræðir jafn­vel suma af sínum eigin flokks­mönnum sem telja sig vera svo­kall­aða sós­í­al-Gaullista í ætt við ChiracFillon hefur talað um að lækka end­ur­greiðslur á lyfj­um, einka­væða að hluta sjúkra­trygg­ingar og vill fækka opin­berum starfs­mönnum um fimm­hund­ruð­þús­und sem sér­fræð­ingar telja óger­leg­t. Fillon er nú kall­aður „ant­i-soci­al“ og er á harða­hlaupum undan eigin stefnu úr for­kosn­ing­un­um. Því hefur nú opn­ast pláss á miðj­unni og farið að hitna í kol­unum á vinstri vængn­um.

Eftir að for­set­inn hætti við þurfa Sós­í­alistar nýjan fram­bjóð­enda og ekk­ert sjálf­gefið hver hann verð­ur. For­sæt­is­ráð­herrann Manuel Valls sagði af sér á dög­unum til þess að ein­beita sér að  ­for­kosn­ingum Sós­í­alista. Hann er reyndar sak­aður um að hafa ýtt Hollande út til þess að taka sæti hans og jafn­vel kall­að­ur Brútus. Vanda­mál Valls er hins vegar að hann hefur borið ábyrgð eins og for­set­inn á þeirri pól­tík sem rekin hefur verið und­an­farin ár. Hann hefur til dæmis sex sinnum notað grein 49.3 í stjórn­ar­skránni sem gefur for­sæt­is­ráð­herra leyfi þegar um mik­il­væg mál er að ræða sem varða hags­muni lands og þjóðar að sam­þykkja lög án umræðu og ­at­kvæða­greiðslu. Þetta gerð­ist í þrí­gang þegar mjög umdeild vinnu­lög­gjöf var sam­þykkt í sum­ar. Á mið­viku­dag lýsti fram­bjóð­and­inn Valls því yfir að ef hann verði kos­inn for­seti þá muni hann fella þess grein úr stjórn­ar­skránni. Óhætt að segja að við­brögðin hafi verið blend­in, milli hlát­urs og grátsValls kynnir sig nú sem mann sam­ein­ingar á vinstri vængn­um. Sá sem er sak­aður um að hafa verið óvæg­inn og harður við and­stæð­inga sína og því ábyrgur á klofn­ingi eigin flokks. Helsti keppi­nautur hans Arnaud Mont­bo­urg fyrrum við­skipta­ráð­herra sem Valls einmitt rak úr rík­is­stjórn­inni er lík­legur til að verða í ann­arri ­um­ferð for­kosn­ing­anna á móti Valls. Svo er sá þriðji Ben­oît Hamon sem er enn lengra til vinstri og hefur verið að sækja í sig veðr­ið. Sá eini sem hefur nýjar og ferskar hug­myndir og gæti blandað sér í topp­bar­átt­una.

Auglýsing

Ekki má svo gleyma tveimur fram­bjóð­endum sem eru nú þegar fram­bjóð­endur í for­seta­kosn­ing­unum og neita að taka þátt í for­kosn­ingum Sós­í­alista, Jean Luc Mélenchon og Emmanuel MacronMélenchon er sá sem er lengst til vinstri en hefur hægt og být­andi verið að hækka í könn­unum og eins og Macron langt fyrir framan alla hugs­an­lega fram­bjóð­endur Sós­í­alista. Hann vill öllu breyta og stofna hið svo­kalla sjötta lýð­veldi en eftir stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar De Gaulle 1958 er núver­and­i  lýð­veldi það fimmta í röð­inni frá bylt­ing­unni 1789. Emmanuel Macron er hins vegar kannski sá sem vert er að fylgj­ast náið með í fram­tíð­inni. Hann var ráð­gjafi for­set­ans, síðan við­skipta­ráð­herra og hefur ýmsar nýj­ungar í fram­an­greind­um, þykir nokkuð frjáls­lyndur en neitar að láta stimpla sig til hægri og hefur engan flokk að baki sér sem gæti hjálpað á tímum þegar almenn­ingur treystir ekki stjórn­mála­flokk­um. Macron er í dag þriðji fram­bjóð­and­inn í skoð­an­ankönnum á lands­vísu, á eft­ir Fillon og Le Pen. Hann ætlar sér að fylla tóma­rúmið á miðj­unni vegna þess hversu hægrisinnuð þessi tvö fyrr­nefnu eru. Einmitt á meðan að blóðug átök eiga sér stað í Sós­í­alista­flokkn­um. Sagan er því ekki skrif­uð ­fyrir fram.

Skýr­ingin birt­ist einnig á vef Berg­þórs Bjarna­son­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None