Í þá tíð… Hildarleikur í Boston varð grunnur að sjálfstæði Bandaríkjanna

Neistinn sem varð til þess að frelsistríð amerísku nýlendanna braust út er talinn hafa verið í Boston á þessum degi árið 1770.

Fjöldamorðin í Boston urðu sannkallaður vendipunktur í sambandi Breta við nýlendurnar í Norður-Ameríku. Sjálfstæðisröddum óx ásmegin upp frá þessum atburði sem John Adams forseti sagði grunninn að sjálfstæði Bandaríkjanna.
Fjöldamorðin í Boston urðu sannkallaður vendipunktur í sambandi Breta við nýlendurnar í Norður-Ameríku. Sjálfstæðisröddum óx ásmegin upp frá þessum atburði sem John Adams forseti sagði grunninn að sjálfstæði Bandaríkjanna.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 247 árum síð­an, hinn 5. mars árið 1770, sló í brýnu milli nýlendu­búa og breskra her­manna í Boston. Úr varð eft­ir­minni­legur hild­ar­leikur þar sem fimm lágu í valnum og með því er talið að neisti hafi hlaupið í púð­ur­tunn­una sem varð til þess að frels­is­stríð amer­ísku nýlend­anna braust út.

Kergja vegna skatt­lagn­ingar

Umræddir atburðir áttu sér nokkurn aðdrag­anda þar sem kergja hafði verið að byggj­ast upp í nýlend­unum allt frá því að breska þingið lagði sér­stakan skatt á papp­írs­sölu þar („The Stamp Act“) árið 1765. Það þótti nýlendu­búum gróf aðför að rétt­indum þeirra, þar sem þeir álitu að ein­ungis stjórn­völd í nýlend­unum sjálfum ættu að hafa skatt­lagn­ing­ar­vald yfir íbúum þeirra.

Breska ríkið var hins vegar að horfa til þess að taka inn frek­ari tekjur frá vest­ur­heimi til að bjarga fjár­hagi rík­is­ins, sem stóð tals­vert höllum fæti eftir hið svo­kall­aða Sjö ára stríð þar sem Bretar tók­ust meðal ann­ars á við Frakka um yfir­ráð yfir nýlendum í Norð­ur­-Am­er­íku og sigr­uðu.

Auglýsing

Stamp Act mætti harðri mót­spyrnu og var brátt afnu­mið, en Bretar voru stað­ráðnir í því að afla frek­ari tekna í rík­is­sjóð með skatt­lagn­ingu í nýja heim­in­um. Þá var einnig reynt, ljóst og leynt, að bæta hag Aust­ur-Ind­ía­fé­lags­ins sem átti í rekstr­ar­erf­ið­leik­um.

Ein af þeim aðgerðum sem lagt var í The Towns­hend Acts, sem var sett á árið 1767 og fól í sér tolla á margs konar inn­fluttan varn­ing. Það var enn til að æra nýlendu­búa sem lifðu eftir slag­orð­inu „No Taxation Wit­hout Repres­enta­tion!“, en það fól í sér að á meðan nýlendu­búar ættu sér ekki málsvara á breska þing­inu, myndu þeir aldrei sætta sig við skatt­lagn­ingu af hendi þess.

Megn óánægja með meinta skattpíningu Breta gegn nýlendubúum bjó að baki atburðarásarinnar sem átti sér stað í Boston hinn 5. mars 1770.

Tal­verður órói ein­kenndi því sam­skipti almenn­ings og yfir­valda á þessum tíma. Einna helst í Massachu­setts og sér­stak­lega Boston þar sem brugðið hafði verið á það ráð að kalla til hóp her­manna til að verja toll­heimtu­menn gegn aðkasti.

Stundum lenti her­mönnum og heima­mönnum sam­an, eins og dag einn í byrjun mars 1770, á bryggj­unni í Boston þar sem tugir tóku þátt í hasarn­um.

Full­víst var talið að uppúr myndi sjóða áður en langt mundi líða og þess var sann­ar­lega ekki langt að bíða.

Ófriður við toll­húsið

Að kvöldi hins 5. apríl söfn­uð­ust bæj­ar­búar í Boston enn einu sinni saman til að mót­mæla skatt­lagn­ing­ar­stefnu Breta og fóru að láta snjó­boltum og grjótum rigna yfir toll­húsið og hinn eina her­mann sem þar var á vakt, Hugh White að nafni. White hafði gert illt verra með því að slá ungan mót­mæl­anda fyrir að móðga einn yfir­mann­inn í breska her­lið­inu. White kall­aði til liðs­auka og komu átta her­menn til við­bótar á svæðið en máttu láta það sama yfir sig ganga.

Þeir máttu sín lít­ils gegn æfum hópi, sem taldi, að því að haldið er, á milli þrjú og fjögur hund­ruð manns. Her­menn­irnir röð­uðu sér upp í hálf­hring fyrir framan aðal­dyr toll­húss­ins og hlóðu byssur sín­ar.

Spennan var raf­mögnuð og mátti lítið út af bera til að allt færi á versta veg. Mann­söfn­uð­ur­inn man­aði her­menn­ina til að skjóta og grýtti snjó­boltum og grjóti að her­mönn­un­um.

Örlaga­skot og ódæð­is­verk

Minningarreitur er fyrir framan Old State House í Boston, þar sem breskir hermenn skutu á hóp mótmælenda og drápu fimm manns fyrir réttum 247 árum síðan.Svo fór að einn her­mað­ur­inn, Hugh Montgomery, fékk eina send­ing­una í sig. Hann féll við og missti byss­una sína og brást hinn versti við. Hann beið ekki fyr­ir­mæla yfir­manns síns, höf­uðs­manns að nafni Thomas Preston, heldur skaut að mann­fjöld­an­um.

Ein­hverjir úr hópi mót­mæl­enda réð­ust að Mong­tomery og Preston höf­uðs­manni, sem enn hafði ekki gefið skipun um að skjóta. Þá hófu her­menn­irnir að skjóta handa­hófs­kennt að hópnum og skutu ell­efu menn. Þrír létu lífið strax, einn þá um nótt­ina og sá fimmti tveimur vikum síð­ar.

Hóp­ur­inn dreifð­ist nokkuð en safn­að­ist aftur saman í næstu göt­um. Rík­is­stjór­inn Thomas Hutchin­son var strax kall­aður til og hét ítar­legri rann­sókn á því sem gerst hafði. Tókst honum þar að róa mann­skap­inn um stund­ar­sak­ir.

Vatn á myllu mót­mæl­anda

Mikil óánægja braust út eftir þennan atburð og voru hinir látnu greftraðir með mikilli viðhöfn.Atburð­ur­inn hafði mikið áróð­urs­gildi fyrir þá sem börð­ust gegn breskum stjórn­völdum og voru þeir sem lét­ust í „Fjöldamorð­unum í Boston“ jarð­settir með mik­illi við­höfn. Þá birti dag­blaðið Boston Gazette myndristu eftir Paul Revere þar sem fært var nokkuð í stíl­inn og látið sem skot­hríðin hefði verið fyr­ir­skip­uð. Mynd þessi, sem sjá má hér efst í grein­inni, vakti mikil við­brögð og auk þess voru gefin út mörg dreifi­bréf þar sem fram­göngu her­mann­anna og breskra stjór­valda var líst á afar nei­kvæðan hátt. Allt var þetta vatn á myllu and­stæð­inga Breta.

Réttað var yfir átt­menn­ing­un­um, en aðeins tveir voru sak­felldir fyrir mann­dráp, enda þótti sannað að þeir hefðu verið þeir einu sem skutu beint inn í mann­fjöld­ann. Þeir voru dæmdir til dauða, en refs­ingu þeirra var síðar breytt í brenni­merk­ingu á þum­al.

Grunn­ur­inn að sjálf­stæði Banda­ríkj­anna

Þetta minnismerki um fjöldamorðin er að finnna í Boston Common almenningsgarðinum.Þessi atburður mark­aði vatna­skil í sam­skiptum Breta og íbúa í nýlend­unum þrettán á aust­ur­strönd Norð­ur­-Am­er­íku. Með þessu breytt­ist við­horf almenn­ings til Georgs III Breta­kon­ungs, og sagði John Adams, síðar for­seti Banda­ríkj­anna og einn af hinum svoköll­uðu „Found­ing Father­s“, eða lands­feðrum, að þennan örlaga­ríka dag hafi grunn­ur­inn verið lagður að sjálf­stæði Banda­ríkj­anna. (Þess má geta að Adams var einmitt verj­andi bresku her­mann­anna í rétt­ar­höld­unum yfir þeim.)

Næstu ár urðu fleiri skærur milli nýlendu­búa og Breta vegna skatta- og tolla­mála, en Bretar drógu í land með flestar sér­tækar tekju­öfl­un­ar­ráð­staf­anir fyrir utan toll á inn­flutt te.

Við það var ekki unað og í des­em­ber 1773 fór hópur mót­mæl­enda um borð í bresk skip sem lágu við höfn í Boston og hentu tugum tonna af tei í sjó­inn. Hörð við­brögð Breta við þeirri upp­á­komu færðu deilu­að­ila enn nær ófriði sem svo braust út með Frels­is­stríði Banda­ríkj­anna sem stóð frá 1775 til 1783.

Annað mark­vert sem gerð­ist 5. mars:

1616

Bók Kópern­ikusar, Um snún­inga him­in­hvelanna, er sett á bann­lista kaþ­ólsku kirkj­unn­ar, rúmum 70 árum eftir útgáfu. Þar tíundar Kópern­ikus meðal ann­ars sól­miðju­kenn­ingu sína.

1933

Nas­ista­flokk­ur­inn í Þýska­landi hlýtur 43,9% atkvæða í þing­kosn­ing­um. Skömmu síðar er ýtt í gegnum þingið lögum sem tryggja for­ingj­an­um, Adolf Hilt­er, alræð­is­vald.

1946

Win­ston Churchill flytur tíma­móta­ræðu þar sem hann for­dæmir fram­ferði Sov­ét­ríkj­anna í Mið- og Aust­ur-­Evr­ópu eftir lok seinna stríðs. Hann segir meðal ann­ars að Járn­hlið hafi verið reist í gegnun Evr­ópu „milli Stettin við Eytra­salt niður að Trieste við Adría­haf“.

1953

Jósef Stalín, leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, deyr. Var hann fáum harmdauði, enda hafði hann millj­ónir lífa á sam­visku sinni etir ára­tuga ógn­ar­stjórn þar sem eng­inn var óhultur fyrir ger­ræð­is­legum grimmd­ar­verkum hans.

1963

Fyr­ir­tækið Wham-O fær einka­leyfi á Húla-hringn­um.

1963

Kán­trí­söng­konan Patsy Cline deyr í flug­slysi.

1969

Jim Morri­son, söngv­ari rokksveit­ar­innar Doors, ákærður fyrir ósæmi­lega fram­komu á tón­leikum í Miami. Ákæran var í nokkrum lið­um; meðal ann­ars átti hann að hafa berað sig, ofurölvi, fyrir framan tón­leika­gesti. Morri­son hafn­aði sátta­til­lögu sem fól í sér að hljóm­sveitin héldi tón­leika end­ur­gjalds­laust og var dæmdur til sektar og hálfs árs fanga­vist­ar. Ekki kom til þess að Morri­son sæti af sér dóm­inn þar sem hann lést í París nokkrum mán­uðum eftir upp­kvaðn­ingu dóms­ins. Hann var svo náð­aður árið 2010.

1970

Samn­ing­ur­inn gegn útbreiðslu kjarn­orku­vopna (NPT) tekur gildi eftir stað­fest­ingu í 43 ríkj­um.

1982

Sov­éska könn­un­ar­farið Venera 14 lendir á yfir­borði Venusar og starfar þar í 57 mín­útur í 456 °C hita.

Afmæl­is­börn dags­ins:

Dean Stockwell - leik­ari (81), Tokyo Sexwale - stjórn­mála­maður (64), Aasif Mandvi - grínisti (51), John Frusci­ante - gít­ar­leik­ari (47), Eva Mendes - leik­kona (43).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None