Vill að Noregur verði „heimsmeistari“ í lögum og reglum

Aðstoðarmaður samgönguráðherra Noregs er Reynir Jóhannesson. Hann vinnur nú að stefnumótun á sviði fjarskiptamála sem hann er sannfærður um að geti skipt efnahagsmál á norðurslóðum miklu máli.

Reynir Jóhannesson er aðstoðarráðherra samgöngumála í Noregi.
Reynir Jóhannesson er aðstoðarráðherra samgöngumála í Noregi.
Auglýsing

Í síbreyti­legum heimi opn­ast dyr að nýjum veru­leika eftir því sem tækn­inni fleytir fram. Á þetta höfum við verið minnt á und­an­förnum ára­tug þar sem snjall­síma­væð­ing í heim­inum og gervi­greind hefur gjör­breytt neyslu­mynstri fólks og lifn­að­ar­hátt­um.

Frá því Steve Jobs heit­inn, frum­kvöð­ull­inn sem stýrði App­le, kynnti iPhone snjall­sím­ann til sög­unn­ar, 9. jan­úar 2007, hefur ekki bara mikið vatn runnið til sjáv­ar, þegar kemur að tækni og hug­bún­aði, heldur er líf fólks gjör­breytt frá því sem áður var. Nýr risa­vax­inn iðn­aður hug­bún­að­ar­gerðar fyrir snjall­síma hefur orðið til sem samt er aðeins topp­ur­inn á ísjak­an­um.

Nú, rúm­lega tíu árum síð­ar, stendur heim­ur­inn frammi fyrir breyt­ingum sem áður voru teikn­aðar upp í vís­inda­skáld­sög­um. Sjálfa­kandi bílar, heim­send­ingar með drón­um, fjar­stýrð skip. Mögu­leik­arnir virð­ast enda­lausir og eng­inn ætti lengur að efast um að vís­inda­skáld­skapur for­tíð­ar­innar er orð­inn að veru­leika dags­ins í dag.Í hringa­miðj­unni

Einn þeirra sem er staddur í hringa­miðju þess­arar þró­unar á heims­vísu, í ljósi for­ystu­hlut­verks Nor­egs, er Reynir Jóhann­es­son. Hann starfar sem aðstoð­ar­ráð­herra sam­göngu­mála Nor­egs, en sam­göngu­ráð­herra í rík­is­stjórn er Ketil Sol­vik-Ol­­sen. Reynir hefur meðal ann­ars á sinni könnu upp­bygg­ingu á fjar­skipta­málum lands­ins. Í þessum verk­efnum eru áhrifin ekki bundin við Noreg heldur í reynd heim­inn alla. „Nor­egur hefur ein­sett sér það að verða heims­meist­ari í lögum og reglu­gerð­um. Ekki fjölda þeirra, heldur virkni þeirra,“ segir Reyn­ir. „Við höfum ekki Síli­kon-dal­inn og það mikla fjár­magn sem fylgir hon­um. Og við höfum ekki stærð­ina held­ur. En ég tel að við getum verið best í að móta lög og leik­regl­ur, og orðið heims­meist­arar í því. Ekki út frá fjölda laga og reglna, heldur virkni og mark­mið­u­m,“ segir Reyn­ir, og bros­ir.

Auglýsing

Hann hefur und­an­farna daga fundað með íslenskum stjórn­völd­um, meðal ann­ars full­trúum í sam­göngu­ráðu­neyt­inu, Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra, þing­mönnum og for­ystu­fólki Sam­taka iðn­að­ar­ins. „Það sem við erum að vinna að núna er að búa til lagaum­gjörð og reglu­verk fyrir 5G væð­ing­una (5G Inter­net of Things), og þau miklu áhrif sem henni fylg­ir. Þar eru öll Norð­ur­löndin undir og einnig Eystra­salts­lönd­in. Ég vil að Ísland verði hluti af þessu. Þó Nor­egur og Ísland séu ekki að öllu leyti sam­bæri­leg þá eru þetta báðar litlar þjóðir sem eru á mik­il­vægu „heitu“ svæði í heim­in­um. Við erum háð alþjóð­væð­ingu og alþjóða­væddum heimi við­skipta, og það eru öfl um þessar mund­ir, meðal ann­ars í Banda­ríkj­unum og Bret­landi, sem eru að vinna gegn þessu. Ég er ekki hrif­inn af því og tel að þetta svæði sem við til­heyrum hafi mikið fram að færa, og það sé þess virði fyrir Noreg og Ísland, sem standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins, að berj­ast fyrir alþjóða­væð­ing­unn­i,“ segir Reyn­ir. 

Reynir á góðri stundu.

Reynir var í við­tali við Kjarn­ann fyrir rúmu ári, 2. apríl 2016, og fékkst þá inn­sýni inn í þá stöðu sem hann gegnir í norska stjórn­kerf­inu. „Ég er í raun með sama vald og ráð­herr­ann sjálf­ur [...] Nema ég mæti ekki til kóngs­ins á föst­u­­dög­um, ég tala ekki fyrir þingið og mæti ekki á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi. En ég get verið í for­svari fyrir öll önnur mál sem eru afgreidd í ráðu­­neyt­inu og und­ir­­skrift mín jafn­­­gildir und­ir­­skrift ráð­herra,“ sagði Reynir þá. 

Á und­an­förnu ári hefur starfið haldið áfram og nú þegar kjör­tíma­bil­inu fer að ljúka þá eru mörg stór verk­efni búin að þok­ast vel áfram. Kosið verður í sept­em­ber en Reynir seg­ist ekki hugsa mikið um það. „Ég er með mín mark­mið og ég ætla mér að ná þeim. Það er stundum sagt í Nor­egi að það sé hægt að kreista tann­kremið úr túp­unni en það er ekki hægt að setja það inn í hana aft­ur. Ég hugsa þetta svip­að. Ég hef mik­inn áhuga á tækni- og fjar­skipta­mál­unum og tel mikil tæki­færi fel­ast í auknu sam­starfi á Norð­ur­lönd­un­um, bæði meðal stjórn­valda og fyr­ir­tækja á svæð­inu. Þar eru lög og reglur lyk­il­at­riði, þegar kemur að upp­bygg­ingu á næst­unni. Þetta á meðal ann­ars við reglu­verk um sjálfa­kandi bif­reið­ar, dróna­flug og ýmis atriði sem tengjast, beint og óbeint, 5G net­væð­ing­unni og auk­inni hrað­virkni og tækni­legri getu til að gera hluti sem ekki hefur verið hægt að gera áður. Það er mikilvægt að þetta sé leitt fram hratt og að allir átti sig á hags­mun­unum og mögu­leik­un­um. Ef það tekst að tryggja öryggi, til dæmis varð­andi per­sónu­frelsi og skil­virkni, þá er mik­ill sigur unn­inn. Mín draum­sýn er að Norð­ur­löndin og Eystra­salts­löndin séu með sam­eig­in­legt reglu­verk og að það verði aðlað­andi að starfa á þessu svæði vegna þessa.“

Hinn 25. apríl verður ráð­stefna í Osló, höf­uð­borg Nor­egs, þar sem tækni­legar áskor­anir á norð­ur­slóðum verða í brennid­epli, en ráð­herrar þess­ara mála í Finn­landi, Sví­þjóð og Nor­egi hafa þegar stillt saman strengi í þessum efn­um, og að sögn Reyn­is, er lagt upp með að auka sam­vinnu enn meira.Nú hefur verið tölu­vert rætt um að gervi­greind muni leiða til þess að störf hverfi og að vinna muni breyt­ast mikið vegna henn­ar, á næstu miss­er­um. Hvernig horfir staðan við þér?

„Ég er sann­færður um að það verði til ný störf og nýir mögu­leik­ar, með auk­inni tækn­i­notkun og hag­ræð­ingu. Það fylgja því áskor­anir að laga menntun fólks að breyttum veru­leika, en ný spenn­andi störf verða til. Fyrir 20 árum var erfitt að sjá fyrir snjall­sím­ann og þá mögu­leika sem við búum við í dag með hon­um. Hann hefur breytt miklu, eytt störfum en skapað nýja mögu­leika. Lyk­ill­inn að góðum árangri felst ekki síst í vönd­uðum og góðum lögum og regl­u­m,“ segir Reyn­ir.

Efna­hags­legt stór­veldi

Þó Nor­egur sé lítið land og fámennt, í alþjóð­legum sam­an­burði, þá er það efna­hags­legt stór­veldi. Í land­inu búa ríf­lega fimm millj­ónir en hvergi í heim­inum er lands­fram­leiðsla jafn mik­il, í hlut­falli við íbúa­fjölda, og í Nor­egi, sé horft til vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja.

Í Nor­egi er stærsta sam­fé­lag Íslend­inga utan Íslands en um ára­mótin voru um 9.500 Íslend­ingar búsettir í land­inu. Olíu­sjóður lands­ins er að ríf­lega 95 pró­sent leyti geymdur í erlendri mynt, einkum í verð­bréf­um. Í dag er sjóð­ur­inn kom­inn yfir 900 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 100 þús­und millj­örðum króna. Það jafn­gildir tæp­lega 20 millj­ónum króna á hvern Norð­mann.

Þrátt fyrir að sjóð­ur­inn sé ekki nýttur inn­an­lands, nema að litlu leyti, þá gefur hann norska hag­kerf­inu stórt og mikið heil­brigð­is­vott­orð. Það er til marks um umfang sjóðs­ins að hann á um 1 pró­sent allra skráðra hluta­bréfa í heim­in­um, um þessar mund­ir, og er meðal stærstu hlut­hafa í öllum helstu tækni­fyr­ir­tækjum heims­ins, eins og Microsoft, Face­book, Google og fleiri fyr­ir­tækj­um.

Metn­að­ar­full áform

Eitt af því sem nú stendur til að gera í Nor­egi, og er á borði Reynis meðal ann­ars, eru inn­viða­fjár­fest­ingar í sam­göngu­málum sem eru gríð­ar­legar að umfangi. Á næstu árum verður ráð­ist í fjár­fest­ingar sem nema 1064 millj­örðum norskra króna, eða sem nemur um 15 þús­und millj­örðum íslenskra króna. Með þessum fjár­fest­ingum munu Norð­menn styrkja sam­göngu­kerf­ið, til sjós og lands.Meðal þess sem stefnt er að eru skipa­göng, þar sem skip munu geta stytt sér leiðir í gegnum göng í fjöll­um. Mikil fram­þróun er í skipa­iðn­aði í Nor­egi og eru meðal ann­ars hafnar til­raunir með fjar­stýrð skip og fleiri tækninýj­ungar sem munu geta gjör­bylt skipa­iðn­aði. Norsk stjórn­völd horfa til þess að þessar stór­felldu inn­viða­fjár­fest­ingar muni styðja enn betur við þær miklu tækni­fram­farir sem eru að verða í heim­in­um. „Ég hef mik­inn áhuga á þessum tækni­málum og tel að stjórn­völd, í Nor­egi og nágranna­ríkj­um, geti lagt grunn­inn að miklum tæki­færum fyrir frum­kvöðla með góðar hug­mynd­ir,“ segir Reyn­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiViðtal
None