Fræðast um sögu Íslands og samfélag, sagnaarf og menningu

Eliza Reid forsetafrú stendur nú fyrir söfnun fyrir þátttökustyrk sem ætlaður er þeim sem vilja sækja Iceland Writers Retreat-búðirnar á Íslandi heim. Þetta er í fimmta sinn sem slík söfnun fer fram.

Styrkþegar IWR árið 2018
Styrkþegar IWR árið 2018
Auglýsing

Í ritlistarbúðunum Iceland Writers Retreat nýtur fólk, sem vill bæta sig í hvers kyns skrifum, leiðsagnar víðfrægra rithöfunda í þeim efnum og sækir jafnframt menningartengdar ferðir þar sem fjallað er um bókmenntir Íslendinga og menningararf. Sérstakur þátttökustyrkur er ætlaður þeim sem vilja sækja IWR-búðirnar en eiga erfitt eða ómögulegt að standa straum af kostnaði við það.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

Allt frá byrjun hefur fólk hvaðanæva að úr heiminum sótt IWR-búðirnar. Okkur langaði aftur á móti til þess að gera snjöllum rithöfundum og öðrum, sem vildu gjarnan sækja þær en hafa ekki efni á því, kleift að láta þann draum rætast. Verkefnið kallast „Alumni Award“ á ensku því að fyrrverandi þátttakendur fjármagna það að mestu, auk annarra velunnara IWR. Mér finnst það einmitt gefa vel til kynna að þeir, sem hafa sótt viðburðinn, kunna að meta hann og vilja leyfa fleirum að njóta sömu reynslu.

Auglýsing

Segðu okkur frá þema verkefnisins

Við erum núna að afla fjár fyrir þessa styrki í fimmta sinn. Frá árinu 2016 höfum við getað veitt tíu fulla þátttökustyrki og sex sem vega á móti hluta kostnaðar (ekki flugferðir og gistingu). Þeir, sem hafa notið þessara styrkja, eru frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Indlandi, Kenía, Nígeríu, Suður-Afríku og Súdan. Frásagnir þeirra af dvölinni í IWR-búðunum má lesa hér.

Eliza Reid og Erica Green, stofnendur IWR Mynd: Aðsend

Styrkþegar verða að sýna og sanna að þeim sé ókleift að greiða þátttökugjöld og annað kostnað úr eigin vasa. Þess er ekki krafist að umsækjendur sinni ritstörfum að atvinnu en til þess er að ætlast að þeir unni skrifum og vilji eflast á þeim vettvangi.

Tvennt ræður mestu um það hverjir fá styrk. Annars vegar er litið til þess hvað í styrkþeganum býr og hvaða kosti má þegar sjá á sviði skrifa og ritlistar. Hins vegar er horft til fjárhagsstöðu.


Eitthvað sérstakt sem þú vilt að komi fram um þitt verkefni?

Okkur finnst mjög ánægjulegt að geta veitt þeim styrki sem þurfa greinilega á þeim að halda. Öllum er heimilt að sækja um og margir eru um hituna; eitt árið bárust okkur 750 umsóknir. Styrkþegarnir þjálfast í skrifum og njóta góðs af kynnum við leiðbeinendur og aðra þátttakendur. Þeir fræðast auk þess um sögu Íslands og samfélag, sagnaarf og menningu, og segja gjarnan frá dvöl sinni hér (sjá t.d. þessa lofgjörð um íslenskar bókmenntir í Hindu Business Online). Fátt þykir mér skemmtilegra við IWR en þetta, að geta stutt þá til þátttöku sem eiga það svo sannarlega skilið.

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk