Nýju tækin og tólin sem Apple mun kynna á morgun

iPhone 11 er á leiðinni. Það er Apple Watch 5 líka. Og líklega alls kyns sjónvarpsgræjur til að virka með sjónvarpsþjónustunni Apple TV+ sem fer í sölu í haust. Allt þetta, og miklu meira til, verður kynnt á árlegum september-viðburði Apple á morgun.

Búist er við því að iPhone 11 verði svona.
Búist er við því að iPhone 11 verði svona.
Auglýsing

Á morg­un, þriðju­dag, heldur Apple sinn árlega sept­em­ber-við­burð þar sem nýir símar og önnur snjall­tæki verða kynnt. Við­burð­ur­inn fer fram í Steve Jobs Thea­ter og hefst kl. 17. Hægt verður að fylgj­ast með við­burð­inum í straumi á apple.com og helstu tækni­blogg verða einnig með beina texta­lýs­ing­u. 

Nýir símar

iPhone 11 (eða mögu­lega 11R, Fer eftir orðrómi) mun leysa iPhone XR af hólmi. Sá sími var vin­sælastur af þeim símum sem Apple kynnti fyrir ári og því mik­il­vægt að arf­tak­inn sé vel heppn­að­ur. Hugs­unin með iPhone 11 nafn­inu er þá að þetta sé iPho­ne-inn, sá sími sem hentar flestum og flestir kaupa.  Hönnun verður sú sama og á XR og skjár­inn 6.1 tommur eins og for­ver­inn. 

XR er með eina mynda­vél á bak­hlið­inni en þær verða tvær í nýja sím­an­um, eins og í X / XS útgáf­un­um. Nýja mynda­véla­kerfið mun bjóða upp á aðdrátt eins og í XS og XS Max. Annað sem er lík­legt er öfl­ugri örgjörvi, meira minni og nýir lit­ir. 

Arf­takar iPhone XS / XS Max eru iPhone 11 Pro og 11 Pro Max, ef eitt­hvað er að marka orðið á tækni­göt­unni. Eins og með iPhone 11 þá helst hönn­unin nán­ast óbreytt fyrir utan mun stærri mynda­véla bungu sem er nú með þremur mynda­vél­um. Skiptar skoð­anir eru um það hvað fæst með nýja mynda­vél­inni, mögu­lega betri aðdrátt­ur, bætt Portrait Mode eða meiri gæði við léleg birtu­skil­yrði. Þá er talið að upp­lausnin verði auk­in. Face ID verður end­ur­bætt og mun virka þegar sím­inn er á hlið eins og í iPad Pro.

Apple Watch 5

Síð­ustu ár hefur Apple notað sept­em­ber-við­burð­inn til að kynna upp­færð snjallúr og er því lík­legt að Apple Watch 5 verði kynnt. Síð­asta úr var end­ur­hannað frá grunni og því er nær öruggt að Apple Watch 5 verður hóg­vær upp­færsla með áherslu á inn­vols­ið. Meira minni, öfl­ugri örgjörvi og betri raf­hlöðu­end­ing.

Auglýsing
Orðrómur er um að Apple ætli að bæta við svefn­mæl­ingum en óvíst er hvort það verði hug­bún­að­ar­upp­færsla eða nýir nem­ar. Talið er að tvær nýjar efn­is­teg­undir verði í boði, umfram ál og ryð­frítt stál, ker­amik og titanium málm­ur. Þau úr verða að öllum lík­indum tals­vert dýr­ari en grunn ál-­út­gáf­an. Ólík­legt er að þessar útgáfur verði í boði á Íslandi því hingað til hefur dýr­ari týpan, sú úr ryð­fríu stáli ein­göngu verið í boði með inn­byggði 4G og þær útgáfur eru ekki seldar á Íslandi.

Apple TV og þjón­ustur

Apple TV var síð­ast upp­fært fyrir tveimur árum. Apple kynnti svo sjón­varps­þjón­ust­una Apple TV+ í mars á þessu ári og er áætlað að hún fari í sölu í haust. Það er því lík­legt að nýjar sjón­varps­græjur verði kynntar sam­hliða því að TV+ fari í loft­ið.

Stóra spurn­ingin er í raun hvort Apple noti sept­em­ber-við­burð­inn til að kynna Apple TV eða kynni það í októ­ber á sér­við­burði. Sama gildir um Apple Arcade leikja­þjón­ust­una. Leikir úr þjón­ust­unni virka á öllum iOS tækjum og því gæti við­burð­ur­inn á morgun hentað vel til að setja þjón­ust­una í loft­ið. 

Apple Tag

Síð­ustu mán­uði hafa fund­ist vís­bend­ingar í kóða frá Apple um að fyr­ir­tækið ætli sér að kynna nýtt þráð­laust stað­setn­ing­ar­tæki, sam­bæri­legt við Tile sem hægt er að festa á hluti eins og hjól, töskur, lykla­kippur o.s.frv. Slík tæki virka þannig að þitt tæki talar við tæki ann­arra yfir blu­etooth og þau senda upp­lýs­ingar um stað­setn­ingu týnda tæk­is­ins yfir net­ið.

Það hefur hamlað útbreiðslu slíkra tækja að ef það eru engin önnur tæki í nágrenn­inu þá finnur þú ekki þitt tæki. Í ljósi vin­sælda iPhone og ann­arra Apple tækja þá ætti þeirra Tag net að vera mun þétt­ara og útbreidd­ara en hjá sam­keppn­is­að­il­um. Ekk­ert er þó vitað hvort og hvenær Apple mun kynna sitt Tag.  

Allt hitt

Aðrar vörur sem orðrómur er um að séu á leið­inni í sölu eru upp­færð grunn­týpa af iPad sem fær stærri skjá, 10.2 tommur í stað 9.7 tomma. Einnig er gert ráð fyrir því að kynnt verði end­ur­hönnuð Mac­book Pro tölva með 16 tommu skjá og nýju lykla­borði. Að lokum er er talið að Apple HomePod fái aðeins meiri TLC, fái ann­að­hvort við­bótar vörur á borð við HomePod mini eða verði jafn­vel end­ur­hann­að­ur. 

Þó er lík­leg­ast að Apple noti sviðið á morgun ein­göngu fyrir iPhone og Apple Watch og stýri­kerfið iOS13 og allar þessar ann­að“ vörur fái sér kynn­ingu í októ­ber. Kjarn­inn mun fylgj­ast vel með við­burð­inum á morgun og færa fréttir af því mark­verð­asta. Tækni­varpið á föstu­dag­inn fer svo vel yfir við­burð­inn. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk