Frá kvöldvöku til karnivals

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Kvöldvöku með Jóni Gnarr.

kvöldvaka með Jóni Gnarr
Auglýsing

Borg­ar­leik­húsið í sam­vinnu við Jón Gnarr: Kvöld­vaka með Jóni Gnarr

Á svið­inu: Jón Gnarr

Kvöld­vaka er sér­ís­lensk sam­koma sem á rætur í bænda­sam­fé­lag­inu og leið undir lok þegar sam­fé­lags­skipan hér á landi breytt­ist, hið hefð­bundna bænda­sam­fé­lag leið undir lok, fólk flutt­ist á möl­ina og önnur teg­und afþrey­ingar sem heyrði til hinu vax­andi borg­ar­sam­fé­lagi ruddi kvöld­vök­unni til hliðar – hljóð­varp, kvik­mynda­sýn­ing­ar, leik­sýn­ingar og aðrir mann­fagn­að­ir, og loks sjón­varpið – en bæði í upp­hafi og þróun hljóð­varps og eins í upp­hafi og þró­unar sjón­varps­ins má greina leifar af kvöld­vöku­menn­ing­unni. Þessi hinstu merki kvöld­vök­unnar eru þó óðum að hverfa.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Íslenskrar nútíma­máls­orða­bók­ar, sem finna má á net­inu, hefur hug­takið kvöld­vaka tvær merk­ing­ar: ann­ars vegar er það notað um sam­veru fólks um kvöld í bað­stofu þar sem lesið var upp­hátt og unnin handa­vinna, hins vegar er það haft um skemmtun að kvöld­lagi, oft í skóla eða félagi.

Auglýsing
Þessar skil­grein­ingar hljóta að telj­ast ívið tak­mark­að­ar; á net­inu má þó einnig finna skil­grein­ingu Öldu Sig­munds­dóttur á ensku, þar sem hún greinir erlendum ferða­löngum frá fyr­ir­bær­inu kvöld­vaka; þar leggur hún áherslu á sagna­arf­inn eins og hann birt­ist í frá­sögum sögu­manns, ekki upp­les­ara, heldur flytj­anda, sem gerir sög­una lif­andi með flutn­ingi sínum og frá­sagn­ar­stíl. Slíkir sögu­menn voru einatt aufúsu­gestir á bæjum og gátu jafn­vel orðið mat­vinn­ungar með því að skemmta fólki með því að fara með þjóð­sögur af huldu­fólki, tröll­um, draugum og úti­leg­u­mönnum eða lífga við ein­hverja af Íslend­inga­sög­unum eða ein­fald­lega segja sögur af skemmti­legu fólki úr sam­tím­an­um, stundum því til háð­ungar og smán­ar, en áheyr­endum ávallt til skemmt­un­ar.

Þar með erum við farin að nálg­ast lýs­ingu á þeirri kvöld­vöku sem Jón Gnarr býður upp á í Borg­ar­leik­hús­inu, nánar til­tekið á Litla Svið­inu, sem hefur verið smekk­lega aðlagað að við­burð­in­um: ljós­brúnt bak­tjald afmarkar sviðið en þar má finna dök­kapp­el­sínugulan hæg­inda­stól, sjálf­sagt frá sjötta ára­tugnum og frá svip­uðu tíma­skeiði er mik­ill rad­íó­grammó­fónn sem trónir fyrir bak­sviði miðju; lengst til hægri er svo hátt borð á einum fæti, ekk­ert ósvipað því sem stjórn­endur mál­þinga styðj­ast við í ráð­stefnu­söl­um; það borð er með hvítum hekluðum dúki. Öll er þessi leik­mynd í anda Jóns Gnarrs ef svo má að orði kom­ast, og svo er hún heldur ekki notuð í sýn­ing­unni, nema á ein­fætta borð­inu er vatns­glas sem Jón sýpur á af og til og svo gler­krús með nokkrum bréf­miðum sem koma að notum í seinni hluta sýn­ing­ar­inn­ar. Á gólf­inu er motta sem gæti verið pers­nesk en hún hefur skil­greint hlut­verk: að sjá til þess að Jón Gnarr haldi sig á mott­unni! Í bók­staf­legri merk­ingu!

Hlut­verk leik­mynd­ar­innar virð­ist að öðru leyti frekar vera að minna á þann tíma þegar kvöld­vakan var end­an­lega að líða undir lok sem sam­fé­lags­fyr­ir­bæri, rétt upp úr seinna stríði.

Jón Gnarr byrjar á að útskýra konsept sýn­ing­ar­innar og veður þar úr einu í annað í við­stöðu­lausum orða­flaumi – það er ekki ofmælt að hann láti dæl­una ganga, vaði á súð­um, láti móðan mása, tali linnu­laust og láti flest flakka. En þessi fyrri hluti sýn­ing­ar­innar er í raun­inni upp­hit­un; uppi­stand­ar­inn er að búa í hag­inn fyrir sögu­mann­inn. Uppi­stand­ar­inn færir sér fim­lega í nyt að hann er faðir og fjöl­skyldu­mað­ur, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri og frægur skemmti­kraftur sem hefur í kringum sig vænan vina­hóp. Og uppi­stand­ar­inn gerir að því er virð­ist allt sem í hans valdi stendur til að ófrægja sjálfan sig: hann játar blygð­un­ar­laust að hann hafi hina mestu skemmtun af því að koma öðrum í vand­ræði, hann við­ur­kennir án þess að skamm­ast sín að hann ljúgi mark­visst og með­vitað að börnum sínum og kinn­roða­laust kveðst hann ýta undir sögu­burð um vini sína.

Auglýsing
Játningar af þessu tagi eru óborg­an­lega fyndn­ar. Ætli það hafi ekki hent flest okkar að koma okkur sjálfum eða jafn­vel vinum okkar í vand­ræði. Ætli við þekkjum það ekki að slúðra svona pínu­lítið um vini okkar og vinnu­fé­laga og hefur það ekki komið fyrir að við berum eins og eina litla, hvíta lygi í börnin okk­ar? Mjög senni­lega. En Jón Gnarr toppar okkur öll. Þetta eru ekki ein­staka til­vilj­ana­kennd atvik í hans lífi, þetta er hans lífs­stíll! Jón Gnarr er yfir­drif­inn og gróteskur í atferli sínu og í ofaná­lag er hann greindur með þroska­skerð­ingu sem barn, athygl­is­brest með ofvirkni og les­blindu auk þess að vera nær­sýnn í meira lagi. Allar frá­sagnir hans af hrekkjum gegn vin­um, lygum að börnum sínum og rugli þegar kemur að sam­skiptum við eig­in­konu sína og bara venju­legu skipu­lagi dag­legrar venju eru svo ýkt­ar, ofsa­fengnar og yfir­drifnar – en frá­sögnin svo ein­læg og hrein­skiln­is­lega fram borin að maður freist­ast til að trúa hverju orði eins og nýju neti.

Sam­tímis því sem Jón Gnarr heldur okkur hug­föngnum með kostu­legum og bráð­fyndnum frá­sögnum af hrekkjum sínum dregur hann upp mark­vissa mynd af lít­il­magn­an­um, þeim sem ekki lauk prófi (nema meira­prófi!) og mætir atburðum í umhverfi sínu af hrekk­leysi og sak­leysi sem oftar en ekki kemur honum sjálfum í alls konar óvið­jafn­an­leg vand­ræði. Þessi sagna­að­ferð er hvort tveggja í senn, sér­stök og sympat­ísk – hann dregur upp mynd af sjálfum sér sem und­er­dog, sjón­ar­horn hans er ávallt sjón­ar­horn lít­il­magn­ans, ekki í lík­am­legum skiln­ingi, heldur félags­leg­um, hann er lít­il­magn­inn sem kann ekki til fulls á umhverfi sitt og um leið og hann kemur fram af full­komnum kvik­ind­is­skap við sína nánustu, leikur umhverfið hann við­líka grátt.

Jón Gnarr spilar á sitt eigið óör­yggi, sem óhjá­kvæmi­lega vekur hlátur og um leið og hann finnur fyrir þessum jákvæðu við­brögðum áhorf­enda fær­ist hann í auk­ana og þá koma þau kostu­legu augna­blik þegar hann sjálfur flissar með – er það vegna þess að hann verður grip­inn af sinni eigin frá­sögn eða er það vegna þess að hann verður raun­veru­lega upp­tendr­aður af því að hafa tek­ist að koma okkur til að hlæja? Svarið við því er leynd­ar­mál sagna­meist­ar­ans Jóns Gnarrs – hann leyfir því að lifa fram yfir hlé og yfir í seinni hluta sýn­ing­ar­inn­ar.

Eftir hlé hefst hin eig­in­lega sögu­st­und. Nú mega nokkrir áhorf­endur draga miða úr gler­krús og vísar hver miði til sinnar sögu. Ég er ekki grun­laus um að Jón Gnarr stjórni því betur en sýn­ist hvaða sögur verða fyrir val­inu, því tæp­lega trúi ég því að alger til­viljun hafi ráðið vali sagna, til þess var sýn­ingin öll og einkum seinni hlut­inn of mark­visst byggður – þótt það verði að segj­ast svo alls rétt­lætis sé gætt, að sýn­ingin öll ber á sér yfir­bragð þess að vera leikin af fingrum fram, án ann­ars drif­krafts en mál­gleði og frá­sagn­ar­gleði Jóns. En þótt hann geti vissu­lega tekið ýmsa útúr­dúra og sýn­ingin þar með orðið lengri eða styttri eftir atvik­um, er ramm­inn býsna skýr og þannig skor­inn að úr verður þokka­lega heil­steypt sýn­ing.

Auglýsing
En ég leyfi mér að spyrja – og hér er komið að minni einu aðfinnslu á sýn­ing­unni – hvort ekki hefði verið hægt að magna áhrif sýn­ing­ar­innar með því að fara um efnið drama­t­úrgískum höndum og efla sam­hengið milli hinna ein­stöku sagna. Þær eiga það sam­eig­in­legt að vera gróteskar og ýkju­kennd­ar, en gætu þó vel verið sannar – eins og Jón sjálfur full­yrðir ein­læg­lega oft í upp­hafi sýn­ing­ar­inn­ar. Svo er eins og finna megi rauðan þráð á milli þeirra sem mætti draga betur fram og skerpa þannig upp­lifun áhorf­enda af sýn­ing­unni allri. Sög­urnar – af  sam­bandi Jóns við neyslu­sam­fé­lagið eins og það birt­ist í Costco og Bland, nöktu kon­unni í leigu­bílnum og eig­in­manni henn­ar, „sam­skipt­um“ Bens Still­ers og Jóns, þá borg­ar­stjóra, og síð­ast en ekki síst sagan af því þegar Jón og Jóka, kona hans, fóru með dreng­ina sína tvo á drag­sjó í stærsta drag­klúbbi New York­borgar og þar með heims­ins til að sjá vin þeirra Kenny koma fram sem dragdrottn­ingu – setja Jón sjálfan í ákveðið hlut­verk, hann gerir sjálfan sig að hinum klass­íska „und­er­dog“, og hann stig­magn­ast í þessu hlut­verki „und­er­dogs­ins” allt þar til kemur að loka­sög­unni, af heim­sókn­inni á drag­sjóið í New York – sú saga endar á karní­val­ískri frá­sögn þar sem Jón er argur ger (svo vísað sé til Íslend­inga­sagna –hér er nefni­lega ekki brugðið frá sígildri sagna­hefð!!!), nið­ur­lægð­ur, ber­aður og pynt­að­ur, dreg­inn niður á hinn klass­íska sam­fé­lags­lega botn, rændur kyn­vit­und, heiðri og sæmd. Allt undir ein­lægum fögn­uði og skelli­hlátrum áhorf­enda!

Þetta er óborg­an­legur stíg­andi og marg­vís­leg þemu gægj­ast fram á ferða­lag­inu úr heimi hinnar félags­lega öruggu kvöld­vöku, þar sem hin félags­legu hlut­verk voru nið­ur­njörvuð og eilíf, yfir í æðis­geng­inn heim kynusla­klúbbs­ins þar sem eng­inn er öruggur og eng­inn fær að vera sá sem hann vill vera. Þetta er ferða­lag í frá­sögnum sem fellur vel að kvöld­vöku­heit­inu og sem mætti jafn­vel kalla hina nýju Íslend­inga sögu. Það varð ekki annað fundið en áhorf­endur gerðu sig vel heima­komna á þessu ferða­lagi og höfðu af því óspart og ósvikið gam­an.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk