104 manns sagt upp í hópuppsögnum hjá Landsbanka, Nóatúni og Keiluhöllinni

folk.jpg
Auglýsing

Alls var 104 manns sagt upp í hóp­upp­sögnum í jan­ú­ar. Fólk­inu var sagt upp hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki, stór­mark­aði og fyr­ir­tæki sem rak íþrótta­mann­virki. Þetta kemur fram á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Þetta eru mun fleiri en var sagt upp í hóp­upp­sögnum í des­em­ber 2014. Þá var 50 starfs­mönnum fisk­vinnslu sagt upp störf­um. Á öllu árinu 2014 var 231 sagt upp í hóp­upp­sögnum hjá alls tíu fyr­ir­tækj­um. Flestir þeirra unnu í fisk­vinnslu, eða 81, en 50 unnu í fjár­mála- og trygg­inga­þjón­ustu.

Því var sá fjöldi sem sagt var upp í hóp­upp­sögnum í jan­úar 2015 45 pró­sent þess fjölda sem var sagt upp í slíkum allt árið 2014.

Auglýsing

43 þeirra 104 sem sagt var upp í jan­úar voru starfs­menn Lands­bank­ans.

37 misstu vinn­una hjá Kaupási vegna lok­unar Nóa­túns í JL-­hús­inu og breyt­inga á öðrum versl­unum úr Nóa­túns-versl­unum í Krón­una. Jón Björns­son, for­stjóri Kaupáss, stað­festi þetta við Kjarn­ann. Hann segir að af þessum 37 starfs­mönnum hafi fjórir verið í fullu starfi.

Þá var 28 manns sagt upp vegna lok­unar Keilu­hall­ar­innar í Öskju­hlíð, en stöðu­gildi voru 12. Sam­kvæmt Rún­ari Fjeld­sted fram­kvæmda­stjóra keilu­hall­ar­innar stendur til að ráða sem flesta þess­ara starfs­manna hjá Keilu­höll­inni í Egils­höll.

Sam­kvæmt þessum upp­lýs­ingum misstu því 108 ein­stak­lingar vinn­una í þessum þremur hóp­upp­sögn­um, en stöðu­gildin eru tals­vert færri.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None