20 prósent lækkun kostaði 240 milljarða - svara ekki spurningum

bjarni-ben-vef.jpg
Auglýsing

Lækkun verð­tryggðra skulda heim­il­anna um 20 pró­sent hefði kostað 240 millj­arða króna, og skuld­irnar hefði farið úr 1.204 millj­örðum í 964 millj­arða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við spurn­ingum Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, um hina svonnefndu leið­rétt­ing­ar­að­gerð stjórn­valda.

Spurn­ingum sem Katrín beindi til ráð­herra um það hvernig aðgerðin gagn­ast til­teknum hópum er ekki svar­að, en Bjarni boðar að svör muni liggja fyrir um það í skýrslu sem hann hyggst leggja fyrir Alþingi. Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna leið­rétt­ing­ar­innar svo­nefndu er um 80 millj­arðar króna, sam­kvæmt því sem fram kemur í grein­ar­gerð með fjár­lögum árs­ins 2015 og hefur verið kynnt af hálfu stjórn­valda.

Spurn­ingar Katrín­ar, og svör ráð­herra við þeim, fylgja hér á eftir en svörin voru birt í gær­kvöldi á vef Alþing­is. Fyrstu þremur spurn­ingum var ekki svar­að, en þau munu koma fram í skýrslu ráð­herra, eins og áður seg­ir.

Auglýsing

Spurn­ingar Katrínar og svör Bjarna:

 4.     Hve mikið hafa verð­tryggð lán hækkað frá árinu 2007?

    ­Vísi­tala neyslu­verðs til verð­trygg­ingar stóð í 279,9 stigum í des­em­ber 2007. Í jan­úar 2015 stóð hún í 421 stigi. Hún hefur því hækkað um 50,4% á þessu sjö ára tíma­bili. Höf­uð­stóll verð­tryggðra lána hefur því hækkað sem þessu nemur á umræddu tíma­bili.

Verð­tryggð lán heim­ila námu 1.204 millj­örðum kr. í nóv­em­ber 2014 og höfðu hækkað um 403 millj­arða kr. frá árs­lokum 2007. Verð­tryggðar skuldir hafa lækkað með afborg­un­um, upp­greiðslum og lækk­unum skulda frá árs­lokum 2007 en þá voru þær 1.199 millj­arðar kr. Verð­tryggðar skuldir heim­ila hafa því lækkað mikið að raun­virði á tíma­bil­inu. Hér er um að ræða heildar verð­tryggðar skuldir heim­ila aðrar en náms­lán.

 1. Hve mikið hefði 20% skulda­nið­ur­færsla lækkað verð­tryggð fast­eigna­veð­lán heim­il­anna?

      ­Gert er ráð fyrir að spurt sé um lán heim­ila eins og þau stóðu í nóv­em­ber 2014 óháð þeim skil­yrðum og for­sendum sem ákveðin voru við höf­uð­stólslækkun skulda heim­ila sem nú er til fram­kvæmda.

  Ef ákveðið hefði verið að lækka skuldir heim­ila um 20% óháð lán­töku­tíma eða öðrum þáttum þá hefðu skuldir heim­ila lækkað um 240 millj­arða kr. eða úr 1.204 millj­örðum kr. í 964 millj­arða kr. ef miðað er við heild­ar­upp­hæð verð­tryggðra skulda heim­ila í nóv­em­ber 2014. Hér er gert ráð fyrir að ný lán lækki til jafns við eldri lán.

 2. Hve mikið hefði 250 millj­arða kr. skulda­nið­ur­færsla lækkað verð­tryggð fast­eigna­lán heim­il­anna?

      ­Gert er ráð fyrir að spurt sé um lán heim­ila eins og þau stóðu í nóv­em­ber 2014 óháð þeim skil­yrðum og for­sendum sem ákveðin voru við höf­uð­stólslækkun skulda heim­ila sem nú er til fram­kvæmda.

  Ef ákveðið hefði verið að lækka verð­tryggðar skuldir heim­ila um 250 millj­arða kr. óháð lán­töku­tíma eða öðrum þáttum þá hefðu þær lækkað úr 1.204 millj­örðum kr. í 954 millj­arða kr. eða um rúm 20%. Hér er gert ráð fyrir að ný lán lækki til jafns við eldri lán.

 3. Hver væri upp­hæð leið­rétt­ingar ef hún mið­að­ist við að verð­tryggð hús­næð­is­lán væru færð niður um fjár­hæð sem sam­svarar verð­bótum umfram 4,8% sem féllu til á tíma­bil­inu des­em­ber 2007 til ágúst 2010?

      ­Á­ætlað er að kostn­aður við að færa niður lán sem nemur verð­bólgu umfram 4,8% á tíma­bil­inu 2008–2009 sé um 89 millj­arðar kr. Spurn­ingin nær einnig til áranna 2007 og 2010 en mán­að­ar­verð­bólga var undir verð­bólgu­við­miði á tíma­bil­inu og því koma þau ár ekki til álita við útreikn­ing­inn, sjá nánar grein­ar­gerð með lögum nr. 35/2014. Hér er ekki tekið til­lit til fjár­magns­kostn­aðar en hann er mjög háður þeirri fjár­magns­skipan sem við­höfð hefði ver­ið.

 4. Hver væri upp­hæð leið­rétt­ingar ef hún mið­að­ist við að verð­tryggð hús­næð­is­lán væru færð niður um fjár­hæð sem sam­svarar verð­bótum umfram 2,5% sem féllu til á tíma­bil­inu des­em­ber 2007 til ágúst 2010?

      Eftir því sem næst verður kom­ist hefði lækkun verð­bólgu­við­miðs úr 4,8%, sbr. 7. tölul. fyr­ir­spurn­ar­inn­ar, í 2,5% á árunum 2008 og 2009, kostað um 27,6 millj­arða kr. auka­lega eða sam­tals um 116,6 millj­arða kr. án fjár­magns­kostn­að­ar. Hér er ekki tekið til­lit til þess að þegar við­mið­un­ar­pró­sentan lækkar fjölgar þeim umsækj­endum sem rétt ættu á nið­ur­færslu. Því gæti verið um nokk­urt van­mat á kostn­aði að ræða.

  Því miður er ekki unnt að reikna né áætla kostn­að­inn fyrir árin 2007 og 2010 þar sem gagna­skila­kerfi það sem sett var upp vegna höf­uð­stólslækk­unar hús­næð­is­lána nær ekki til þeirra tíma­bila. Að upp­færa kerfið til að veita svar við þessum tölu­lið fyr­ir­spurn­ar­innar að fullu útheimtir slíkan kostnað og tíma fyrir rík­is­sjóð og þær 88 fjár­mála­stofn­anir sem hlut eiga að máli að slíkt þykir ekki for­svar­an­legt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None