20 prósent lækkun kostaði 240 milljarða - svara ekki spurningum

bjarni-ben-vef.jpg
Auglýsing

Lækkun verð­tryggðra skulda heim­il­anna um 20 pró­sent hefði kostað 240 millj­arða króna, og skuld­irnar hefði farið úr 1.204 millj­örðum í 964 millj­arða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við spurn­ingum Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna, um hina svonnefndu leið­rétt­ing­ar­að­gerð stjórn­valda.

Spurn­ingum sem Katrín beindi til ráð­herra um það hvernig aðgerðin gagn­ast til­teknum hópum er ekki svar­að, en Bjarni boðar að svör muni liggja fyrir um það í skýrslu sem hann hyggst leggja fyrir Alþingi. Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna leið­rétt­ing­ar­innar svo­nefndu er um 80 millj­arðar króna, sam­kvæmt því sem fram kemur í grein­ar­gerð með fjár­lögum árs­ins 2015 og hefur verið kynnt af hálfu stjórn­valda.

Spurn­ingar Katrín­ar, og svör ráð­herra við þeim, fylgja hér á eftir en svörin voru birt í gær­kvöldi á vef Alþing­is. Fyrstu þremur spurn­ingum var ekki svar­að, en þau munu koma fram í skýrslu ráð­herra, eins og áður seg­ir.

Auglýsing

Spurn­ingar Katrínar og svör Bjarna:

 4.     Hve mikið hafa verð­tryggð lán hækkað frá árinu 2007?

    ­Vísi­tala neyslu­verðs til verð­trygg­ingar stóð í 279,9 stigum í des­em­ber 2007. Í jan­úar 2015 stóð hún í 421 stigi. Hún hefur því hækkað um 50,4% á þessu sjö ára tíma­bili. Höf­uð­stóll verð­tryggðra lána hefur því hækkað sem þessu nemur á umræddu tíma­bili.

Verð­tryggð lán heim­ila námu 1.204 millj­örðum kr. í nóv­em­ber 2014 og höfðu hækkað um 403 millj­arða kr. frá árs­lokum 2007. Verð­tryggðar skuldir hafa lækkað með afborg­un­um, upp­greiðslum og lækk­unum skulda frá árs­lokum 2007 en þá voru þær 1.199 millj­arðar kr. Verð­tryggðar skuldir heim­ila hafa því lækkað mikið að raun­virði á tíma­bil­inu. Hér er um að ræða heildar verð­tryggðar skuldir heim­ila aðrar en náms­lán.

 1. Hve mikið hefði 20% skulda­nið­ur­færsla lækkað verð­tryggð fast­eigna­veð­lán heim­il­anna?

      ­Gert er ráð fyrir að spurt sé um lán heim­ila eins og þau stóðu í nóv­em­ber 2014 óháð þeim skil­yrðum og for­sendum sem ákveðin voru við höf­uð­stólslækkun skulda heim­ila sem nú er til fram­kvæmda.

  Ef ákveðið hefði verið að lækka skuldir heim­ila um 20% óháð lán­töku­tíma eða öðrum þáttum þá hefðu skuldir heim­ila lækkað um 240 millj­arða kr. eða úr 1.204 millj­örðum kr. í 964 millj­arða kr. ef miðað er við heild­ar­upp­hæð verð­tryggðra skulda heim­ila í nóv­em­ber 2014. Hér er gert ráð fyrir að ný lán lækki til jafns við eldri lán.

 2. Hve mikið hefði 250 millj­arða kr. skulda­nið­ur­færsla lækkað verð­tryggð fast­eigna­lán heim­il­anna?

      ­Gert er ráð fyrir að spurt sé um lán heim­ila eins og þau stóðu í nóv­em­ber 2014 óháð þeim skil­yrðum og for­sendum sem ákveðin voru við höf­uð­stólslækkun skulda heim­ila sem nú er til fram­kvæmda.

  Ef ákveðið hefði verið að lækka verð­tryggðar skuldir heim­ila um 250 millj­arða kr. óháð lán­töku­tíma eða öðrum þáttum þá hefðu þær lækkað úr 1.204 millj­örðum kr. í 954 millj­arða kr. eða um rúm 20%. Hér er gert ráð fyrir að ný lán lækki til jafns við eldri lán.

 3. Hver væri upp­hæð leið­rétt­ingar ef hún mið­að­ist við að verð­tryggð hús­næð­is­lán væru færð niður um fjár­hæð sem sam­svarar verð­bótum umfram 4,8% sem féllu til á tíma­bil­inu des­em­ber 2007 til ágúst 2010?

      ­Á­ætlað er að kostn­aður við að færa niður lán sem nemur verð­bólgu umfram 4,8% á tíma­bil­inu 2008–2009 sé um 89 millj­arðar kr. Spurn­ingin nær einnig til áranna 2007 og 2010 en mán­að­ar­verð­bólga var undir verð­bólgu­við­miði á tíma­bil­inu og því koma þau ár ekki til álita við útreikn­ing­inn, sjá nánar grein­ar­gerð með lögum nr. 35/2014. Hér er ekki tekið til­lit til fjár­magns­kostn­aðar en hann er mjög háður þeirri fjár­magns­skipan sem við­höfð hefði ver­ið.

 4. Hver væri upp­hæð leið­rétt­ingar ef hún mið­að­ist við að verð­tryggð hús­næð­is­lán væru færð niður um fjár­hæð sem sam­svarar verð­bótum umfram 2,5% sem féllu til á tíma­bil­inu des­em­ber 2007 til ágúst 2010?

      Eftir því sem næst verður kom­ist hefði lækkun verð­bólgu­við­miðs úr 4,8%, sbr. 7. tölul. fyr­ir­spurn­ar­inn­ar, í 2,5% á árunum 2008 og 2009, kostað um 27,6 millj­arða kr. auka­lega eða sam­tals um 116,6 millj­arða kr. án fjár­magns­kostn­að­ar. Hér er ekki tekið til­lit til þess að þegar við­mið­un­ar­pró­sentan lækkar fjölgar þeim umsækj­endum sem rétt ættu á nið­ur­færslu. Því gæti verið um nokk­urt van­mat á kostn­aði að ræða.

  Því miður er ekki unnt að reikna né áætla kostn­að­inn fyrir árin 2007 og 2010 þar sem gagna­skila­kerfi það sem sett var upp vegna höf­uð­stólslækk­unar hús­næð­is­lána nær ekki til þeirra tíma­bila. Að upp­færa kerfið til að veita svar við þessum tölu­lið fyr­ir­spurn­ar­innar að fullu útheimtir slíkan kostnað og tíma fyrir rík­is­sjóð og þær 88 fjár­mála­stofn­anir sem hlut eiga að máli að slíkt þykir ekki for­svar­an­legt.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None