Verðbólgudraugurinn hleður batteríin

Verðbólga hefur haldist lág undanfarin tvö ár í sögulegum samanburði. Hún hefur haldist fyrir neðan 2,5 prósent markmið, en nú eru blikur á lofti.

7DM_0067_raw_0814.JPG
Auglýsing

Verð­bólga mælist nú 1,8 pró­sent og hefur verið undir 2,5 pró­sent lög­bundnu verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands í meira en átján mán­uði. Svo langt tíma­bil undir mark­miði þekk­ist varla í hag­sög­unni í seinni tíð. 

Stöð­ug­leiki og alþjóða­mark­aðir

En hvers vegna hefur verð­bólga verið svona lág, sé miðað við stöðu mála hér á landi? Fjár­magns­höftin eru lyk­il­at­riði hvað þessa stöðu varð­ar, þar sem þau hafa gert Seðla­bank­anum það kleift að koma á stöð­ug­leika í geng­is­mál­um, og stýra þannig hag­kerf­inu með áhrifa­meiri hætti en ella væri hægt. Þetta hefur í reynd skipt sköp­um, sam­hliða sífellt meira gjald­eyr­is­inn­streymi, meðal ann­ars vegna vaxtar í ferða­þjón­ust­unn­i. Þá hefur hrá­vöru­verð einnig sett mikið strik í reikn­ing­inn, en verð á olíu hefur lækkað um ríf­lega 60 pró­sent á síð­ustu fjórtán mán­uð­um. Verðið á hrá­olíu var um tíma í fyrra 110 Banda­ríkja­dalir á tunnu en það hefur sveifl­ast í kringum 45 Banda­ríkja­dali að und­an­förnu. Þetta hefur leitt til verð­lækk­unar á ýmsum öðrum vörum, enda olía grund­vall­ar­for­senda í marg­vís­legum rekstri og fram­leiðslu. Þetta hjálpar til við að halda verð­bólg­unni í skefj­um.

Ekki búist við óstöð­ugu­leika á geng­inu

Ekki er búist við því að þau skref sem stigin verða á næst­unni, þegar kemur að losun fjár­magns­hafta, muni valda óstöð­ug­leika á gjald­eyr­is­mark­aði, að því er fram kom í máli Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra, þegar hann kynnti sam­komu­lag við kröfu­hafa hinna föllnu banka og greiðslur slita­búa með svoköll­uðu stöð­ug­leika­fram­lagi, til að liðka fyrir gerð nauða­samn­inga til að gera und­an­þágu frá fjár­magns­höftum mögu­lega. Sam­tals munu slita­búin greiða 379 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag, en seðla­bank­inn metur stöðu mála þannig að fjár­mál­stöð­ug­leika sé ekki ógnað með veit­ingu und­an­þágu. Heildar umfang stöð­ug­leika­fram­lag, að öllu með­töldu, er talið nema tæp­lega 500 millj­örðum króna. Ljóst er að skulda­staða rík­is­sjóðs mun batna stór­lega og miklum þrýst­ingi á gengi krón­unnar verður aflétt með þess­ari aðgerð, og öðrum aðgerðum sem eru hluti af heild­ar­á­ætlun um losun fjár­magns­hafta.

Auglýsing

Launa­þróun gæti vakið draug­inn

Í yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands, frá vaxta­á­kvörð­un­ar­degi 30. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, kemur fram að verð­lags­þróun á alþjóða­mörk­uð­um, og styrk­ing krón­unn­ar, hafi hægt á vaxta­hækk­un­um. Í grunn­inn hafi kjara­samn­ing­ar, sem hafa falið í sér 20 til 30 pró­sent launa­hækk­anir á næstu þremur árum, ýtt undir það að verð­bólga muni aukast mikið og vextir hækka sömu­leið­is. Ekki sé inni­stæða fyrir svo miklum og hröðum hækk­unum launa. „Verð­bólgu­horfur til lengri tíma litið hafa því ekki breyst umtals­vert þótt nær­horfur séu betri. Nið­ur­staða kjara­samn­inga og til­tölu­lega háar verð­bólgu­vænt­ingar benda eftir sem áður til þess að verð­bólga muni aukast á næstu miss­er­um. Á móti kemur lækkun alþjóð­legs vöru­verðs og tæp­lega 4% hækkun á gengi krón­unnar frá síð­ustu vaxta­á­kvörðun þrátt fyrir mik­il gjald­eyr­is­kaup Seðla­bank­ans [...] Auk­ist verð­bólga í fram­haldi af kjara­samn­ingum svipað og spár benda til mun pen­inga­stefnu­nefnd­in þurfa að hækka vexti frekar eigi verð­bólgu­mark­miðið að nást til lengri tíma lit­ið. Hve mikið og hve hratt ræðst af fram­vind­unni og því hvernig greið­ist úr þeirri óvissu sem nú er til stað­ar. Sterk­ari króna og alþjóð­leg verð­lags­þró­un hefur gefið svig­rúm til að hækka vexti aðeins hægar en áður var talið ­nauð­syn­legt en breytir ekki þörf fyrir aukið aðhald á næstu miss­erum,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

7DM_0049_raw_0806.JPG

Verður gengið hægt um gleð­innar dyr?

Hag­stjórnin verður krefj­andi á næstu miss­erum, þrátt fyrir að það verði að telj­ast mik­ill léttir fyrir hag­kerfið ef tekst að losa um fjár­magns­höft og stór­bæta skulda­stöðu rík­is­sjóðs, sam­hliða því að vandi vegna slita­búa föllnu bank­anna og aflandskróna verður leyst­ur. Á innan við þremur mán­uðum hefur verið leyst end­an­lega úr stórum málum sem glím hefur verið við frá hruni. Ices­a­ve-­málið er úr sög­unni, skuldir við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn hafa verið greiddar upp og nú hefur lausn náðst í greiðslu­jafn­að­ar­vanda sem snéri að slita­bú­un­um, eins og áður seg­ir. Óhætt er að segja, að allt séu þetta jákvæðar fréttir sem miklu breyta til góðs.

Bjarni Bene­dikts­sonar líkti þessum tíma­mótum við það, að sól­ar­geisla væri nú hleypt inn í hag­kerf­ið. Um margt virð­ast það orð að sönnu, en hætt­urnar eru þó fyrir hendi, einkum og sér í lagi þegar kemur að verð­bólgu­þrýst­ingi inn­an­lands. 

Þrýst­ingur til hækk­unar verð­bólgu er tölu­verður vegna launa­hækk­ana, og má nefna hækkun á opin­berri þjón­ustu sveit­ar­fé­laga sér­stak­lega sem þátt sem fólk gæti fundið fyrir á næstu miss­er­um. Launa­kostn­aður er stór hluti af rekstr­ar­kostn­aði sveit­ar­fé­laga, og því munu mörg sveit­ar­fé­lög þurfa að bregð­ast við með gjald­skrár­hækk­unum og aukn­ingu tekna, til þess að ná endum sam­an. Svig­rúm er ekki mikið til ann­ars.

Alþjóð­leg þróun gæti auk þess stuðlað að hækkun verð­bólg­unn­ar, og er nær­tæk­ast að nefna olí­una í þeim efn­um. Ef hún fer að hækka aft­ur, þá gæti það skilað sér fljótt í hærra olíu­verði á Íslandi og einnig í hærra verði á öðrum inn­fluttum vörum, í ljósi þess hve mikil áhrif olíu­verðið hefur á und­ir­liggj­andi kostnað í ýmsum geir­um. Ef að olíu­verð hækkar um tíu pró­sent, svo dæmi sé tek­ið, þá gæti það komið á versta tíma fyrir aðstæður hér á landi þegar inn­lendur kostn­aður er að hækka hratt. Sam­spil inn­lendrar og erlendrar þró­unar gæti skapað tölu­vert krefj­andi aðstæður á næst­unni, eins og Seðla­bank­inn hefur raunar bent á. En það er ekk­ert nýtt fyrir íslenska hag­kerf­ið, sem þekkir þá stöðu vel, þegar verð­bólgu­draug­ur­inn er byrj­aður að hlaða batt­er­í­in. Hins vegar er vandi að spá fyrir um hvernig verð­bólgu­aukn­ingin kemur fram, og hvenær.

 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None