Verðbólgudraugurinn hleður batteríin

Verðbólga hefur haldist lág undanfarin tvö ár í sögulegum samanburði. Hún hefur haldist fyrir neðan 2,5 prósent markmið, en nú eru blikur á lofti.

7DM_0067_raw_0814.JPG
Auglýsing

Verð­bólga mælist nú 1,8 pró­sent og hefur verið undir 2,5 pró­sent lög­bundnu verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands í meira en átján mán­uði. Svo langt tíma­bil undir mark­miði þekk­ist varla í hag­sög­unni í seinni tíð. 

Stöð­ug­leiki og alþjóða­mark­aðir

En hvers vegna hefur verð­bólga verið svona lág, sé miðað við stöðu mála hér á landi? Fjár­magns­höftin eru lyk­il­at­riði hvað þessa stöðu varð­ar, þar sem þau hafa gert Seðla­bank­anum það kleift að koma á stöð­ug­leika í geng­is­mál­um, og stýra þannig hag­kerf­inu með áhrifa­meiri hætti en ella væri hægt. Þetta hefur í reynd skipt sköp­um, sam­hliða sífellt meira gjald­eyr­is­inn­streymi, meðal ann­ars vegna vaxtar í ferða­þjón­ust­unn­i. Þá hefur hrá­vöru­verð einnig sett mikið strik í reikn­ing­inn, en verð á olíu hefur lækkað um ríf­lega 60 pró­sent á síð­ustu fjórtán mán­uð­um. Verðið á hrá­olíu var um tíma í fyrra 110 Banda­ríkja­dalir á tunnu en það hefur sveifl­ast í kringum 45 Banda­ríkja­dali að und­an­förnu. Þetta hefur leitt til verð­lækk­unar á ýmsum öðrum vörum, enda olía grund­vall­ar­for­senda í marg­vís­legum rekstri og fram­leiðslu. Þetta hjálpar til við að halda verð­bólg­unni í skefj­um.

Ekki búist við óstöð­ugu­leika á geng­inu

Ekki er búist við því að þau skref sem stigin verða á næst­unni, þegar kemur að losun fjár­magns­hafta, muni valda óstöð­ug­leika á gjald­eyr­is­mark­aði, að því er fram kom í máli Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra, þegar hann kynnti sam­komu­lag við kröfu­hafa hinna föllnu banka og greiðslur slita­búa með svoköll­uðu stöð­ug­leika­fram­lagi, til að liðka fyrir gerð nauða­samn­inga til að gera und­an­þágu frá fjár­magns­höftum mögu­lega. Sam­tals munu slita­búin greiða 379 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag, en seðla­bank­inn metur stöðu mála þannig að fjár­mál­stöð­ug­leika sé ekki ógnað með veit­ingu und­an­þágu. Heildar umfang stöð­ug­leika­fram­lag, að öllu með­töldu, er talið nema tæp­lega 500 millj­örðum króna. Ljóst er að skulda­staða rík­is­sjóðs mun batna stór­lega og miklum þrýst­ingi á gengi krón­unnar verður aflétt með þess­ari aðgerð, og öðrum aðgerðum sem eru hluti af heild­ar­á­ætlun um losun fjár­magns­hafta.

Auglýsing

Launa­þróun gæti vakið draug­inn

Í yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands, frá vaxta­á­kvörð­un­ar­degi 30. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, kemur fram að verð­lags­þróun á alþjóða­mörk­uð­um, og styrk­ing krón­unn­ar, hafi hægt á vaxta­hækk­un­um. Í grunn­inn hafi kjara­samn­ing­ar, sem hafa falið í sér 20 til 30 pró­sent launa­hækk­anir á næstu þremur árum, ýtt undir það að verð­bólga muni aukast mikið og vextir hækka sömu­leið­is. Ekki sé inni­stæða fyrir svo miklum og hröðum hækk­unum launa. „Verð­bólgu­horfur til lengri tíma litið hafa því ekki breyst umtals­vert þótt nær­horfur séu betri. Nið­ur­staða kjara­samn­inga og til­tölu­lega háar verð­bólgu­vænt­ingar benda eftir sem áður til þess að verð­bólga muni aukast á næstu miss­er­um. Á móti kemur lækkun alþjóð­legs vöru­verðs og tæp­lega 4% hækkun á gengi krón­unnar frá síð­ustu vaxta­á­kvörðun þrátt fyrir mik­il gjald­eyr­is­kaup Seðla­bank­ans [...] Auk­ist verð­bólga í fram­haldi af kjara­samn­ingum svipað og spár benda til mun pen­inga­stefnu­nefnd­in þurfa að hækka vexti frekar eigi verð­bólgu­mark­miðið að nást til lengri tíma lit­ið. Hve mikið og hve hratt ræðst af fram­vind­unni og því hvernig greið­ist úr þeirri óvissu sem nú er til stað­ar. Sterk­ari króna og alþjóð­leg verð­lags­þró­un hefur gefið svig­rúm til að hækka vexti aðeins hægar en áður var talið ­nauð­syn­legt en breytir ekki þörf fyrir aukið aðhald á næstu miss­erum,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

7DM_0049_raw_0806.JPG

Verður gengið hægt um gleð­innar dyr?

Hag­stjórnin verður krefj­andi á næstu miss­erum, þrátt fyrir að það verði að telj­ast mik­ill léttir fyrir hag­kerfið ef tekst að losa um fjár­magns­höft og stór­bæta skulda­stöðu rík­is­sjóðs, sam­hliða því að vandi vegna slita­búa föllnu bank­anna og aflandskróna verður leyst­ur. Á innan við þremur mán­uðum hefur verið leyst end­an­lega úr stórum málum sem glím hefur verið við frá hruni. Ices­a­ve-­málið er úr sög­unni, skuldir við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn hafa verið greiddar upp og nú hefur lausn náðst í greiðslu­jafn­að­ar­vanda sem snéri að slita­bú­un­um, eins og áður seg­ir. Óhætt er að segja, að allt séu þetta jákvæðar fréttir sem miklu breyta til góðs.

Bjarni Bene­dikts­sonar líkti þessum tíma­mótum við það, að sól­ar­geisla væri nú hleypt inn í hag­kerf­ið. Um margt virð­ast það orð að sönnu, en hætt­urnar eru þó fyrir hendi, einkum og sér í lagi þegar kemur að verð­bólgu­þrýst­ingi inn­an­lands. 

Þrýst­ingur til hækk­unar verð­bólgu er tölu­verður vegna launa­hækk­ana, og má nefna hækkun á opin­berri þjón­ustu sveit­ar­fé­laga sér­stak­lega sem þátt sem fólk gæti fundið fyrir á næstu miss­er­um. Launa­kostn­aður er stór hluti af rekstr­ar­kostn­aði sveit­ar­fé­laga, og því munu mörg sveit­ar­fé­lög þurfa að bregð­ast við með gjald­skrár­hækk­unum og aukn­ingu tekna, til þess að ná endum sam­an. Svig­rúm er ekki mikið til ann­ars.

Alþjóð­leg þróun gæti auk þess stuðlað að hækkun verð­bólg­unn­ar, og er nær­tæk­ast að nefna olí­una í þeim efn­um. Ef hún fer að hækka aft­ur, þá gæti það skilað sér fljótt í hærra olíu­verði á Íslandi og einnig í hærra verði á öðrum inn­fluttum vörum, í ljósi þess hve mikil áhrif olíu­verðið hefur á und­ir­liggj­andi kostnað í ýmsum geir­um. Ef að olíu­verð hækkar um tíu pró­sent, svo dæmi sé tek­ið, þá gæti það komið á versta tíma fyrir aðstæður hér á landi þegar inn­lendur kostn­aður er að hækka hratt. Sam­spil inn­lendrar og erlendrar þró­unar gæti skapað tölu­vert krefj­andi aðstæður á næst­unni, eins og Seðla­bank­inn hefur raunar bent á. En það er ekk­ert nýtt fyrir íslenska hag­kerf­ið, sem þekkir þá stöðu vel, þegar verð­bólgu­draug­ur­inn er byrj­aður að hlaða batt­er­í­in. Hins vegar er vandi að spá fyrir um hvernig verð­bólgu­aukn­ingin kemur fram, og hvenær.

 

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None