Guðlaugur Þór segir tölvupósta sanna að fjárlaganefnd hafi verið blekkt - Stjórnarformaður RÚV hættur

Guðlaugur þór
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og vara­for­maður fjár­laga­nefnd­ar, segir að tölvu­póstar milli Ingva Hrafns Ósk­ars­son­ar, frá­far­andi for­manns stjórnar RÚV, og starfs­manns fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem Morg­un­blaðið hefur undir höndum, sýni að stjórn­end­ur RÚV hafi veitt fjár­laga­nefnd rangar upp­lýs­ing­ar. Blaðið hefur þetta eft­ir ­Guð­laugi Þór í dag. 

Guð­laugur Þór og Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, hafa áður haldið því fram að for­svars­menn RÚV hafi vís­vit­andi blekkt fjár­laga­nefnd með því að gefa þeim rangar upp­lýs­ingar um stöðu félags­ins. Útvarps­stjóri hafn­aði þeim ásök­unum alfarið í síð­ustu viku.

Stjórn­ar­for­maður hætt­ir fjórum dögum eftir skýrslu

Ingvi Hrafn, sem sat í stjórn­inni sem full­trú­i ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði óvænt af sér sem for­maður stjórnar RÚV í gær­kvöld­i ­með til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands. Í til­kynn­ing­unni gaf hann þá skýr­ing­u að framundan væru umfangs­mikil verk­efni viðað móta fram­tíð félags­ins. „Við þær aðstæður tel ég ­nauð­syn­legt að for­maður stjórnar Rík­is­út­varps­ins eigi þess kost að sinna hin­um brýnu við­fangs­efnum af kost­gæfni. Vegna mik­illa og vax­andi anna í starfi mín­u ­sem lög­maður sé ég mér því miður ekki fært að verja áfram nauð­syn­legum tíma og orku í störf fyrir hönd Rík­is­út­varps­ins sam­hliða lög­manns­stör­f­un­um. Á þessum ­tíma­mótum tel ég því skyn­sam­legt að annar taki við verk­efn­inu og fylgi því úr hlað­i.“

Auglýsing

Ing­vi Hrafn þakk­aði Magn­úsi Geir Þórð­ar­syni, útvars­stjóra, sér­stak­lega fyrir einkar ­gott sam­starf og Ill­uga Gunn­ars­syni, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra fyr­ir­ þann „ein­dregna stuðn­ing“ sem stjórn og stjórn­endur RÚV hafi not­ið.

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.

Ing­vi Hrafn og Magnús Geir hafa verið mjög sam­taka í varð­stöðu sinni um rekstur RÚV und­an­farið eitt og hálft ár. Afsögn Ingva Hrafns kemur fjórum dögum eftir að ­um­deild skýrsla um RÚV var gerð opin­ber.

Í skýrslu nefnd­ar­inn­ar, sem Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra skip­aði til að greina þróun á starf­semi RÚV  og kom út í síð­ustu viku var rekstur fyr­ir­tæk­is­ins harð­lega gagn­rýnd­ur. Þar sagði meðal ann­ars að rekstur RÚV hafi verið ósjálf­bær frá því að fyr­ir­tækið var gert að opin­beru hluta­fé­lagi árið 2007. Alls nemur tap umfram hagnað 813 millj­ónum króna á því tíma­bili, og er þar gert ráð fyrir þeim tekjum sem RÚV hefur af útvarps­gjaldi sem lands­mönnum er skylt að greiða. Samt sem áður gera áætl­anir RÚV, sem fyr­ir­tækið vinnur eft­ir, ráð fyrir því að það fái hærra útvarps­gjald en gert er ráð fyrir í fjár­laga­frum­varpi árs­ins, að 3,2 millj­arða króna lán vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga hverfi úr efna­hag RÚV og að sala á bygg­inga­rétti á lóð fyr­ir­tæk­is­ins gangi eft­ir. Gangi allar þessar for­sendur ekki eftir er rekstur RÚV eins og fyr­ir­tækið er rekið í dag ósjálf­bær.

For­svars­menn RÚV hafa hafnað mörgu sem fram kemur í skýrsl­unni og hafa gagn­rýnt hana harð­lega

Morg­un­blaðið birt­ir ­tölvu­póst­sam­skipti

RÚV var heitið skil­yrtu auka­fram­lagi á fjár­lögum að fjár­hæð 182 millj­ónir króna. Fram­lagið var bundið því að RÚV myndi mæta ákveðnum skil­yrðum í rekstri sín­um.

Í Morg­un­blað­inu í dag er sagt að í vor hafi full­trúar RÚV komið á fund fjár­laga­nefnd­ar og sýnt glæru­kynn­ingu. Á einni hafi staðið orð­rétt: „Fjár­mála­ráðu­neytið stað­festi í tölvu­pósti þann 26.3.2015 að RÚV hefði full­nægt skil­yrðum sem sett voru í nefnd­ar­á­liti við aðra um­ræðu fjár­laga vegna fjár­veit­ingar upp á 181,5 millj­ónir vegna árs­ins 2015.

Í Morg­un­blaðið er síðan vitnað í tölvu­pósta sem gengið höfðu á milli­ fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og Ingva Hrafns í tengslum við mál­ið. Í pósti frá Ingva Hrafns til ráðu­neyt­is­ins seg­ir: „Í fjár­lögum liggur fyrir í grein­ar­gerð skil­yrði sem lúta að fjár­veit­ingu til­ ­Rík­is­út­varps­ins ohf. og þar á meðal um til­tekna upp­lýs­inga­gjöf sem kveðið er á um að skuli eiga sér stað fyrir næstu mánaða­mót. Málin hafa hins vegar far­ið í nokkuð annan far­veg en grein­ar­gerðin mælir fyrir um. Starfs­hópur á veg­um fjár­mála­ráð­herra, for­sæt­is­ráð­herra og mennta­mála­ráð­herra hefur að und­an­förn­u farið yfir og greint fjár­hags­upp­lýs­ingar og rekstr­ar­á­ætl­anir félags­ins og ráð­staf­anir vegna fjár­hags­stöð­unnar eru til skoð­un­ar.

Með þessum tölvu­pósti óskast stað­fest af hendi fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins að ekki sé kraf­ist að Rík­is­út­varpið leggi fram sér­staka rekstr­ar­á­ætlun til­ við­bótar við þau gögn sem þegar hafa verið kynnt fram­an­greindum vinnu­hópi, og að RÚV telj­ist ekki hafa brotið gegn skil­yrðum fjár­laga með því að leggja ekki fram umrædda rekstr­ar­á­ætlun á þessu stig­i.“

Starfs­maður ráðu­neyt­is­ins svarar því til að hann geti „stað­fest að starfs­hópur á vegum ráðu­neyt­anna ­þriggja hefur mót­tekið gögn frá Rík­is­út­varp­inu ohf. í sam­ræmi við þau skil­yrð­i ­sem fjár­laga­nefnd setti í nefnd­ar­á­liti við aðra umræðu fjár­laga. Hópurinn­ hefur haft gögnin til skoð­unar og ekki er úti­lokað að hóp­ur­inn óski eft­ir við­bót­ar­gögnum áður en málið verður lagt fyrir ráð­herra­nefnd um rík­is­fjár­mál.“

Guð­laugur Þór segir svör ráðu­neyt­is­ins ekki í sam­ræmi við þær full­yrð­ingar sem for­ystu­menn RÚV báru fyrir fjár­laga­nefnd í mars og seg­ir að þær upp­lýs­ingar hafi ekki verið rétt­ar. „Það er grund­vall­ar­at­riði ef nefndin á að geta sinnt eft­ir­lits­hlut­verki að hún fái réttar upp­lýs­ing­ar. Við eigum ekki að þurfa að efast um það sem er lagt fyrir nefnd­ina“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None