Stærsta skráning ársins þegar japanska ríkið seldi eignarhluti í fjármálafyrirtæki

Shinzo-Abe.jpg
Auglýsing

Hluta­bréf í jap­anska félag­inu Japan Post Hold­ing, sem til þessa hefur verið alfarið í eigu jap­anska rík­is­ins, voru tekin til við­skipta í kaup­höll­inni í Japan í dag, og hækk­aði gengi bréf­anna um 26 pró­sent frá skrán­ing­ar­gengi. Fjár­festar sýndu þess­ari skrán­ingu mik­inn áhuga og náði jap­anska ríkið sér sam­tals í tæp­lega tólf millj­arða Banda­ríkja­dala, jafn­virði 1.700 millj­arða króna, með skrán­ingu á mark­að.

Skrán­ingin á Japan Post Hold­ing er sú stærsta frá því kín­verski vef­versl­un­ar­ris­inn Ali­baba var skráður á markað í Banda­ríkj­unum, í sept­em­ber í fyrra.

Jap­anska ríkið seldi um ell­efu pró­sent hlut í bank­anum Japan Post Bank og trygg­ing­ar­fé­lag­inu Japan Post Ins­urance, en þessi félög eru dótt­ur­fé­lög Japan Post Hold­ing. 

Auglýsing

Með þess­ari sölu og skrán­ingu, hyggj­ast japönsk stjórn­völd fjár­magna áætlun sem meðal ann­ars miðar að því ljúka end­ur­reisn­ar­starfi vegna eyði­legg­ingar sem jarð­skjálfti og flóð­bylgja í kjöl­farið skildu eftir sig árið 2011. 

Sala á eign­ar­hlutum í Japan Post Hold­ing, hófst form­lega fyrir um ára­tug, en þá voru smáir eign­ar­hlutir seldir til fag­fjár­festa. Félagið heldur meðal ann­ars um stóran hlut af hús­næð­is­lánum Jap­ans, og hefur rík­is­stjórn Shinzo Abe, for­sæt­is­ráð­herra, það á stefnu­skrá sinni að selja hluti rík­is­ins í félag­inu á næstu árum, eftir því sem aðstæður leyfa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None