Danska ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að takmarka straum hælisleitenda og flóttafólks

Lars Lökke
Auglýsing

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að fækka því flótta­fólki sem leitar til­ D­an­merk­ur. Ráð­herr­ann sagði að ástandið væri þannig að ekki yrði hjá því kom­ist að grípa til aðgerða. Ef við gerum það ekki missum við þetta allt úr bönd­un­um,” ­sagði ráð­herr­ann á fundi með frétta­mönn­um. Fyrir kosn­ing­arnar sl. sumar var það eitt að lof­orðum flokks for­sæt­is­ráð­herr­ans að draga úr straumi flótta­fólks og hæl­is­leit­enda til lands­ins. 

„Ef okkur tekst það ekki er það algjört fíaskó,” ­sagði Lars Løkke fyrir kosn­ing­ar. Á frétta­manna­fund­inum í dag upp­lýst­i ráð­herr­ann að á þessu ári hefðu komið fleiri hæl­is­leit­endur til lands­ins en allt árið í fyrra og straum­ur­inn hefði verið stríð­astur und­an­farnar vik­ur.  

Auglýsing

Til­lögur í 34 liðum

Til­lög­urnar sem kynntar voru í dag miða allar að því, eins og ráð­herr­ann sagði, að gera það minna aðlað­andi og eft­ir­sókn­ar­vert fyr­ir­ flótta­fólk og hæl­is­leit­endur að horfa til Dan­merk­ur. Ráð­herr­ann sagði að all­ir vissu að flótta­fólk velti því fyrir sér hvar best væri að bera nið­ur. „Við höfum gert vel við flótta­fólk og hæl­is­leit­end­ur, betur en margir aðrir og kannski stundum of vel” sagði ráð­herr­ann. Alls eru í til­lögum stjórn­ar­inn­ar talin upp 34 atriði sem segja má að flest miði að því að herða skil­yrðin fyr­ir­ hæl­is­um­sækj­endur og fjöl­skyldur þeirra og. Styrkir til mat­ar­kaupa verða ­lækk­að­ir,­reglur um leyfi til að fá lang­tíma­dval­ar­leyfi verða hert­ar, ­skrán­ing­ar­reglur verða strang­ari en verið hefur o.fl o.fl. 

For­sæt­is­ráð­herrann ­sagði að allt væri þetta innan þeirra alþjóð­legu reglna og samn­inga sem Dan­mörk hefði skuld­bundið sig til að fylgja. Hann sagði jafn­framt að stjórnin hefð­i á­kveðið að leyft yrði að hýsa hæl­is­leit­endur tíma­bundið í tjöld­um, sem ekki hefur verið leyfi­legt fram til þessa en jafn­framt væri unnið að því að útvega hús­næði og nefndi sér­stak­lega her­inn í því sam­band­i. 

Lars Løkke ­sagði að nýj­ustu tölur sem hann hefði undir höndum segðu að nú væru um það bil ­þrettán þús­und hæl­is­leit­endur í land­inu, þeir væru dreifðir um allt land.  Hann var á frétta­manna­fund­inum spurður hvort til stæði að koma á sér­stöku eft­ir­liti við landa­mær­in, líkt og Svíar hafa gert. L­ars Løkke sagði að slíkt væri ekki ætl­un­in en ástand­ið breyt­ist frá degi til dags og maður veit aldrei hvað morg­un­dag­ur­inn ber í skauti sér,” bætti hann við.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None