Danska ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að takmarka straum hælisleitenda og flóttafólks

Lars Lökke
Auglýsing

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að fækka því flóttafólki sem leitar til Danmerkur. Ráðherrann sagði að ástandið væri þannig að ekki yrði hjá því komist að grípa til aðgerða. Ef við gerum það ekki missum við þetta allt úr böndunum,” sagði ráðherrann á fundi með fréttamönnum. Fyrir kosningarnar sl. sumar var það eitt að loforðum flokks forsætisráðherrans að draga úr straumi flóttafólks og hælisleitenda til landsins. 

„Ef okkur tekst það ekki er það algjört fíaskó,” sagði Lars Løkke fyrir kosningar. Á fréttamannafundinum í dag upplýsti ráðherrann að á þessu ári hefðu komið fleiri hælisleitendur til landsins en allt árið í fyrra og straumurinn hefði verið stríðastur undanfarnar vikur.  

Auglýsing

Tillögur í 34 liðum

Tillögurnar sem kynntar voru í dag miða allar að því, eins og ráðherrann sagði, að gera það minna aðlaðandi og eftirsóknarvert fyrir flóttafólk og hælisleitendur að horfa til Danmerkur. Ráðherrann sagði að allir vissu að flóttafólk velti því fyrir sér hvar best væri að bera niður. „Við höfum gert vel við flóttafólk og hælisleitendur, betur en margir aðrir og kannski stundum of vel” sagði ráðherrann. Alls eru í tillögum stjórnarinnar talin upp 34 atriði sem segja má að flest miði að því að herða skilyrðin fyrir hælisumsækjendur og fjölskyldur þeirra og. Styrkir til matarkaupa verða lækkaðir,reglur um leyfi til að fá langtímadvalarleyfi verða hertar, skráningarreglur verða strangari en verið hefur o.fl o.fl. 

Forsætisráðherrann sagði að allt væri þetta innan þeirra alþjóðlegu reglna og samninga sem Danmörk hefði skuldbundið sig til að fylgja. Hann sagði jafnframt að stjórnin hefði ákveðið að leyft yrði að hýsa hælisleitendur tímabundið í tjöldum, sem ekki hefur verið leyfilegt fram til þessa en jafnframt væri unnið að því að útvega húsnæði og nefndi sérstaklega herinn í því sambandi. 

Lars Løkke sagði að nýjustu tölur sem hann hefði undir höndum segðu að nú væru um það bil þrettán þúsund hælisleitendur í landinu, þeir væru dreifðir um allt land.  Hann var á fréttamannafundinum spurður hvort til stæði að koma á sérstöku eftirliti við landamærin, líkt og Svíar hafa gert. Lars Løkke sagði að slíkt væri ekki ætlunin en ástandið breytist frá degi til dags og maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér,” bætti hann við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None