Danska ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að takmarka straum hælisleitenda og flóttafólks

Lars Lökke
Auglýsing

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að fækka því flótta­fólki sem leitar til­ D­an­merk­ur. Ráð­herr­ann sagði að ástandið væri þannig að ekki yrði hjá því kom­ist að grípa til aðgerða. Ef við gerum það ekki missum við þetta allt úr bönd­un­um,” ­sagði ráð­herr­ann á fundi með frétta­mönn­um. Fyrir kosn­ing­arnar sl. sumar var það eitt að lof­orðum flokks for­sæt­is­ráð­herr­ans að draga úr straumi flótta­fólks og hæl­is­leit­enda til lands­ins. 

„Ef okkur tekst það ekki er það algjört fíaskó,” ­sagði Lars Løkke fyrir kosn­ing­ar. Á frétta­manna­fund­inum í dag upp­lýst­i ráð­herr­ann að á þessu ári hefðu komið fleiri hæl­is­leit­endur til lands­ins en allt árið í fyrra og straum­ur­inn hefði verið stríð­astur und­an­farnar vik­ur.  

Auglýsing

Til­lögur í 34 liðum

Til­lög­urnar sem kynntar voru í dag miða allar að því, eins og ráð­herr­ann sagði, að gera það minna aðlað­andi og eft­ir­sókn­ar­vert fyr­ir­ flótta­fólk og hæl­is­leit­endur að horfa til Dan­merk­ur. Ráð­herr­ann sagði að all­ir vissu að flótta­fólk velti því fyrir sér hvar best væri að bera nið­ur. „Við höfum gert vel við flótta­fólk og hæl­is­leit­end­ur, betur en margir aðrir og kannski stundum of vel” sagði ráð­herr­ann. Alls eru í til­lögum stjórn­ar­inn­ar talin upp 34 atriði sem segja má að flest miði að því að herða skil­yrðin fyr­ir­ hæl­is­um­sækj­endur og fjöl­skyldur þeirra og. Styrkir til mat­ar­kaupa verða ­lækk­að­ir,­reglur um leyfi til að fá lang­tíma­dval­ar­leyfi verða hert­ar, ­skrán­ing­ar­reglur verða strang­ari en verið hefur o.fl o.fl. 

For­sæt­is­ráð­herrann ­sagði að allt væri þetta innan þeirra alþjóð­legu reglna og samn­inga sem Dan­mörk hefði skuld­bundið sig til að fylgja. Hann sagði jafn­framt að stjórnin hefð­i á­kveðið að leyft yrði að hýsa hæl­is­leit­endur tíma­bundið í tjöld­um, sem ekki hefur verið leyfi­legt fram til þessa en jafn­framt væri unnið að því að útvega hús­næði og nefndi sér­stak­lega her­inn í því sam­band­i. 

Lars Løkke ­sagði að nýj­ustu tölur sem hann hefði undir höndum segðu að nú væru um það bil ­þrettán þús­und hæl­is­leit­endur í land­inu, þeir væru dreifðir um allt land.  Hann var á frétta­manna­fund­inum spurður hvort til stæði að koma á sér­stöku eft­ir­liti við landa­mær­in, líkt og Svíar hafa gert. L­ars Løkke sagði að slíkt væri ekki ætl­un­in en ástand­ið breyt­ist frá degi til dags og maður veit aldrei hvað morg­un­dag­ur­inn ber í skauti sér,” bætti hann við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None