Árni Páll: Stjórnarflokkarnir gleðjast yfir svigrúmi sínu til að gera vinum sínum greiða

Árni Páll Árnason
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn bara hugsa um dag­inn í dag og „gleðj­ast yfir því svig­rúmi sem þeir nú fá til að ger­a vinum sínum greiða og búa til nýjar skamm­tíma­lausnir til að kaupa sér fylgi í næstu kosn­ing­um“. Hann segir Sjálf­stæð­is­flokk­inn vera eina flokk­inn á Íslandi sem standi í vegi fyrir breyt­ingum á stjórn­ar­skránni og að það væri „til­hlökk­un­ar­efn­i“ ­fyrir Sam­fylk­ing­ar­fólk að kom­ast aftur að stjórn lands­ins eftir næst­u ­kosn­ing­ar.  Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu Árna Páls á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar sem fram fer á Akra­nes­i í dag.

Sam­fylk­ingin mælist nú með rúm­lega átta pró­sent fylgi í skoð­ana­könn­unum.

Segir Sjálf­stæð­is­flokk­inn standa í vegi fyr­ir­ ­stjórn­ar­skrár­breyt­ingum

Auglýsing

Í ræð­unni sagði Árni Páll að stjórn­ar­meiri­hlut­i ­Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hafi viljað setja full­trúa allra flokka í nefnd til að vinna að stjórn­ar­skrár­mál­inu, eftir að ekki tókst að klára af­greiðslu þess í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar. „Við höfum tekið þátt í þeirri vinnu og full­trúar allra flokka hafa unnið af heil­indum að mik­il­vægum þáttum stjórn­ar­skrár­breyt­inga allt þetta kjör­tíma­bil, ­með það að mark­miði að þjóðin gæti greitt um þær atkvæði sam­hliða ­for­seta­kosn­ingum í vor. Val­gerður Bjarna­dóttir hefur leitt vinn­una af okkur hálf­u af ein­urð. Við höfum lagt höf­uð­á­herslu á að marg­ít­rek­aður þjóð­ar­vilji um ­þjóð­ar­eign á auð­lindum og rétt almenn­ings til að kalla mál til­ ­þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu verði við­ur­kenndur í stjórn­ar­skrá.

Sú athygl­is­verða staða er nú komin upp að allir flokk­ar hafa náð saman um þessa meg­in­þætti, nema einn neitar að loka sam­komu­lag­inu og er vís­vit­andi að tefla mál­inu í tíma­hrak. Það er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Við skulum tala um hlut­ina eins og þeir eru og skila skömminni þangað sem hún á heima.“

Árni Páll sagði að nú væru Íslend­ingar að upp­lifa ­at­burða­rás sem væri skóla­bók­ar­dæmi um af hverju stjórn­mál nútím­ans njóti ekki ­trausts. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur lofað ákvæði um þjóð­ar­eign á auð­lindum í heil tutt­ugu ár. Allir muna lof­orðin skýru um þjóð­ar­at­kvæði um aðild­ar­um­sókn­ina ­fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, sem síðar var svikið af meiri ein­urð en nokkuð ann­að ­kosn­inga­lof­orð í síð­ari tíma stjórn­mála­sögu. Íhalds­flokkur Íslands er að falla á tíma.“

Hlakkar til að taka aftur við stjórn lands­ins þrátt fyrir lítið fylgi

Í ræðu sinni sagð­ist Árni Páll með­vit­aður um að það væri erfitt að koma á flokks­stjórn­ar­fund þegar fylgi flokks­ins mælist átta pró­sent, líkt og það mæld­ist í síð­ustu könnun Frétta­blaðs­ins sem birt var í lið­inni viku. Hann ­sagði það samt sem áður vera Sam­fylk­ing­ar­fólki „til­hlökk­un­ar­efni að koma á nýjan leik að stjórn lands­ins eftir næstu kosn­ing­ar. „Við þurfum ekki að breyta Ís­landi í Singa­pore norð­urs­ins eða eitt­hvað annað gósen­land mis­skipt­ingar og ­mann­vonsku. Þvert á móti: Fólk flýr Ísland þrátt fyrir gott efna­hags­á­stand til­ að fá að búa við þau sam­fé­lags­gæði sem sós­í­alde­mókrat­ísk for­gangs­röðun hef­ur skilað í okkar næstu nágranna­lönd­um. Það þarf að setja heim­ilin í fyrsta sæti. Ef það er eitt­hvað sem við þurfum er það því „fram­sókn fyrir heim­il­in“. Fram­sókn er bara ekki að bjóða upp á hana og skilur ekk­ert í af hverju fólk er að flytja.

Fram­sókn og öðrum til upp­lýs­ing­ar, þá lýsir fólk í nágranna­lönd­un­um ­lífi sem er allt öðru vísi en dag­legt líf á Íslandi. Fólk býr þar við aðstæð­ur­ ­sem núver­andi rík­is­stjórn er stað­ráðin í að bjóða ekki upp á hér: Hærri laun en í sam­bæri­legu starfi hér og styttri vinnu­tími, hús­næð­is­lán, sem lækka þegar er ­borgað af þeimm öruggt leigu­hús­næði, hús­næð­is­lána­vextir upp á minna en 2 pró­sent án nokk­urrar verð­trygg­ing­ar, fæð­ing­ar­or­lof upp á 12-18 mán­uði, sem ­tryggir sam­vistir við börn og alvöru fjöl­skyldu­líf, heil­brigð­is­kerfið rek­ið ­fyrir skattfé og þú borgar lítið sem ekk­ert ef þú þarft þjón­ustu og lægra mat­ar­verð.

Fólk á ekki að þurfa að flytja út til að njóta þess­ara ­gæða, við getum ein­sett okkur að flytja þetta ástand inn. Það hafa aðr­ar nor­rænar þjóðir gert, undir for­ystu jafn­að­ar­manna. Það getum við gert lík­a."

Stjórn­ar­flokk­arnir vilja gera vinum sínum greiða

Árni Páll sagði rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hugsa um dag­inn í dag og gleðj­ast yfir því svig­rúmi sem þeir séu nú fá „til að gera vinum sín­um greiða og búa til nýjar skamm­tíma­lausnir til að kaupa sér fylgi í næst­u ­kosn­ing­um“. „Þeir munu koma með ein­hverja nýja til­lögu: Greiðsla til þessa hóps eða hins sem brennur svo upp í verð­bólgu, rétt eins og skulda­nið­ur­fell­ing­in ­gerði. For­sendan er samt að það tak­ist að halda land­inu lok­uðu: Þess vegna má ekki ræða nýjan gjald­mið­il. Þess vegna hefur Sig­mundur haldið allar ræð­urnar um skað­semi erlendrar fjár­fest­ingar og þess vegna eru þeir þegar búnir að senda vika­pilta sína af stað til að lýsa því hversu skelfi­legt það væri ef erlend­ir að­ilar myndu kaupa eins og einn banka. Auð­vit­að. Þá kæmi alvöru­verð­til­boð sem ­gæti hækkað verðið og komið í veg fyrir að þeir geti úthlutað bönk­unum til vina ­sinna á lág­marks­verði. Þess vegna má heldur ekki rann­saka einkavæðing­u ­bank­anna. Sam­keppni er alltaf eitt­hvað svo pirr­andi hvort sem er.“

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None