Borgarstjóri: Þýðir lítið að gera samninga ef þeir eru bara brotnir

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri, telur íslenska ríkið halda aftur af Reykja­vík­ur­borg þegar kemur að skipu­lags­málum og lofts­lags­mál­um. „Ef við fylgjum ekki þétt­ingu byggðar þétt eft­ir, þá munum við ekki ná þeim árangri sem við þurfum í [lofts­lags­mál­u­m],“ segir Dagur í sam­tali við þátt­inn Þukl í Hlað­varpi Kjarn­ans. Þétt­ing byggðar er að mati Dags helm­ingur þeirra aðgerða sem borgin getur gripið til í lofts­lags­mál­um.

Spurður hvort hann telji ríkið standa borg­inni fyrir þrifum í þessum málum svarar Dag­ur: „Já, hvað lokun þriðju braut­ar­innar snertir en að öðru leyti þá von­ast ég eftir nánu og góðu sam­starfi í lofts­lags­mál­unum því þar þurfa allir að vinna sam­an.“

Eins og Kjarn­inn sagði frá 19. nóv­em­ber þá hyggst Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra, ekki loka þriðju flug­braut­inni á Reykja­vík­ur­flug­velli og segir ákvörðun um slíka lokun ekki verða tekna án full­vissu um að lokun braut­ar­innar verði ekki tekin án full­vissu um að lokun hennar komi ekki niður á öryggi flug­vall­ar­ins.

Auglýsing

„Það sem gengið hefur verið útfrá, árum og raunar ára­tugum sam­an, er að þriðja brautin vík­i,“ segir Dag­ur. „Um þetta hafa verið gerðir samn­ingar við eina fjóra sam­göngu­ráð­herra; Sturlu Böðv­ars­son, Krist­ján Möll­er, Ögmund Jón­as­son og Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur. Það kemur svo í ljós að ríkið ætlar sér ekki að standa við samn­inga um að loka braut­inni, eða segir það alla­vega. Þannig að við erum á leið í dóms­mál til að knýja á um þetta.“

Dagur telur ýmis­legt liggja þar að veði og tekur dæmi um „prinsipp­ið“ um að það eigi að standa við samn­inga. „Það þýðir lítið fyrir okkur að gera nýjan og nýjan samn­ing ef það er aldrei staðið við það sem þegar er búið að sam­þykkja,“ segir hann. Í öðru lagi nefnir hann bygg­in­ar­verk­efnin sem þegar eru hafin við enda þriðju flug­braut­ar­inn­ar. „Bak við þetta eru stærri hlutir eins og sýnir á það hvernig hag­kvæm, góð lífs­gæða­borg þró­ast inn­á­við. Borgin þarf að standa í lapp­irnar og fylgja þeirri stefnu­mörkun fast eft­ir.“

Dagur er í ítar­legu við­tali í þætt­inum Þukl í Hlað­varpi Kjarn­ans. Hægt er að hlusta á þátt­inn hér að neð­an.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None