Ísland getur orðið grænt batterí fyrir Evrópu

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir Ísland eiga möguleika á því að aðstoða Evrópuríki við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að tengja raforkukerfi Íslands við meginlandið með sæstreng. Hörður flutti erindi í bás Norðurlandaráðs á loftslagsráðstefnunni í París á þriðjudag.

Spurður hvort Ísland geti leyst loftslagsvanda Evrópu: „Við getum svo sannarlega ekki leyst loftslagsvanda Evrópu frekar en aðrir einstaklingar en við getum haft mikil áhrif sem þjóð,“ svarar Hörður. „Það getur trúlega engin önnur þjóð haft jafn mikil áhrif. Það tengist því að við höfum auðlindir sem aðrar þjóðir hafa ekki.“

„Það er líka mikilvægt, með verkefni eins og sæstreng, þá gætu áhrifin verið að við myndum leysa af hólmi kolaorkuver í Bretlandi. Þá værum við að gera meira en að kolefnisjafna allan útblástur á Íslandi með þessu eina verkefni,“ segir Hörður.

Auglýsing

Norðurlöndin hafa átt í samstarfi með raforku í 100 ár því árið 1915 var fyrsti raforkustrengurinn lagður milli Svíþjóðar og Danmerkur. Í dag er þetta samstarf Norðurlandanna talið vera með því áhrifaríkasta í heiminum.

„Það má segja að við getum gert þetta á tvennan hátt. Annars vegar með því að styðja við endurnýjanlega orkuvinnslu í Evrópu, eins og til dæmis Norðmenn hafa gert hjá Dönum þar sem verið er að jafna það út þegar vindurinn blæs ekki og sólin skín ekki. Við gætum gert það með Bretunum og leyst það vandamálið við raforku; það er ekki hægt að geyma raforku. Á meðan vatnsorkan er fullkomið batterí. Við gætum því orðið, eins og Norðmenn hafa stundum sagt, grænt batterí og skapað mikil verðmæti þannig og stutt vel við loftslagsmálin.“

Hlusta má á samtalið við Hörð í þættinum Þukl í Hlaðvarpi Kjarnans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None