Framsóknarmenn og minna menntaðir ánægðastir með störf forseta Íslands

Ólafur Ragnar
Auglýsing

81% þeirra sem segj­ast myndu kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn eru ánægðir eða mjög ánægðir með störf Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands. Þetta kemur fram í könnun MMR um ánægju með störf for­set­ans. Fram­sókn­ar­menn eru langá­nægð­astir allra með störf for­set­ans. 

66% þeirra sem segj­ast kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn eru frekar eða mjög ánægðir með störf for­set­ans. 41% Pírata eru ánægðir með störf hans, 35% þeirra sem kjósa Bjarta fram­tíð og 25% þeirra sem myndu kjósa Vinstri græna. Minnst er ánægjan með störf Ólafs Ragn­ars meðal þeirra sem myndu kjósa Sam­fylk­ing­una ef gengið væri til kosn­inga í dag. 

Það er líka mik­ill munur á stuðn­ingi við for­set­ann eftir mennt­un­ar­stigi. Þannig eru 55% þeirra sem hafa lokið grunn­skóla­prófi ánægðir með for­set­ann og 66% þeirra sem hafa lokið starfs­námi. Ánægjan með hann er 46% hjá þeim sem hafa lokið bók­legu fram­halds­skóla­námi en 55% hjá þeim sem hafa lokið verk­legu fram­halds­skóla­námi. 41% þeirra sem hafa próf úr sér­skólum eða við háskóla­stig eru ánægðir með for­set­ann en aðeins 37% þeirra sem hafa háskóla­próf. 

Auglýsing

Kjarn­inn greindi frá könn­un­inni fyrir jól, en þá voru aðeins komnar inn grunn­töl­urnar úr könn­un­inni en ekki grein­ing MMR. 

Innan við helm­ingur Íslend­inga seg­ist ánægður með störf Ólafs Ragn­ar­s. Á þessu kjör­tíma­bili hefur ánægja með störf for­set­ans aldrei mælst lægri en nú, en einu sinni áður hefur hún mælst jafn­lít­il. 47,8% aðspurðra segj­ast ánægðir með störf for­set­ans, sem er sama hlut­fall og í jan­úar á þessu ári. Könn­un­inni lauk þann 18. des­em­ber. 25,2 pró­sent eru óánægðir með störf for­set­ans sam­kvæmt könn­un­inni og 26,9 pró­sent segj­ast hvorki ánægðir né óánægðir með störf hans. Í síð­ustu könnun á undan þess­ari, sem lauk 7. des­em­ber, sögð­ust 54,8 pró­sent vera ánægð með störf for­set­ans. 

MMR kannar reglu­lega við­horf til starfa for­set­ans. Mest hefur ánægjan með for­set­ann farið upp í 63,6 pró­sent, í febr­úar 2013, á þessu kjör­tíma­bili. Mest hefur óánægjan farið í 30,1 pró­sent á þessu kjör­tíma­bili, en það var í júlí 2013. Óánægjan var minnst skömmu áður, eða í maí síð­ast­liðn­um, 17,9 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None