Sigmundur Davíð vill endurmeta EES-samninginn og ekki taka þátt í refsiaðgerðum „blindandi“

sigmundur davíð
Auglýsing

„Við eigum ekki að taka þátt í svona aðgerðum blind­andi, en það kallar á að við end­ur­metum það hvernig við nálg­umst þennan EES-­samn­ing,“ seg­ir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra um við­skipta­þving­anir gagn­vart Rúss­landi. Hann var í við­tali á Bylgj­unni í morg­un. „Ég held að við eigum í auknum mæli að fara að leggja okkar eigið mat á hlut­ina,“ sagði hann jafn­fram­t. 

Sig­mundur Davíð sagði Ísland í raun­inni bara taka þátt í refsi­að­gerðum að nafn­inu til. „Ég held að menn hafi ekki gert ráð fyrir að við­brögð Rúss­lands myndu bitna alveg sér­stak­lega illa á því landi sem í raun lagði minnst til aðgerð­anna. Það er að mínu mati mjög ósann­gjarnt og ástæða fyrir því að við erum að reyna hvað við get­um, í ráðu­neyt­un­um, með útflytj­endum að bæta úr þessu.“ Hann sagði að gagn­að­gerðir Rússa bitni alveg sér­stak­lega illa á Íslend­ing­um. 

Auglýsing

Mikil óein­ing innan rík­is­stjórn­ar­innar

Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra hefur staðið fast á þeirri skoðun að við­skipta­þving­anir gegn Rússum verði ekki end­ur­skoð­aðar og að þeim verði fram­haldið á meðan Evr­ópu­sam­bandið beitir einnig við­skipta­þving­un­um. Núver­andi þving­anir renna út í þessum mán­uði en Gunnar Bragi hefur sagt að hann sjái ekki ástæðu til þess að breyta afstöðu Íslands. 

Á Þor­láks­messu var greint frá því í Frétta­blað­inu að bæði Sig­mundur Davíð og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra vildu fara sér hægt í yfir­lýs­ingum um fram­hald­ið, og að ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni séu ósáttir við yfir­lýs­ingar Gunn­ars Braga vegna þess að engin form­leg ákvörðun hefði verið tekin um fram­hald­ið. 

Þá hafa Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi mjög látið í sér heyra vegna máls­ins und­an­far­ið, og allir for­ystu­menn sam­tak­anna tjáð sig um málið opin­ber­lega. Gunnar Bragi hefur sagt að hann hafi aldrei fundið eins mik­inn þrýst­ing og í við­skipta­þving­ana­mál­in­u. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra sagði í gær við RÚV að hann vildi bíða með ákvörðun um fram­hald við­skipta­þving­ana þangað til skýrsla um afleið­ingar aðgerð­anna verður til­bú­in. Það væri eðli­legt að skoða afleið­ing­arnar áður en ákvörðun væri tek­in. 

Utan­rík­is­ráð­herr­ann ítrek­aði í gær við RÚV að þátt­taka Ísland í þving­unum byggi á því að alþjóða­lög og samn­ingar sem hafi verið brotnir í inn­rás Rússa á Krím­skaga. „Við byggjum okkar full­veldi og landa­mæri á því að rétt­indi séu virt og alþjóða­samn­ing­ar. Og þá spyr maður sig, hvernig verð­leggjum við slíkt? Hvernig verð­leggjum við full­veldi, ef við byggjum okkar efna­hag meðal ann­ars á samn­ingi um veiðar og að land­helgin sé virt? Er það fimm millj­arða virði, tólf eða fimmt­án? Ég velti fyrir mér hvernig setjum við verð­miða á það? Ég þekki engan stjórn­mála­mann, og fáa Íslend­inga sem eru til­búnir til að verð­leggja slíkt,“ sagði hann við RÚV. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None