Björgólfur Thor stofnar nýtt lyfjafyrirtæki í Sviss

btb.2.000.jpg
Auglýsing
Fjár­fest­inga­fé­lagið Novator, sem er stýrt af íslenska fjár­fest­inum Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, hefur stofnað nýtt sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæki sem kall­ast Xantis Pharma. Fyr­ir­tæk­ið, sem er með höf­uð­stöðvar sínar í borg­inni Zug í Sviss, er stofnað í sam­starfi við nokkra fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­endur Act­a­vis, sem Novator átti að mestu leyti árum sam­an. Frá þessu er greint í Við­skipta­Mogg­anum í dag. 

Í sam­tali við blaðið segir Björgólfur Thor að nýja fyr­ir­tækið sé að fullu fjár­magnað af Novator. "Aðkoma Novators í All­ergan, sem áður hét Act­a­vis er að líða undir lok. Þar er félagið núna áhrifa­laus fjár­festir í mjög stóru félagi. Það er ekki stefna Novators að halda áhrifa­lausum stöðum lengi, enda telja menn félagið sjálft best til þess fallið að ávaxta eigið fé.[...]Novator hefur áhuga og sér­þekk­ingu á þessum geira og byggði upp Act­a­vis frá grunni með góðum árangri þrátt fyrir skakka­föll. Félagið hefur sem fyrr áhuga á þessum mark­aði og menn telja áhuga­vert að byrja upp á nýtt."

Auglýsing

Í águst 2014 var til­kynnt að skulda­upp­gjöri Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar væri lokið og að hann hefði greitt kröfu­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­legum bönk­um, sam­tals um 1.200 millj­arða króna. Þessi upp­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann fékk að halda góðum eign­ar­hluta í Act­a­vis að því loknu. Act­a­vis gekk síðan í gegnum nokkrar sam­ein­ingar og heitir nú All­erg­an. Novator á enn hlut í því félagi en hefur selt sig niður hægt og rólega. 

Þessar vend­ingar gerðu það að verkum að í mars á síð­asta ári var Björgólfur Thor kom­inn aftur á lista For­bes yfir þá sem eiga meira en einn millj­arð dali, yfir 130 millj­arða króna, í eign­um. Fimm ár voru þá síðan að Björgólfur Thor komst síð­ast á list­ann. Björgólfur Thor var eini Íslend­ing­ur­inn á list­an­um, og reyndar eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur nokkru sinni kom­ist á hann. Eignir Björg­ólfs Thors voru metnar á um 1,3 millj­arða dala, um 170 millj­arða króna. Hann sat í 1.415 sæti á list­an­um.

Björgólfur skrif­aði bók um ferð sína aftur af brún við­skipta­lífs­ins. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um hana í des­em­ber 2014. 

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None