Björgólfur Thor stofnar nýtt lyfjafyrirtæki í Sviss

btb.2.000.jpg
Auglýsing
Fjár­fest­inga­fé­lagið Novator, sem er stýrt af íslenska fjár­fest­inum Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, hefur stofnað nýtt sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæki sem kall­ast Xantis Pharma. Fyr­ir­tæk­ið, sem er með höf­uð­stöðvar sínar í borg­inni Zug í Sviss, er stofnað í sam­starfi við nokkra fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­endur Act­a­vis, sem Novator átti að mestu leyti árum sam­an. Frá þessu er greint í Við­skipta­Mogg­anum í dag. 

Í sam­tali við blaðið segir Björgólfur Thor að nýja fyr­ir­tækið sé að fullu fjár­magnað af Novator. "Aðkoma Novators í All­ergan, sem áður hét Act­a­vis er að líða undir lok. Þar er félagið núna áhrifa­laus fjár­festir í mjög stóru félagi. Það er ekki stefna Novators að halda áhrifa­lausum stöðum lengi, enda telja menn félagið sjálft best til þess fallið að ávaxta eigið fé.[...]Novator hefur áhuga og sér­þekk­ingu á þessum geira og byggði upp Act­a­vis frá grunni með góðum árangri þrátt fyrir skakka­föll. Félagið hefur sem fyrr áhuga á þessum mark­aði og menn telja áhuga­vert að byrja upp á nýtt."

Auglýsing

Í águst 2014 var til­kynnt að skulda­upp­gjöri Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar væri lokið og að hann hefði greitt kröfu­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­legum bönk­um, sam­tals um 1.200 millj­arða króna. Þessi upp­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann fékk að halda góðum eign­ar­hluta í Act­a­vis að því loknu. Act­a­vis gekk síðan í gegnum nokkrar sam­ein­ingar og heitir nú All­erg­an. Novator á enn hlut í því félagi en hefur selt sig niður hægt og rólega. 

Þessar vend­ingar gerðu það að verkum að í mars á síð­asta ári var Björgólfur Thor kom­inn aftur á lista For­bes yfir þá sem eiga meira en einn millj­arð dali, yfir 130 millj­arða króna, í eign­um. Fimm ár voru þá síðan að Björgólfur Thor komst síð­ast á list­ann. Björgólfur Thor var eini Íslend­ing­ur­inn á list­an­um, og reyndar eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur nokkru sinni kom­ist á hann. Eignir Björg­ólfs Thors voru metnar á um 1,3 millj­arða dala, um 170 millj­arða króna. Hann sat í 1.415 sæti á list­an­um.

Björgólfur skrif­aði bók um ferð sína aftur af brún við­skipta­lífs­ins. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um hana í des­em­ber 2014. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fossinn Rjúkandi
Kalla eftir nýju umhverfismati fyrir Hvalárvirkjun
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None