Björgólfur Thor stofnar nýtt lyfjafyrirtæki í Sviss

btb.2.000.jpg
Auglýsing
Fjár­fest­inga­fé­lagið Novator, sem er stýrt af íslenska fjár­fest­inum Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, hefur stofnað nýtt sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæki sem kall­ast Xantis Pharma. Fyr­ir­tæk­ið, sem er með höf­uð­stöðvar sínar í borg­inni Zug í Sviss, er stofnað í sam­starfi við nokkra fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­endur Act­a­vis, sem Novator átti að mestu leyti árum sam­an. Frá þessu er greint í Við­skipta­Mogg­anum í dag. 

Í sam­tali við blaðið segir Björgólfur Thor að nýja fyr­ir­tækið sé að fullu fjár­magnað af Novator. "Aðkoma Novators í All­ergan, sem áður hét Act­a­vis er að líða undir lok. Þar er félagið núna áhrifa­laus fjár­festir í mjög stóru félagi. Það er ekki stefna Novators að halda áhrifa­lausum stöðum lengi, enda telja menn félagið sjálft best til þess fallið að ávaxta eigið fé.[...]Novator hefur áhuga og sér­þekk­ingu á þessum geira og byggði upp Act­a­vis frá grunni með góðum árangri þrátt fyrir skakka­föll. Félagið hefur sem fyrr áhuga á þessum mark­aði og menn telja áhuga­vert að byrja upp á nýtt."

Auglýsing

Í águst 2014 var til­kynnt að skulda­upp­gjöri Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar væri lokið og að hann hefði greitt kröfu­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­legum bönk­um, sam­tals um 1.200 millj­arða króna. Þessi upp­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann fékk að halda góðum eign­ar­hluta í Act­a­vis að því loknu. Act­a­vis gekk síðan í gegnum nokkrar sam­ein­ingar og heitir nú All­erg­an. Novator á enn hlut í því félagi en hefur selt sig niður hægt og rólega. 

Þessar vend­ingar gerðu það að verkum að í mars á síð­asta ári var Björgólfur Thor kom­inn aftur á lista For­bes yfir þá sem eiga meira en einn millj­arð dali, yfir 130 millj­arða króna, í eign­um. Fimm ár voru þá síðan að Björgólfur Thor komst síð­ast á list­ann. Björgólfur Thor var eini Íslend­ing­ur­inn á list­an­um, og reyndar eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur nokkru sinni kom­ist á hann. Eignir Björg­ólfs Thors voru metnar á um 1,3 millj­arða dala, um 170 millj­arða króna. Hann sat í 1.415 sæti á list­an­um.

Björgólfur skrif­aði bók um ferð sína aftur af brún við­skipta­lífs­ins. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um hana í des­em­ber 2014. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None