Björgólfur Thor stofnar nýtt lyfjafyrirtæki í Sviss

btb.2.000.jpg
Auglýsing
Fjár­fest­inga­fé­lagið Novator, sem er stýrt af íslenska fjár­fest­inum Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, hefur stofnað nýtt sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæki sem kall­ast Xantis Pharma. Fyr­ir­tæk­ið, sem er með höf­uð­stöðvar sínar í borg­inni Zug í Sviss, er stofnað í sam­starfi við nokkra fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­endur Act­a­vis, sem Novator átti að mestu leyti árum sam­an. Frá þessu er greint í Við­skipta­Mogg­anum í dag. 

Í sam­tali við blaðið segir Björgólfur Thor að nýja fyr­ir­tækið sé að fullu fjár­magnað af Novator. "Aðkoma Novators í All­ergan, sem áður hét Act­a­vis er að líða undir lok. Þar er félagið núna áhrifa­laus fjár­festir í mjög stóru félagi. Það er ekki stefna Novators að halda áhrifa­lausum stöðum lengi, enda telja menn félagið sjálft best til þess fallið að ávaxta eigið fé.[...]Novator hefur áhuga og sér­þekk­ingu á þessum geira og byggði upp Act­a­vis frá grunni með góðum árangri þrátt fyrir skakka­föll. Félagið hefur sem fyrr áhuga á þessum mark­aði og menn telja áhuga­vert að byrja upp á nýtt."

Auglýsing

Í águst 2014 var til­kynnt að skulda­upp­gjöri Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar væri lokið og að hann hefði greitt kröfu­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­legum bönk­um, sam­tals um 1.200 millj­arða króna. Þessi upp­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann fékk að halda góðum eign­ar­hluta í Act­a­vis að því loknu. Act­a­vis gekk síðan í gegnum nokkrar sam­ein­ingar og heitir nú All­erg­an. Novator á enn hlut í því félagi en hefur selt sig niður hægt og rólega. 

Þessar vend­ingar gerðu það að verkum að í mars á síð­asta ári var Björgólfur Thor kom­inn aftur á lista For­bes yfir þá sem eiga meira en einn millj­arð dali, yfir 130 millj­arða króna, í eign­um. Fimm ár voru þá síðan að Björgólfur Thor komst síð­ast á list­ann. Björgólfur Thor var eini Íslend­ing­ur­inn á list­an­um, og reyndar eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur nokkru sinni kom­ist á hann. Eignir Björg­ólfs Thors voru metnar á um 1,3 millj­arða dala, um 170 millj­arða króna. Hann sat í 1.415 sæti á list­an­um.

Björgólfur skrif­aði bók um ferð sína aftur af brún við­skipta­lífs­ins. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um hana í des­em­ber 2014. 

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None