Íslensk stjórnvöld hafa haldlagt fé útlendinga 26 sinnum

flugvél
Auglýsing

Á árunum 2005 til 2014 beitti emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra alls 26 sinnum heim­ild sem til staðar er í útlend­inga­lögum til að taka fjár­mun­i eða flug­miða af útlend­ingum sem sendir voru burt frá Íslandi. Um var að ræða ­lausafé eða gjald­eyri sem útlend­ingur var með í fórum sínum þegar lög­regla hafði afskipti af honum eða þegar máls­með­ferð hans hófst. Heild­ar­um­fang þess fjár er tæp­lega 2,6 millj­ónir króna. Það rann til rík­is­sjóðs. Frá þessu er ­greint í Frétta­blað­inu í dag.

Hald­lagn­ingin er gerð á grund­velli 56. grein útlend­inga­laga þar sem kveðið er á um að útlend­ingum sem vísað sé úr landi sé skylt að greiða eigin flug­far­gjöld. Í nýjum laga­drögum um end­ur­skoðuð útlend­inga­lög, sem þú eru í vinnslu, eru enn til staðar ríkar heim­ildir til að gera fjár­muni útlend­inga ­upp­tæka. 

Dönum var líkt við nas­ista

Dönsk stjórn­völd hafa verið gagn­rýnd víða um heim vegna umdeildrar inn­flytj­enda­lög­gjafar sem þau kynntu til leiks fyrir skemmstu. Á meðal þess sem lög­gjöfin heim­il­aði upp­runa­lega var að lög­regla eða toll­verð­ir taki af flótta­menn reiðufé umfram þrjú þús­und krónur danskar (tæp­lega 60 þús­und íslenskar krón­ur). Auk þess verður heim­ilt að gera upp­tæka skart­gripi sem fólk hefði með sér, meðal ann­ars gift­inga­hring­i. 

Auglýsing

Víða í fjöl­miðlum heims­ins var aðgerðum Dana líkt við aðfarir nas­ista í seinni heim­styrj­öld­inni. Í kjöl­far þeirrar reiðiöldu og gagn­rýni sem Danir sættu vegna þessa var dregið nokkuð í land. Til­kynnt var að flótta­menn gæti haldið hringum og öðrum per­sónu­legum mun­um, svo fremi sem þeir væru ekki úr hófi. Sú pen­inga­upp­hæð sem hver og einn mætti koma með til lands­ins mætti auk þess nema tíu þús­und dönskum krón­um, sem eru um 190 þús­und íslenskar krón­ur.

Fjallað var um dönsku inn­flytj­enda­lög­gjöf­ina í Kjarn­anum 24. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None