Árni Páll óviss með framhaldið og telur upp mistök flokksins

Árni Páll Árnason ætlar að taka afstöðu til þess á næstu vikum hvort hann ætli að gefa kost á sér áfram sem formaður Samfylkingar. Hann segir flokkinn hafa gert mistök í mörgum málum allt frá því hann tók sæti í ríkisstjórn árið 2007.

Árni Páll Árnason
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar, ætlar ekki að ákveða strax hvort hann gefur áfram kost á sér sem for­maður flokks­ins. Hann hefur sent flokks­fé­lögum langan póst um mál­ið. Ákveðið var að flýta lands­fundi í gær og verður hann hald­inn í júní næst­kom­andi í stað byrjun árs 2017. Í aðdrag­and­anum verður ný for­ysta kosin í alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu. Árni Páll ætlar að ákveða á næstu vikum hvort hann ætli að bjóða sig áfram fram. Hann segir Sam­fylk­ing­una hafa gert mörg mis­tök, meðal ann­ars í Evr­ópu­sam­bands­málum og Ices­a­ve. 

„Eftir umræðu und­an­far­inna vikna hefur fram­kvæmda­stjórn ákveðið að efna til lands­fundar og for­manns­kjörs í vor. Ég fagna þeirri ákvörð­un. Við vildum öll vera að tala um breyt­ing­arnar sem þarf að ger­a,“ skrifar Árni Páll í bréf­inu. „Hvernig við byggjum upp nýtt efna­hags­kerfi, til að koma í veg fyrir að sömu menn­irnir skammti sér aðstöðu og rík­is­eign­ir, eins og í Borg­un­ar­hneyksl­inu nú og ótal slíkum hneykslum áður und­an­farna ára­tugi. Við ættum að vera að tala af krafti fyrir fleiri vel laun­uðum störfum og betri vel­ferð­ar­þjón­ustu, til að halda í fólkið sem nú leitar sér að fram­tíð í öðrum lönd­um. Og við ættum að vera að tala um lausnir í hús­næð­is­mál­um. En athyglin hefur verið ann­ars staðar og því verður að breyta.“

Hann segir nauð­syn­legt að flokk­ur­inn eigi sam­tal um ýmis mál, sem hann útlist­ar, til að skapa sátt og traust. „Við eigum að gera það sjálf, en líka kalla til leiks fólk sem er hætt að starfa með okkur eða er á jaðri flokks­ins. Við þurfum að funda um allt land og allir eiga að fá rödd í þess­ari umræðu. Það eina sem ég bið um er að við gerum þetta af heil­ind­um. Ég mun helga mig því verk­efni næstu vikur að greiða fyrir þess­ari umræðu og taka fullan þátt í henni. Seinna mun ég svo taka afstöðu til þess hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik sem for­maður flokks­ins.“ 

Auglýsing

Árni Páll segir að honum þyki „óend­an­lega vænt um Sam­fylk­ing­una og er afar stoltur yfir því trausti sem ég hef notið til að starfa í hennar þág­u.“ Því líti hann á það sem skyldu sína sem for­manns að gang­ast fyrir því að flokk­ur­inn horfi „lengra og dýpra.“ Það skipti í sjálfu sér engu máli hver verði for­maður flokks­ins ef flokk­ur­inn horf­ist ekki í augu við sjálfan sig og hvernig komið er fram og fólkið í land­inu nálg­ast. 

ESB og Ices­ave mis­tök 

Hann útlistar mis­tök sem flokk­ur­inn hafi gert allt frá því að flokk­ur­inn fór í rík­is­stjórn árið 2007. „Við gengum þá inn í valda­kerfi hinna gömlu flokka, án þess að gera kröfu um grund­vall­ar­breyt­ingar [...] Flest okkar mis­tök fólust í því sama: Að ganga grónu kerfi á hönd án þess að gera kröfu um grund­vall­ar­breyt­ing­ar.“ 

Flokk­ur­inn hafi misst náið sam­band við verka­lýðs­hreyf­ing­una og tal­sam­band við atvinnu­líf­ið. Þá hafi hann stutt samn­ing um Ices­a­ve, sem ekki varði ítr­ustu hags­muni þjóð­ar­inn­ar. 

„Við byggðum aðild­ar­um­sókn að ESB á flóknu bak­tjalda­sam­komu­lagi, sem aldrei hélt, í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóð­inni til að fara í aðild­ar­við­ræð­ur, sem hefði bundið alla flokka við umsókn­ar­ferlið,“ skrifar hann um Evr­ópu­sam­bands­mál­ið. Þá hafi flokk­ur­inn gert mis­tök í skulda­málum heim­il­anna, með því að ná ekki í gegn breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og í stjórn­ar­skrár­mál­in­u. 

Póstur Árna Páls í heild 

Kæru vinir og sam­herj­ar.

Eftir umræðu und­an­far­inna vikna hefur fram­kvæmda­stjórn ákveðið að efna til lands­fundar og for­manns­kjörs í vor. Ég fagna þeirri ákvörð­un. Við vildum öll vera að tala um breyt­ing­arnar sem þarf að gera. Hvernig við byggjum upp nýtt efna­hags­kerfi, til að koma í veg fyrir að sömu menn­irnir skammti sér aðstöðu og rík­is­eign­ir, eins og í Borg­un­ar­hneyksl­inu nú og ótal slíkum hneykslum áður und­an­farna ára­tugi. Við ættum að vera að tala af krafti fyrir fleiri vel laun­uðum störfum og betri vel­ferð­ar­þjón­ustu, til að halda í fólkið sem nú leitar sér að fram­tíð í öðrum lönd­um. Og við ættum að vera að tala um lausnir í hús­næð­is­mál­um. En athyglin hefur verið ann­ars staðar og því verður að breyta.

Með ákvörðun sinni bregst fram­kvæmda­stjórn við áskor­unum ýmissa flokks­manna upp á síðkastið um lands­fund og að for­ysta end­ur­nýji umboð sitt. Það er athygl­is­vert að fólki ber saman um að frek­ari aðgerða er þörf og að skýr­inga á stöðu Sam­fylk­ing­ar­innar sé ekki að leita ein­vörð­ungu hjá for­ystu flokks­ins.

Mér þykir óend­an­lega vænt um Sam­fylk­ing­una og er afar stoltur yfir því trausti sem ég hef notið til að starfa í hennar þágu. Þess vegna lít ég á það sem skyldu mína sem for­manns að gang­ast fyrir því að við horfum lengra og dýpra. Við þurfum að skapa sátt og traust okkar á milli og gagn­vart þjóð­inni.

Við leystum stóru verk­efnin

Sjálfur held ég að það skipti í sjálfu sér engu máli hver verður for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar ef Sam­fylk­ingin horf­ist ekki í augu við sjálfa sig og hvernig hún kemur fram og nálg­ast fólkið í land­inu. Við tökum ekki á rót vand­ans með mann­fórn, án heið­ar­legrar umræðu um orsakir þess­arar stöðu.

Við getum nefni­lega verið gríð­ar­stolt af verkum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Okkur hefur verið legið á hálsi fyrir að takast ekki vel upp í „stóru mál­un­um“. En hvaða mál eru stærri en að takast á við 220 millj­arða halla á rík­is­sjóði, banka­kerfi á hlið­inni, 18% stýri­vexti og atvinnu­leysi sem stefndi í á annan tug pró­senta? Það er stóra verk­efnið sem við leystum vel og höfðum alltaf fólk í for­gangi. Lág­marks­bætur almanna­trygg­inga hækk­uðu um meira en 50% og voru ekki skertar um eina krónu í óhjá­kvæmi­legum nið­ur­skurði hruns­ins. Árangur okkar í við­snún­ingi eftir hrun hefur vakið athygli og aðdáun um allan heim. Útgjöldin lögð­ust á hópa með hærri tekj­ur, og fólk á með­al­tekjum og lágum tekjum bar minni byrðar en dæmi eru um á Vest­ur­lönd­um. Á sama tíma jukum við fram­lög í tækni­þró­un, tókum á atvinnu­leysi ungs fólks, byggðum hjúkr­un­ar­heim­ili, styrktum sam­keppn­is­lög­gjöf og settum Íslands­met í sam­göngu­fram­kvæmd­um, svo fáein dæmi séu nefnd.  

En þrátt fyrir allt, nutum við ekki þess­ara góðu verka í síð­ustu Alþing­is­kosn­ingum og gerum það ekki nú í hugum kjós­enda.

Við búum við alvar­legan skort á trú­verð­ug­leika, sem kemur í veg fyrir að fólk styðji okk­ur. Við verðum að við­ur­kenna það og takast á við það. Öll, ekki bara sum.

Við gerðum mis­tök

Þrátt fyrir góð verk gerðum við ýmis mis­tök, allt frá því að við gengum í rík­is­stjórn 2007.

Við gengum þá inn í valda­kerfi hinna gömlu flokka, án þess að gera kröfu um grund­vall­ar­breyt­ing­ar. Þar með vorum við ófær um að takast á við fjöl­breytt hags­muna­tengsl pen­inga og stjórn­mála – sem enn eru ráð­andi – og þá blindu á hættur sem var ríkj­andi í aðdrag­anda hruns. Ingi­björg Sól­rún hefur sjálf lýst þessu ágæt­lega og af miklu hug­rekki og beðist afsök­unar á sínum hlut í því.

En við fórum svo með allan þennan vanda óupp­gerðan með hraði í nýtt sam­band með VG.

Flest okkar mis­tök fólust í því sama: Að ganga grónu kerfi á hönd án þess að gera kröfu um grund­vall­ar­breyt­ing­ar. Flokk­ur­inn sem var stofn­aður um ný vinnu­brögð, íbúa­lýð­ræði og almanna­rétt lok­aði að sér og forð­að­ist sam­tal og neit­aði þjóð­inni um aðkomu að stórum ákvörð­unum í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Kjarn­inn okkar Við misstum það nána sam­band sem við höfðum haft við verka­lýðs­hreyf­ing­una og tal­sam­bandið við atvinnu­líf­ið.

Ices­ave  Við studdum samn­ing um Ices­ave sem varði ekki ítr­ustu hags­muni þjóð­ar­innar og mæltum gegn þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hann.

Aðild­ar­um­sóknin Við byggðum aðild­ar­um­sókn að ESB á flóknu bak­tjalda­sam­komu­lagi, sem aldrei hélt, í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóð­inni til að fara í aðild­ar­við­ræð­ur, sem hefði bundið alla flokka við umsókn­ar­ferl­ið.

Skuldir heim­il­anna Þegar fólk var að drukkna í skulda­feni tókum við að okkur í of ríkum mæli að útskýra fyrir fólki að það ætti að borga skuldir sín­ar, í stað þess að taka okkur stöðu með fólki gegn fjár­mála­kerfi.

Fisk­veiði­stjórn­unin Við lof­uðum breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi en týndum okkur í lang­vinnum samn­ingum fyrir luktum dyrum við sam­starfs­flokk­inn um útfærslur á breyt­ing­um, sem strönd­uðu svo hver á eftir annarri. Þess í stað hefðum við sem lýð­ræð­is­flokkur átt að leita til almenn­ings um stuðn­ing í glímunni við sér­hags­muna­öfl­in.

Stjórn­ar­skráin Við höfðum for­göngu um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, en drógum það alltof lengi að áfanga­skipta verk­efn­inu til að koma mik­il­væg­ustu breyt­ing­unum í höfn. Ég tók um síðir af skar­ið, en í stað þess að sam­talið væri lif­andi og allt uppi á borðum var upp­lifun fólks sú að ég hefði brugð­ist og fórnað mál­inu og allt hefði klúðr­ast.

Þetta allt þarf að ræða til að hreinsa loft­ið, jafnt mín verk og allra ann­arra. Í þeirri umræðu mega ekki vera nein tabú eða helg vé. Mark­miðið er ekki að finna söku­dólg, heldur að axla sam­eig­in­lega ábyrgð á sam­eig­in­legum mis­tök­um, svo þjóðin viti að við höfum lært af þeim og að kjós­endur geti óhræddir treyst Sam­fylk­ing­unni fyrir atkvæði sínu á nýjan leik. Við þurfum saman að senda skýrt þau skila­boð að við munum ekki fara aftur í rík­is­stjórn án þess að gera kröfu um grund­vall­ar­breyt­ing­ar. 

Sam­staða og traust okkar á milli

Við höfum nefni­lega sem hreyf­ing og sam­fé­lag ítrekað misst af tæki­fær­inu til að axla sam­eig­in­lega ábyrgð á mis­tök­um, en frekar kosið að fórna ein­stak­lingum til að koma öðrum í skjól. Ingi­björg Sól­rún baðst afsök­unar á sínum hlut. Sú afsök­un­ar­beiðni átti að vera okkur fagn­að­ar­efni og tæki­færi til að auð­velda flokknum að takast á við mis­tök í þeirri rík­is­stjórn. Í stað­inn var sú afsök­un­ar­beiðni nýtt sem synda­kvittun fyrir aðra. Flokk­ur­inn tók ekki félags­lega ábyrgð á próf­kjörum sem hann hafði efnt til, heldur fórn­aði Stein­unni Val­dísi einni. Fram­gangan í Lands­dóms­mál­inu og fórn Stein­unnar Val­dísar hafa skilið eftir djúp sár um alla okkar hreyf­ingu og sáð fræjum efa­semda um að við séum sam­hent sveit sem axli saman félags­lega ábyrgð á mis­tökum sem við gerum sam­an.

Ég hef oft sagt að Sam­fylk­ingin þurfi sjálf að vera gott sam­fé­lag, ef hún ætlar að breyta sam­fé­lag­inu til góðs. Það er alveg nóg af upp­hróp­un­um, yfir­gangi og afar­kostum í dag­legri umræðu í sam­fé­lag­inu í dag og við eigum ekki að til­einka okkur þá sam­skipta­hætti. Við þurfum að breyta því hvernig við tölum hvert við ann­að. Við þurfum að tala betur hvert um ann­að, verja hvert annað og sýna að við séum gott og eft­ir­sókn­ar­vert sam­fé­lag. Ef sótt er að for­ystu­fólki í flokki og eng­inn kemur því til varn­ar, upp­lifir þjóðin það sem skila­boð um sund­ur­lausan flokk sem ekki sé treystandi.

Við erum ólík og fögnum fjöl­breyti­leik­anum

Við þurfum að leysa úr læð­ingi þann glað­sinna sköp­un­ar­kraft, sem ein­kenndi starf og fram­göngu Sam­fylk­ing­ar­innar lengi framan af. Okkur þótti svo mik­il­vægt að vera saman að við fund­uðum fram á nætur til að finna sam­eig­in­lega afstöðu sem vit var í og allir gátu lifað við. Besti vitn­is­burð­ur­inn um það er að fram­sækin öfl í sam­fé­lag­inu í dag beita enn sömu rökum og við mót­uðum í okkar starfi um auk­inn arð af sam­eig­in­legum auð­lind­um, lýð­ræð­isum­bæt­ur, nýt­ingu og vernd nátt­úru­svæða og aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Í þessum málum tókst okkur að skapa sátt um heild­stæða stefnu með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi. Í öllum þessum til­vikum þorðum við að leita svara með breiðum hópi fólks, innan sem utan flokks og leit­uðum bestu þekk­ingar og reynslu.

Sam­fylk­ingin þarf nefni­lega líka að svara þeirri spurn­ingu af heið­ar­leika hvort hún er til­búin að vera breið fjölda­hreyf­ing. Vill hún vera fram­tíð­ar­flokk­ur, sem tekur sér stöðu í sam­fé­lag­inu miðju og fagnar sam­vinnu við verka­lýðs­hreyf­ingu og atvinnu­líf, þekk­ing­ar­sam­fé­lagið og frjáls félaga­sam­tök? Er Sam­fylk­ingin til­búin að rúma ólíkar skoð­anir en sam­ein­ast um meg­in­línur félags­legs rétt­lætis og jafnra tæki­færa, eða er gerð krafa um eina skoðun og eina leið í öllum mál­um? Fyrri leiðin er leið fjölda­hreyf­ingar jafn­að­ar­manna. Seinni leiðin er leið hefð­bund­ins vinstri flokks. Við verðum að velja þar á milli.

Leiðin fram

Við þurfum núna að eiga sam­tal um þetta allt, til að skapa sátt og traust. Við eigum að gera það sjálf, en líka kalla til leiks fólk sem er hætt að starfa með okkur eða er á jaðri flokks­ins. Við þurfum að funda um allt land og allir eiga að fá rödd í þess­ari umræðu. Það eina sem ég bið um er að við gerum þetta af heil­ind­um. Ég mun helga mig því verk­efni næstu vikur að greiða fyrir þess­ari umræðu og taka fullan þátt í henni. Seinna mun ég svo taka afstöðu til þess hvort ég gefi kost á mér á nýjan leik sem for­maður flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None