Landsbankinn svarar Bankasýslunni - Var talið rétt þegar viðskiptin áttu sér stað

Landsbankinn
Auglýsing

Lands­bank­inn hefur svarað spurn­ingum Banka­sýslu rík­is­ins vegna söl­unnar á 31,2 pró­sent hlutnum í Borgun sem seldur var til val­inn fjár­festa fyrir um 2,2 millj­arða króna, í nóv­em­ber 2014. Kjarn­inn greindi fyrstu fjöl­miðla frá því hvaða aðilar keyptu hlut­inn, nákvæm­lega til­greint, og að sölu­ferlið hefði farið fram bak við luktar dyr þar sem aðrir fjár­festar fengu enga aðkomu.

Í bréfi Lands­bank­ans til Banka­sýsl­unn­ar, sem birt hefur verið á vef bank­ans, kemur fram að Lands­bank­inn hafi álitið sig vera að selja á hæsta mögu­lega verði, og að engar ann­ar­legar hvatir hafi legið að baki ákvörð­un­inni um við­skipt­in.Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs Lands­bank­ans, sagði á aðal­fundi bank­ans í fyrra að það hefðu verið mis­tök hjá bank­anum að selja ekki fyrr­nefndan hlut í opnu og gagn­sæju ferli. Er ítrekað í bréf­inu að bank­inn hafi lært af því sem aflaga fór og breytt stefnu bank­ans þegar kemur að sölu eigna. Á rúm­lega ári hefur verð­mæti Borg­unar auk­ist mik­ið, en í nýlegu verð­mati KPMG er hlutafé félags­ins metið á allt að 26 millj­arða króna, en í við­skipt­unum sem fram fóru í lok nóv­em­ber 2014 var hluta­féð metið á um sjö millj­arða. Munar þar ekki síst um 6,5 millj­arða sem félagið fær sem hlut­deild­ar­greiðslu í við­skipt­un­um, þegar VISA Inc. greiðir fyrir VISA Europe. Lands­bank­inn segir í bréfi sínu til Banka­sýsl­unnar að hann hafi ekki haft for­sendur til þess að vita af því hvort og þá hvenær verð­meti hlut­ar­ins gæti auk­ist þetta mik­ið, þó vitað hafi verið af val­rétt­inum sem tengd­ist VISA Inc. og VISA Europe.Stein­þór Páls­son banka­stjóri og Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs, skrifa undir bréf­ið.Fyrr í dag sendi Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, bréf til Banka­sýslu rík­is­ins þar sem hann sagði „al­var­lega“ stöðu komna upp vegna Borg­un­ar­máls­ins. Lands­bank­inn væri stærsta fjár­mála­stofnun lands­ins og ein verð­mætasta fyr­ir­tækja­eigna rík­is­ins, og að hún þyrfti að njóta trausts. 

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None