Landsbankinn svarar Bankasýslunni - Var talið rétt þegar viðskiptin áttu sér stað

Landsbankinn
Auglýsing

Lands­bank­inn hefur svarað spurn­ingum Banka­sýslu rík­is­ins vegna söl­unnar á 31,2 pró­sent hlutnum í Borgun sem seldur var til val­inn fjár­festa fyrir um 2,2 millj­arða króna, í nóv­em­ber 2014. Kjarn­inn greindi fyrstu fjöl­miðla frá því hvaða aðilar keyptu hlut­inn, nákvæm­lega til­greint, og að sölu­ferlið hefði farið fram bak við luktar dyr þar sem aðrir fjár­festar fengu enga aðkomu.

Í bréfi Lands­bank­ans til Banka­sýsl­unn­ar, sem birt hefur verið á vef bank­ans, kemur fram að Lands­bank­inn hafi álitið sig vera að selja á hæsta mögu­lega verði, og að engar ann­ar­legar hvatir hafi legið að baki ákvörð­un­inni um við­skipt­in.Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs Lands­bank­ans, sagði á aðal­fundi bank­ans í fyrra að það hefðu verið mis­tök hjá bank­anum að selja ekki fyrr­nefndan hlut í opnu og gagn­sæju ferli. Er ítrekað í bréf­inu að bank­inn hafi lært af því sem aflaga fór og breytt stefnu bank­ans þegar kemur að sölu eigna. Á rúm­lega ári hefur verð­mæti Borg­unar auk­ist mik­ið, en í nýlegu verð­mati KPMG er hlutafé félags­ins metið á allt að 26 millj­arða króna, en í við­skipt­unum sem fram fóru í lok nóv­em­ber 2014 var hluta­féð metið á um sjö millj­arða. Munar þar ekki síst um 6,5 millj­arða sem félagið fær sem hlut­deild­ar­greiðslu í við­skipt­un­um, þegar VISA Inc. greiðir fyrir VISA Europe. Lands­bank­inn segir í bréfi sínu til Banka­sýsl­unnar að hann hafi ekki haft for­sendur til þess að vita af því hvort og þá hvenær verð­meti hlut­ar­ins gæti auk­ist þetta mik­ið, þó vitað hafi verið af val­rétt­inum sem tengd­ist VISA Inc. og VISA Europe.Stein­þór Páls­son banka­stjóri og Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs, skrifa undir bréf­ið.Fyrr í dag sendi Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, bréf til Banka­sýslu rík­is­ins þar sem hann sagði „al­var­lega“ stöðu komna upp vegna Borg­un­ar­máls­ins. Lands­bank­inn væri stærsta fjár­mála­stofnun lands­ins og ein verð­mætasta fyr­ir­tækja­eigna rík­is­ins, og að hún þyrfti að njóta trausts. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None