Landsbankinn svarar Bankasýslunni - Var talið rétt þegar viðskiptin áttu sér stað

Landsbankinn
Auglýsing

Lands­bank­inn hefur svarað spurn­ingum Banka­sýslu rík­is­ins vegna söl­unnar á 31,2 pró­sent hlutnum í Borgun sem seldur var til val­inn fjár­festa fyrir um 2,2 millj­arða króna, í nóv­em­ber 2014. Kjarn­inn greindi fyrstu fjöl­miðla frá því hvaða aðilar keyptu hlut­inn, nákvæm­lega til­greint, og að sölu­ferlið hefði farið fram bak við luktar dyr þar sem aðrir fjár­festar fengu enga aðkomu.

Í bréfi Lands­bank­ans til Banka­sýsl­unn­ar, sem birt hefur verið á vef bank­ans, kemur fram að Lands­bank­inn hafi álitið sig vera að selja á hæsta mögu­lega verði, og að engar ann­ar­legar hvatir hafi legið að baki ákvörð­un­inni um við­skipt­in.Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs Lands­bank­ans, sagði á aðal­fundi bank­ans í fyrra að það hefðu verið mis­tök hjá bank­anum að selja ekki fyrr­nefndan hlut í opnu og gagn­sæju ferli. Er ítrekað í bréf­inu að bank­inn hafi lært af því sem aflaga fór og breytt stefnu bank­ans þegar kemur að sölu eigna. Á rúm­lega ári hefur verð­mæti Borg­unar auk­ist mik­ið, en í nýlegu verð­mati KPMG er hlutafé félags­ins metið á allt að 26 millj­arða króna, en í við­skipt­unum sem fram fóru í lok nóv­em­ber 2014 var hluta­féð metið á um sjö millj­arða. Munar þar ekki síst um 6,5 millj­arða sem félagið fær sem hlut­deild­ar­greiðslu í við­skipt­un­um, þegar VISA Inc. greiðir fyrir VISA Europe. Lands­bank­inn segir í bréfi sínu til Banka­sýsl­unnar að hann hafi ekki haft for­sendur til þess að vita af því hvort og þá hvenær verð­meti hlut­ar­ins gæti auk­ist þetta mik­ið, þó vitað hafi verið af val­rétt­inum sem tengd­ist VISA Inc. og VISA Europe.Stein­þór Páls­son banka­stjóri og Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs, skrifa undir bréf­ið.Fyrr í dag sendi Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, bréf til Banka­sýslu rík­is­ins þar sem hann sagði „al­var­lega“ stöðu komna upp vegna Borg­un­ar­máls­ins. Lands­bank­inn væri stærsta fjár­mála­stofnun lands­ins og ein verð­mætasta fyr­ir­tækja­eigna rík­is­ins, og að hún þyrfti að njóta trausts. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamaður að koma inn á sóttkvíarhótel í Melbourne.
Fólk yfir fimmtugu fær ekki lengur bóluefni Pfizer
Til að hraða bólusetningum í Ástralíu hefur verið gripið til þess ráðs að gera bóluefni AstraZeneca að fyrsta kosti hjá fimmtíu ára og eldri. Yngra fólk og framlínustarfsmenn munu áfram fá efnið frá Pfizer.
Kjarninn 23. apríl 2021
S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
Nýttu hlutastarfaleið fyrir tugi starfsmanna en stefna nú að 230 milljóna arðgreiðslu
S4S sem rekur fjölda skóbúða nýtti hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl í fyrra. Í ársskýrslu S4S segir að faraldurinn hafi haft „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“ en stjórnin leggur til að 230 milljónir verði greiddar í arð.
Kjarninn 23. apríl 2021
Eyrún Magnúsdóttir
Þess vegna þarf að segja fréttir
Kjarninn 23. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum
Ásgeir Jónsson er mjög ósáttur með það að Samherji hafi kært fimm starfsmenn bankans og skilur ekki af hverju málinu sé ekki vísað frá. Hann segir að peningastefna Seðlabanka Íslands sé velferðarstefna.
Kjarninn 23. apríl 2021
Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Greiða háar fjárhæðir til að fá að vernda regnskóg
Þeir fá hvorki timbur, jarðefni né uppskeru af fjárfestingu sinni. Það eina sem þeir fá fyrir að setja 1 milljarð bandaríkjadala í verkefnið er heiður og virðing og vonandi bjartari framtíð fyrir sig og sína.
Kjarninn 22. apríl 2021
Atli Þór Fanndal
„Þrátt fyrir stöku mótmæli“
Kjarninn 22. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None