Tvöföldun í gagnaverum á Íslandi

Búrfellsvirkjun.
Búrfellsvirkjun.
Auglýsing

Mik­ill vöxtur hefur verið í gagna­verum á Íslandi und­an­far­ið. Sam­kvæmt mati Lands­virkj­unar tvö­fald­að­ist eft­ir­spurn í þeim geira í fyrra og er orku­notkun nú um 30 MW. Mörg gagna­vers­fyr­ir­tæki hafa sýnt áhuga á að koma til Íslands en ávallt ríkir mikil leynd yfir slíkum verk­efnum og fyr­ir­tækin eru ekki mikið fyrir að tjá sig opin­ber­lega um hvað þau eru að gera. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Harðar Arn­ar­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, á fundi með fjöl­miðlum og grein­ing­ar­deildum á mörk­uðum í morg­un. 

Hörður sagði gagna­verin vera að koma sterk inn, og iðn­að­ur­inn væri kom­inn til að vera hér á landi. Það sé ánægju­legt og kom­inn sé sterkur und­ir­liggj­andi vöxtur í gagna­ver­un­um. Þau séu áhuga­verð við­bót­ar­iðn­grein, sem muni svo í fram­tíð­inni nýta meiri orku en áliðn­að­ur­inn á heims­vís­u. 

Hörður sagð­ist einnig hafa miklar áhyggjur af flutn­ings­kerfi raf­orku og nefndi meðal ann­ars í því sam­hengi að það væri erfitt að fara með gagna­ver út af stór-Reykja­vík­ur­svæð­inu einmitt vegna flutn­ings­kerf­is­ins. 

Auglýsing

Vilja fleiri inn á mark­að­inn 

Mikil umfram­eft­ir­spurn er eftir raf­orku á Íslandi og Lands­virkjun annar ekki heild­ar­eft­ir­spurn iðn­að­ar. Það þýddi þó ekki að rétt væri að leggja saman öll verk­efni sem menn vildu ráð­ast í og reyna að mæta þeirri eft­ir­spurn. „Sá tími er lið­inn á Íslandi og ég held að hann komi aldrei aft­ur,“ sagði Hörð­ur. Það sé sama hversu mikið sé virkj­að, það verði alltaf umfram­eft­ir­spurn eftir raf­orku. 

Hörður sagði að það væri kannski óvenju­legt á sam­keppn­is­mark­aði, en Lands­virkjun vill sjá að það fari fleiri aðilar í það að byggja virkj­anir hér á landi. Fyr­ir­tækið er það eina sem hefur byggt virkj­anir á land­inu frá árinu 2008. Að auki vilji fyr­ir­tækið sjá að fleiri kostir verði settir í nýt­ing­ar­flokk ramma­á­ætl­un­ar, en þess væri beðið að sjá hvaða til­lögum verði skilað þess efnis í vor. 

Hörður segir að það sé einnig mjög óvenju­legt að fyr­ir­tækið standi í tveimur virkj­unum á sama tíma, en bæði Þeista­reykja­virkjun og stækkun Búr­fells­virkj­unar eru nú í bígerð. Hann sagði að bundnar væru vonir við það hjá Lands­virkjun að Hvamms­virkjun yrði næsta virkjun sem ráð­ist yrði í að stækkun Búr­fells­virkj­unar lok­inni, en áætlað er að sú virkjun verði komin í rekstur vorið 2018. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None