Tvöföldun í gagnaverum á Íslandi

Búrfellsvirkjun.
Búrfellsvirkjun.
Auglýsing

Mik­ill vöxtur hefur verið í gagna­verum á Íslandi und­an­far­ið. Sam­kvæmt mati Lands­virkj­unar tvö­fald­að­ist eft­ir­spurn í þeim geira í fyrra og er orku­notkun nú um 30 MW. Mörg gagna­vers­fyr­ir­tæki hafa sýnt áhuga á að koma til Íslands en ávallt ríkir mikil leynd yfir slíkum verk­efnum og fyr­ir­tækin eru ekki mikið fyrir að tjá sig opin­ber­lega um hvað þau eru að gera. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Harðar Arn­ar­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, á fundi með fjöl­miðlum og grein­ing­ar­deildum á mörk­uðum í morg­un. 

Hörður sagði gagna­verin vera að koma sterk inn, og iðn­að­ur­inn væri kom­inn til að vera hér á landi. Það sé ánægju­legt og kom­inn sé sterkur und­ir­liggj­andi vöxtur í gagna­ver­un­um. Þau séu áhuga­verð við­bót­ar­iðn­grein, sem muni svo í fram­tíð­inni nýta meiri orku en áliðn­að­ur­inn á heims­vís­u. 

Hörður sagð­ist einnig hafa miklar áhyggjur af flutn­ings­kerfi raf­orku og nefndi meðal ann­ars í því sam­hengi að það væri erfitt að fara með gagna­ver út af stór-Reykja­vík­ur­svæð­inu einmitt vegna flutn­ings­kerf­is­ins. 

Auglýsing

Vilja fleiri inn á mark­að­inn 

Mikil umfram­eft­ir­spurn er eftir raf­orku á Íslandi og Lands­virkjun annar ekki heild­ar­eft­ir­spurn iðn­að­ar. Það þýddi þó ekki að rétt væri að leggja saman öll verk­efni sem menn vildu ráð­ast í og reyna að mæta þeirri eft­ir­spurn. „Sá tími er lið­inn á Íslandi og ég held að hann komi aldrei aft­ur,“ sagði Hörð­ur. Það sé sama hversu mikið sé virkj­að, það verði alltaf umfram­eft­ir­spurn eftir raf­orku. 

Hörður sagði að það væri kannski óvenju­legt á sam­keppn­is­mark­aði, en Lands­virkjun vill sjá að það fari fleiri aðilar í það að byggja virkj­anir hér á landi. Fyr­ir­tækið er það eina sem hefur byggt virkj­anir á land­inu frá árinu 2008. Að auki vilji fyr­ir­tækið sjá að fleiri kostir verði settir í nýt­ing­ar­flokk ramma­á­ætl­un­ar, en þess væri beðið að sjá hvaða til­lögum verði skilað þess efnis í vor. 

Hörður segir að það sé einnig mjög óvenju­legt að fyr­ir­tækið standi í tveimur virkj­unum á sama tíma, en bæði Þeista­reykja­virkjun og stækkun Búr­fells­virkj­unar eru nú í bígerð. Hann sagði að bundnar væru vonir við það hjá Lands­virkjun að Hvamms­virkjun yrði næsta virkjun sem ráð­ist yrði í að stækkun Búr­fells­virkj­unar lok­inni, en áætlað er að sú virkjun verði komin í rekstur vorið 2018. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjóri með um sexfalt hærri laun en fólkið á lægstu laununum
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins veltir því fyrir sér hvernig maður, sem er með um tvær milljónir í laun á mánuði, hafi meiri áhyggjur af verkföllum en velferð starfsfólks sem heyri beint undir hann.
Kjarninn 28. janúar 2020
Milliliðir í ferðaþjónustu hafa sótt í sig veðrið
Velta ferðaskipuleggjenda og bókunarþjónustu hefur aukist verulega á síðustu árum. Fjöldi þeirra starfar á Íslandi og hefur hlutur þeirra í heildarneyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands nærri tvöfaldast á áratug.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ásmundur keyrði fyrir rúmlega 320 þúsund krónur á mánuði
Ásmundur Friðriksson var, enn og aftur, sá þingmaður sem keyrði mest allra í fyrra. Alls kostaði akstur Ásmundar skattgreiðendur 3,8 milljónir króna, sem er 52 prósent meira en kostnaður þess sem keyrði næst mest.
Kjarninn 28. janúar 2020
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None