Segir fjármuni sem settir hafa verið í Fáfni Offshore vera tapaða

Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, var smíðað í Tyrklandi. Það kostaði fimm milljarða króna.
Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, var smíðað í Tyrklandi. Það kostaði fimm milljarða króna.
Auglýsing

Stein­grímur Erlings­son, stofn­andi og fyrrum for­stjóri Fáfn­is Offs­hore, segir að hluti þeirra fjár­muna sem lagðir hafa verið í fyr­ir­tækið séu tap­aðir fjár­mun­ir. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og tveir bankar í rík­i­s­eig­u, Lands­bank­inn og Íslands­banki, eiga óbeint stóran hlut í félag­inu og hafa lag­t þeim til millj­arða króna í gegnum fram­taks­sjóði. Auk þess hefur Íslands­banki lán­að ­Fáfni millj­arða króna vegna smíða á skipum félags­ins. Fáfnir á skip­ið Pol­ar­sys­sel, sem kost­aði fimm millj­arða króna og er dýrasta skip Íslands­sög­unn­ar, og hið hálf­til­búna Fáfnir Vik­ing, sem hefur enn ekki verið afhent vegna þess að engin verk­efni eru fyrir það.

Stein­grímur er enn á meðal eig­enda Fáfnis en var rek­inn sem ­for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í des­em­ber í fyrra. Á morgun verður hlut­hafa­fundur þar ­sem meiri­hluta­eig­endur ætla að leggja til að Fáfnir fari í skulda­bréfa­út­gáfu til að greiða af kostn­aði vegna skips­ins sem enn hefur ekki verið afhent. Eins og stendur á Fáfnir ekki fé til þess. Stein­grímur var í við­tali í Kast­ljósi í kvöld og sagði að hluta þeirra fjár­muna sem lagðir hefðu verið í Fáfni væru tap­aðir fjár­mun­ir. Fyr­ir­tækið væri búið að borga á annan millj­arð krona inn á skip sem væri smíðað til að fara inn á þjón­ustu­markað sem væri nú í mjög slæmu á­standi og ekki væri fyr­ir­séð að það ástand myndi lag­ast á næstu árum. Þar á hann við þjón­ustu­mark­að­inn við olíu­iðnað í Norð­ur­sjó sem hefur hrunið sam­hliða ­lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu á und­an­förnum árum.

Eina verk­efni Fáfnis sem stend­ur, sem Pol­ar­sys­sel sinn­ir,  er þjón­ustu­samn­ingur við sýslu­mann­inn á Sval­barða sem tryggir verk­efni í sex mán­uði á ári til tíu ára. Við­ræður fóru fram í fyrra um að lengja það tíma­bil í níu mán­uði á ári en Stein­grímur sagð­i það vera í upp­námi. Í raun hefði sýslu­manns­emb­ættið ekk­ert þörf á níu mán­aða ­þjón­ustu. Fram­leng­ingin væri afrakstur ákveð­innar hags­muna­gæslu sem átt hefð­i ­sér stað.

Auglýsing

Stein­grímur gerði öðrum hlut­höfum í Fáfni til­boð fyr­ir­ ­skemmstu sem var ekki tek­ið. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið upp á um tíu pró­sent af þeim fjár­munum sem þeir höfðu sett inn í Fáfni. Stein­grím­ur ­sagði í Kast­ljósi að til­boðið hafi verið hærra en það sem hlut­haf­arnir meta virði hluta sinna í Fáfni á. Hann sagð­ist enn fremur ekki vita hvað hafi valdið þeirri kergju sem orðið hefur á milli hans og hinna hlut­hafanna, sem geri það að verkum að þeir ræða ekki saman nema í gegnum lög­menn. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina
Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þrátt fyrir að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag.
Kjarninn 10. apríl 2020
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None