Segir fjármuni sem settir hafa verið í Fáfni Offshore vera tapaða

Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, var smíðað í Tyrklandi. Það kostaði fimm milljarða króna.
Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, var smíðað í Tyrklandi. Það kostaði fimm milljarða króna.
Auglýsing

Stein­grímur Erlings­son, stofn­andi og fyrrum for­stjóri Fáfn­is Offs­hore, segir að hluti þeirra fjár­muna sem lagðir hafa verið í fyr­ir­tækið séu tap­aðir fjár­mun­ir. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og tveir bankar í rík­i­s­eig­u, Lands­bank­inn og Íslands­banki, eiga óbeint stóran hlut í félag­inu og hafa lag­t þeim til millj­arða króna í gegnum fram­taks­sjóði. Auk þess hefur Íslands­banki lán­að ­Fáfni millj­arða króna vegna smíða á skipum félags­ins. Fáfnir á skip­ið Pol­ar­sys­sel, sem kost­aði fimm millj­arða króna og er dýrasta skip Íslands­sög­unn­ar, og hið hálf­til­búna Fáfnir Vik­ing, sem hefur enn ekki verið afhent vegna þess að engin verk­efni eru fyrir það.

Stein­grímur er enn á meðal eig­enda Fáfnis en var rek­inn sem ­for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í des­em­ber í fyrra. Á morgun verður hlut­hafa­fundur þar ­sem meiri­hluta­eig­endur ætla að leggja til að Fáfnir fari í skulda­bréfa­út­gáfu til að greiða af kostn­aði vegna skips­ins sem enn hefur ekki verið afhent. Eins og stendur á Fáfnir ekki fé til þess. Stein­grímur var í við­tali í Kast­ljósi í kvöld og sagði að hluta þeirra fjár­muna sem lagðir hefðu verið í Fáfni væru tap­aðir fjár­mun­ir. Fyr­ir­tækið væri búið að borga á annan millj­arð krona inn á skip sem væri smíðað til að fara inn á þjón­ustu­markað sem væri nú í mjög slæmu á­standi og ekki væri fyr­ir­séð að það ástand myndi lag­ast á næstu árum. Þar á hann við þjón­ustu­mark­að­inn við olíu­iðnað í Norð­ur­sjó sem hefur hrunið sam­hliða ­lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu á und­an­förnum árum.

Eina verk­efni Fáfnis sem stend­ur, sem Pol­ar­sys­sel sinn­ir,  er þjón­ustu­samn­ingur við sýslu­mann­inn á Sval­barða sem tryggir verk­efni í sex mán­uði á ári til tíu ára. Við­ræður fóru fram í fyrra um að lengja það tíma­bil í níu mán­uði á ári en Stein­grímur sagð­i það vera í upp­námi. Í raun hefði sýslu­manns­emb­ættið ekk­ert þörf á níu mán­aða ­þjón­ustu. Fram­leng­ingin væri afrakstur ákveð­innar hags­muna­gæslu sem átt hefð­i ­sér stað.

Auglýsing

Stein­grímur gerði öðrum hlut­höfum í Fáfni til­boð fyr­ir­ ­skemmstu sem var ekki tek­ið. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið upp á um tíu pró­sent af þeim fjár­munum sem þeir höfðu sett inn í Fáfni. Stein­grím­ur ­sagði í Kast­ljósi að til­boðið hafi verið hærra en það sem hlut­haf­arnir meta virði hluta sinna í Fáfni á. Hann sagð­ist enn fremur ekki vita hvað hafi valdið þeirri kergju sem orðið hefur á milli hans og hinna hlut­hafanna, sem geri það að verkum að þeir ræða ekki saman nema í gegnum lög­menn. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None