Segir fjármuni sem settir hafa verið í Fáfni Offshore vera tapaða

Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, var smíðað í Tyrklandi. Það kostaði fimm milljarða króna.
Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, var smíðað í Tyrklandi. Það kostaði fimm milljarða króna.
Auglýsing

Stein­grímur Erlings­son, stofn­andi og fyrrum for­stjóri Fáfn­is Offs­hore, segir að hluti þeirra fjár­muna sem lagðir hafa verið í fyr­ir­tækið séu tap­aðir fjár­mun­ir. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og tveir bankar í rík­i­s­eig­u, Lands­bank­inn og Íslands­banki, eiga óbeint stóran hlut í félag­inu og hafa lag­t þeim til millj­arða króna í gegnum fram­taks­sjóði. Auk þess hefur Íslands­banki lán­að ­Fáfni millj­arða króna vegna smíða á skipum félags­ins. Fáfnir á skip­ið Pol­ar­sys­sel, sem kost­aði fimm millj­arða króna og er dýrasta skip Íslands­sög­unn­ar, og hið hálf­til­búna Fáfnir Vik­ing, sem hefur enn ekki verið afhent vegna þess að engin verk­efni eru fyrir það.

Stein­grímur er enn á meðal eig­enda Fáfnis en var rek­inn sem ­for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í des­em­ber í fyrra. Á morgun verður hlut­hafa­fundur þar ­sem meiri­hluta­eig­endur ætla að leggja til að Fáfnir fari í skulda­bréfa­út­gáfu til að greiða af kostn­aði vegna skips­ins sem enn hefur ekki verið afhent. Eins og stendur á Fáfnir ekki fé til þess. Stein­grímur var í við­tali í Kast­ljósi í kvöld og sagði að hluta þeirra fjár­muna sem lagðir hefðu verið í Fáfni væru tap­aðir fjár­mun­ir. Fyr­ir­tækið væri búið að borga á annan millj­arð krona inn á skip sem væri smíðað til að fara inn á þjón­ustu­markað sem væri nú í mjög slæmu á­standi og ekki væri fyr­ir­séð að það ástand myndi lag­ast á næstu árum. Þar á hann við þjón­ustu­mark­að­inn við olíu­iðnað í Norð­ur­sjó sem hefur hrunið sam­hliða ­lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu á und­an­förnum árum.

Eina verk­efni Fáfnis sem stend­ur, sem Pol­ar­sys­sel sinn­ir,  er þjón­ustu­samn­ingur við sýslu­mann­inn á Sval­barða sem tryggir verk­efni í sex mán­uði á ári til tíu ára. Við­ræður fóru fram í fyrra um að lengja það tíma­bil í níu mán­uði á ári en Stein­grímur sagð­i það vera í upp­námi. Í raun hefði sýslu­manns­emb­ættið ekk­ert þörf á níu mán­aða ­þjón­ustu. Fram­leng­ingin væri afrakstur ákveð­innar hags­muna­gæslu sem átt hefð­i ­sér stað.

Auglýsing

Stein­grímur gerði öðrum hlut­höfum í Fáfni til­boð fyr­ir­ ­skemmstu sem var ekki tek­ið. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið upp á um tíu pró­sent af þeim fjár­munum sem þeir höfðu sett inn í Fáfni. Stein­grím­ur ­sagði í Kast­ljósi að til­boðið hafi verið hærra en það sem hlut­haf­arnir meta virði hluta sinna í Fáfni á. Hann sagð­ist enn fremur ekki vita hvað hafi valdið þeirri kergju sem orðið hefur á milli hans og hinna hlut­hafanna, sem geri það að verkum að þeir ræða ekki saman nema í gegnum lög­menn. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None