Segir fjármuni sem settir hafa verið í Fáfni Offshore vera tapaða

Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, var smíðað í Tyrklandi. Það kostaði fimm milljarða króna.
Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, var smíðað í Tyrklandi. Það kostaði fimm milljarða króna.
Auglýsing

Stein­grímur Erlings­son, stofn­andi og fyrrum for­stjóri Fáfn­is Offs­hore, segir að hluti þeirra fjár­muna sem lagðir hafa verið í fyr­ir­tækið séu tap­aðir fjár­mun­ir. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og tveir bankar í rík­i­s­eig­u, Lands­bank­inn og Íslands­banki, eiga óbeint stóran hlut í félag­inu og hafa lag­t þeim til millj­arða króna í gegnum fram­taks­sjóði. Auk þess hefur Íslands­banki lán­að ­Fáfni millj­arða króna vegna smíða á skipum félags­ins. Fáfnir á skip­ið Pol­ar­sys­sel, sem kost­aði fimm millj­arða króna og er dýrasta skip Íslands­sög­unn­ar, og hið hálf­til­búna Fáfnir Vik­ing, sem hefur enn ekki verið afhent vegna þess að engin verk­efni eru fyrir það.

Stein­grímur er enn á meðal eig­enda Fáfnis en var rek­inn sem ­for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í des­em­ber í fyrra. Á morgun verður hlut­hafa­fundur þar ­sem meiri­hluta­eig­endur ætla að leggja til að Fáfnir fari í skulda­bréfa­út­gáfu til að greiða af kostn­aði vegna skips­ins sem enn hefur ekki verið afhent. Eins og stendur á Fáfnir ekki fé til þess. Stein­grímur var í við­tali í Kast­ljósi í kvöld og sagði að hluta þeirra fjár­muna sem lagðir hefðu verið í Fáfni væru tap­aðir fjár­mun­ir. Fyr­ir­tækið væri búið að borga á annan millj­arð krona inn á skip sem væri smíðað til að fara inn á þjón­ustu­markað sem væri nú í mjög slæmu á­standi og ekki væri fyr­ir­séð að það ástand myndi lag­ast á næstu árum. Þar á hann við þjón­ustu­mark­að­inn við olíu­iðnað í Norð­ur­sjó sem hefur hrunið sam­hliða ­lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu á und­an­förnum árum.

Eina verk­efni Fáfnis sem stend­ur, sem Pol­ar­sys­sel sinn­ir,  er þjón­ustu­samn­ingur við sýslu­mann­inn á Sval­barða sem tryggir verk­efni í sex mán­uði á ári til tíu ára. Við­ræður fóru fram í fyrra um að lengja það tíma­bil í níu mán­uði á ári en Stein­grímur sagð­i það vera í upp­námi. Í raun hefði sýslu­manns­emb­ættið ekk­ert þörf á níu mán­aða ­þjón­ustu. Fram­leng­ingin væri afrakstur ákveð­innar hags­muna­gæslu sem átt hefð­i ­sér stað.

Auglýsing

Stein­grímur gerði öðrum hlut­höfum í Fáfni til­boð fyr­ir­ ­skemmstu sem var ekki tek­ið. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið upp á um tíu pró­sent af þeim fjár­munum sem þeir höfðu sett inn í Fáfni. Stein­grím­ur ­sagði í Kast­ljósi að til­boðið hafi verið hærra en það sem hlut­haf­arnir meta virði hluta sinna í Fáfni á. Hann sagð­ist enn fremur ekki vita hvað hafi valdið þeirri kergju sem orðið hefur á milli hans og hinna hlut­hafanna, sem geri það að verkum að þeir ræða ekki saman nema í gegnum lög­menn. 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None