Segir fjármuni sem settir hafa verið í Fáfni Offshore vera tapaða

Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, var smíðað í Tyrklandi. Það kostaði fimm milljarða króna.
Polarsyssel, skip Fáfnis Offshore, var smíðað í Tyrklandi. Það kostaði fimm milljarða króna.
Auglýsing

Stein­grímur Erlings­son, stofn­andi og fyrrum for­stjóri Fáfn­is Offs­hore, segir að hluti þeirra fjár­muna sem lagðir hafa verið í fyr­ir­tækið séu tap­aðir fjár­mun­ir. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og tveir bankar í rík­i­s­eig­u, Lands­bank­inn og Íslands­banki, eiga óbeint stóran hlut í félag­inu og hafa lag­t þeim til millj­arða króna í gegnum fram­taks­sjóði. Auk þess hefur Íslands­banki lán­að ­Fáfni millj­arða króna vegna smíða á skipum félags­ins. Fáfnir á skip­ið Pol­ar­sys­sel, sem kost­aði fimm millj­arða króna og er dýrasta skip Íslands­sög­unn­ar, og hið hálf­til­búna Fáfnir Vik­ing, sem hefur enn ekki verið afhent vegna þess að engin verk­efni eru fyrir það.

Stein­grímur er enn á meðal eig­enda Fáfnis en var rek­inn sem ­for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í des­em­ber í fyrra. Á morgun verður hlut­hafa­fundur þar ­sem meiri­hluta­eig­endur ætla að leggja til að Fáfnir fari í skulda­bréfa­út­gáfu til að greiða af kostn­aði vegna skips­ins sem enn hefur ekki verið afhent. Eins og stendur á Fáfnir ekki fé til þess. Stein­grímur var í við­tali í Kast­ljósi í kvöld og sagði að hluta þeirra fjár­muna sem lagðir hefðu verið í Fáfni væru tap­aðir fjár­mun­ir. Fyr­ir­tækið væri búið að borga á annan millj­arð krona inn á skip sem væri smíðað til að fara inn á þjón­ustu­markað sem væri nú í mjög slæmu á­standi og ekki væri fyr­ir­séð að það ástand myndi lag­ast á næstu árum. Þar á hann við þjón­ustu­mark­að­inn við olíu­iðnað í Norð­ur­sjó sem hefur hrunið sam­hliða ­lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu á und­an­förnum árum.

Eina verk­efni Fáfnis sem stend­ur, sem Pol­ar­sys­sel sinn­ir,  er þjón­ustu­samn­ingur við sýslu­mann­inn á Sval­barða sem tryggir verk­efni í sex mán­uði á ári til tíu ára. Við­ræður fóru fram í fyrra um að lengja það tíma­bil í níu mán­uði á ári en Stein­grímur sagð­i það vera í upp­námi. Í raun hefði sýslu­manns­emb­ættið ekk­ert þörf á níu mán­aða ­þjón­ustu. Fram­leng­ingin væri afrakstur ákveð­innar hags­muna­gæslu sem átt hefð­i ­sér stað.

Auglýsing

Stein­grímur gerði öðrum hlut­höfum í Fáfni til­boð fyr­ir­ ­skemmstu sem var ekki tek­ið. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið upp á um tíu pró­sent af þeim fjár­munum sem þeir höfðu sett inn í Fáfni. Stein­grím­ur ­sagði í Kast­ljósi að til­boðið hafi verið hærra en það sem hlut­haf­arnir meta virði hluta sinna í Fáfni á. Hann sagð­ist enn fremur ekki vita hvað hafi valdið þeirri kergju sem orðið hefur á milli hans og hinna hlut­hafanna, sem geri það að verkum að þeir ræða ekki saman nema í gegnum lög­menn. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út - Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None