Seldi bak við luktar dyr - Umfjöllun í eitt og hálft ár

Sala Landsbankans á eignarhlutum í Borgun hefur dregið dilk á eftir sér. Kjarninn hefur fjallað ítarlega um málið, en blaðamenn Kjarnans voru tilefndir til verðlauna fyrir það í fyrra einnig. Ekki eru öll kurl komin til grafar enn.

Kredit kort Borgun
Auglýsing

Hinn 27. nóv­em­ber 2014 flutti Kjarn­inn fréttir af því að Lands­bank­inn hefði selt 31,2 pró­sent hlut í Borg­un, bak við luktar dyr, til val­inna fjár­festa. Nákvæmar upp­lýs­ingar fylgdu frétt­inni, sem Magnús Hall­dórs­son skrif­aði, um eig­end­urna sem fengu að kaupa hlut­inn í lok­uðu sölu­ferli, og var hún byggð á stofn­fund­ar­gerð­um, samn­ingum um við­skipt­in, og upp­lýs­ingum sem aflað hafði verið með sjálf­stæðri heim­ild­ar­vinn­u,. 

Upp­lýst um aðal­at­riði

Í grein­inni kom í fyrsta skipti fram hvernig eig­enda­hóp­ur­inn var sam­sett­ur, og hvernig hann skipt­ist hlut­falls­lega, hvaða eig­endur áttu svo­nefnd A-hluta­bréf  og hverjir áttu B-hluta­bréf, og hvaða umboðs­menn eig­enda mættu til stofn­fund­ar, svo eitt­hvað sé nefnt.Í umfjöll­un­inni sagði meðal ann­ars orð­rétt:

Auglýsing

„Ekk­ert form­legt sölu­ferli fór fram áður en félagið var selt, en Magnús Magn­ús­son, for­svars­maður félags­ins, var sá sem setti sig í sam­band við Lands­banka Íslands og sýndi áhuga á kaupum á hlut Lands­bank­ans.

Kaupin fóru því fram bak við luktar dyr, þar sem eng­inn annar en hóp­ur­inn sem sýndi áhuga á kaup­unum fékk að reyna að kaupa hlut­inn. Stofnfé Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar nemur 500 þús­und krónum sem skipt­ist í þrjá flokka, 100 þús­und í A flokki, 395 þús­und í B flokki og fimm þús­und í C flokki. Í A og B flokki eru eig­endur stofn­fjár með tak­mark­aða ábyrgð en í C flokki er ótak­mörkuð ábyrgð.

B flokk­ur­inn langstærstur

Einu eig­endur A flokks stofn­fjár er félagið Orbis Borg­unar slf. Eig­endur B flokks hluta­bréfa Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar eru þrettán tals­ins, sam­kvæmt samn­ingi um sam­lags­fé­lagið sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. Stærsti ein­staki eig­and­inn er Stál­skip ehf., þar sem Guð­rún Lár­us­dóttir hefur stýrt ferð­inni í ára­tugi, með 29,43 pró­sent hlut. Þá á félagið P126 ehf. 19,71 pró­sent hlut, en eig­andi þess er Einar Sveins­son í gegnum móð­ur­fé­lagið Chara­m­ino Hold­ings Limited sem skráð er á Lúx­em­borg.

Þá á Pétur Stef­áns­son ehf. 19,71 pró­sent hlut, en for­svars­maður þess var Sig­valdi Stef­áns­son á stofn­fundi. Sam­an­lagður eign­ar­hlutur þess­ara þriggja stærstu eig­enda nemur 68,85 pró­sentum af B flokki stofn­fjár.

Á eftir þessum stærstu eig­endum kemur félagið Vetr­ar­gil ehf. með 5,14 pró­sent hlut og TD á Íslandi ehf. 5,15 pró­sent. Afgang­inn eiga AB 426 ehf (2,86%)., þar sem Sig­ur­þór Stef­áns­son er í for­svari, Egg­son ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta Geir­finns­dóttir er í for­svari, Bústoð ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta er einnig í for­svari, Fram­tíð­ar­brautin ehf. (4,43%), þar sem B. Jak­obína Þrá­ins­dóttir er í for­svari, Iðu­steinar ehf., þar sem Magnús Pálmi Örn­ólfs­son er í for­svari, Holt og hæðir ehf., þar sem Sig­ríður V. Hall­dórs­dóttir er í for­svari, Spect­a­bilis ehf., þar sem Óskar V. Sig­urðs­son er í for­svari, og Mens Manus ehf., þar sem Hjalti Þ. Krist­jáns­son er í for­svari.

Stofn­fundur í októ­ber

Sam­kvæmt stofn­fund­ar­gerð félags­ins, frá 23. októ­ber síð­ast­liðn­um, voru fjórir ein­stak­lingar mættir fyrir hönd félag­anna Orbis Borg­unar slf. og Orbis GP ehf. Þau félög eru þau einu sem eru í eig­endur stofn­fjár í C flokki með ótak­mark­aða ábyrgð. Þau sem mættu á fund­inn fyrir hönd félag­anna voru Magnús Magn­ús­son, Óskar V. Sig­urðs­son, Jóhann Bald­urs­son og Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir.“

Opn­aði á umræðu um sölu á almanna­eignum

Í kjöl­far þess­ara frétta hófu fjöl­miðlar í land­inu að spyrja spurn­inga í mál­inu, og fá svör. Kjarn­inn hélt áfram umfjöllun sinni um mál­ið, og fjall­aði Ægir Þór Eysteins­son, þáver­andi blaða­maður Kjarn­ans, meðal ann­ars ítar­lega um eig­enda­stefnu rík­is­ins þegar kemur að eign­ar­hlutum í bönk­um, og hvort salan á eign­ar­hlutn­um, bak við luktar dyr, sam­ræmd­ist henni. Þórður Snær Júl­í­us­son, skrif­aði enn fremur ítar­legar sam­an­tekir um mál­ið, þar sem fjallað var um það, meðal ann­ars í sam­hengi við fyrri við­skipti og sam­keppn­is­sjón­ar­mið sem tengd­ust eign­ar­haldi bank­anna á hlutum í korta­fyr­ir­tækj­unum tveim­ur, Borgun og Valitor. Magn­ús, Ægir og Þórður Snær, voru til­efndir til blaða­manna­verð­launa árs­ins í fyrra vegna þess­arar umfjöll­un­ar. 

Áfram haldið

Í fyrra hélt umfjöllun Kjarn­ans um málið áfram, og voru blaða­menn saman í því að fjalla um ýmsar hliðar þess, meðal ann­ars að reyna að sann­reyna svör Lands­bank­ans um það hvers vegna eign­ar­hlutir bank­ans í Borgun hefðu verið seldir bak við luktar dyr. Undir niðri var stað­reyndin aug­ljósa leið­ar­ljós; almenn­ingur á 98,2 pró­sent í Lands­bank­an­um, og þar með var sala á hlutum bank­ans í lok­uðu sölu­ferli mál sem varð­aði almenn­ing miklu. 

Landsbankinn stóð í ströngu, fyrr á þessu ári, vegna málsins, var meðal annars boðað til mótmæla við bankann. Mynd: Birgir.

Hinn 29. apríl í fyrra var síðan frá því greint að nýir eig­endur Borg­unar hefðu notið góðs af við­skipt­unum nokkrum mán­uðum fyrr, en sam­þykkt var að greiða 800 millj­ónir til hlut­hafa í arð, í fyrsta skipti frá árinu 2007. Þetta vakti upp spurn­ing­ar, meðal ann­ars á hinu póli­tíska sviði, um hvort hlut­ur­inn hefði verið seldur á und­ir­verð­i. Hálfum mán­uði síð­ar, var síðan greint frá því að Lands­bank­inn hefði aug­lýst til sölu lít­inn eign­ar­hlut í Borg­un, sem hann eign­að­ist við yfir­töku á Spari­sjóði Vest­manna­ey­inga, sam­tals 0,41 pró­sent hlut. Í þetta skiptið var ákveðið að hafa sölu­ferlið opið, en banka­ráð Lands­bank­ans, með Tryggva Páls­son sem for­mann, hafði þá við­ur­kennt mis­tök við söl­una á eign­ar­hlutnum í Borg­un, og að betra hefði verið að selja hlut­inn í opnu sölu­ferli. Kom þetta fram í ræðu hans á aðal­fundi bank­ans. Lands­bank­inn neit­aði að gefa upp sölu­verðið á 0,41 pró­sent hlutnum í fyrstu, en upp­lýsti svo um það í jan­úar á þessu ári, þegar salan var aftur í brennid­epli. Þá höfðu Morg­un­blaðið og 365 miðlar fjallað ítar­lega um innra virði Borg­un­ar, meðal ann­ars eftir að upp­lýs­ingar komu fram um það að félagið myndi hagn­ast veru­lega á því að fá hlut­deild í alþjóð­legum við­skiptum VISA Europe og VISA Inc. Ekki eru öll kurl komin til grafar ennþá í mál­inu, og sendi Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, Banka­sýslu rík­is­ins bréf  á dög­unum þar sem hann minnti á að Lands­bank­inn þyrfti að njóta trausts. Í bréf­inu segir orð­rétt: „Það er mat ráð­herra að umræða und­an­far­inna vikna vegna sölu Lands­bank­ans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bank­ann.  Því sé nauð­syn­legt áður en lengra er haldið í því ferli að hvað­eina er máli skiptir og varðar sölu Lands­bank­ans á Borgun verði upp­lýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bank­ans og stjórn­enda hans verði trygg­t.“ 

Eig­enda­stefna rík­is­ins, er varðar fjár­mála­fyr­ir­tæki, er nú til end­ur­skoð­unar og ekki ólík­legt að til tíð­inda getið dregið í þeim mál­um, og öðrum er tengj­ast Borg­un­ar-­mál­inu sér­stak­lega, á næst­unni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None