Krefur umhverfisráðherra svara vegna búvörusamninga

Þingmaður Framsóknarflokks krefur umhverfisráðherra svara um landgræðslu vegna nýrra búvörusamninga. Hún segir kröfur auknar á bændur varðandi landnýtingu. Endurskoðun á lögum um landgræðslu stendur nú yfir.

Jóhanna María segir nýja búvörusamninga leggja auknar kröfur á sauðfjárbændur.
Jóhanna María segir nýja búvörusamninga leggja auknar kröfur á sauðfjárbændur.
Auglýsing

Jóhanna María Sig­munds­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, segir að verið sé að gera auknar kröfur á sauð­fjár­bændur í nýjum búvöru­samn­ingum varð­andi land­nýt­ingu. Hún hefur óskað eftir upp­lýs­ingum frá  sam­flokks­konu sinni, Sig­rúnu Magn­ús­dótt­ur, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, um stefnu­mál rík­is­ins varð­andi land­græðslu. 

Jóhanna María seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann hafa óskað eftir upp­lýs­ing­unum í ljósi nýrra samn­ings­draga sem snúa að sauð­fjár­rækt í búvöru­samn­ing­un­um.

„Það er lögð mikil áhersla á land­nýt­inga­þátt­inn í gæða­stýr­ing­unni, það er að segja að bændur þurfa að upp­fylla alls kyns skil­yrði til að fá borg­að. Það er lögð þyngri áhersla á að bændur séu með land í lagi og að féð gangi ekki á land­ið,” segir Jóhanna Mar­ía. „Ég vil fá að vita hvort þau verk­efni sem eru nú til staðar séu að skila nægi­lega miklum árangri til að það sé raun­hæft að setja þessar kröfur á bændur á mót­i.”

Auglýsing

Auknar kröfur á bændur

Jóhanna María vill fá að vita hver skil­grein­ingin á land­græðslu sé, hversu mörg félög og sam­tök eru á Íslandi um mál­efni land­græðslu, hversu mörg land­græðslu­verk­efni séu í gangi, hvaða stofnun fari með rann­sóknir er varða land­græðslu, hvað ríkið leggi til af fjár­munum til land­græðslu á ári og í hvaða far­vegi ráð­herr­ann telji land­græðslu vera og hvaða stefna sé höfð að leið­ar­ljósi. 

Að hennar mati hefur stefnan verið sæmi­leg. 

„Það er komið inn á þetta í land­nýt­ing­ar­á­ætl­un­inni og Ísland hefur verið að reyna að marka sér stefnu í þessum mál­u­m,” segir hún. „En ég óskaði eftir þessum upp­lýs­ingum til að við getum haft betra yfir­lit þegar við erum að gera auknar kröfur til bænda.”

Nýr land­græðslu­stjóri óskast

Í síð­ustu viku aug­lýsti umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið laust emb­ætti land­græðslu­stjóra. Í aug­lýs­ing­unni segir að verið sé að end­ur­skoða lög um land­græðslu í ráðu­neytinnu, meðal ann­ars um starf­semi stofn­un­ar­innar með það að mark­miði að efla starf við gróð­ur- og jarð­vegs­vernd, upp­græðslu og sjálf­bæra land­nýt­ingu og hvers­konar fram­kvæmdir því tengdu. Nýr land­græðslu­stjóri mun fá það verk­efni að vinna að fram­fylgd breyt­inga komi til þeirra, í sam­ráði við umhverfis og auð­linda­ráðu­neyt­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None