VÍS fjármagnar arðgreiðslu að hluta með lántöku

vis.jpg
Auglýsing

Vátrygg­inga­fé­lag Íslands (VÍS) gaf út víkj­andi skulda­bréf ­sem seld voru fyrir um tvo millj­arða króna í lok síð­asta mán­að­ar. Líf­eyr­is­sjóð­ir, verð­bréfa­sjóðir og aðrir fag­fjár­festar keyptu útgáf­una, sem ber 5,25 pró­sent verð­tryggða vexti og er til 30 ára. Það eru umtals­vert hærri vextir en al­menn­ingi býðst hjá líf­eyr­is­sjóðum lands­ins. Þetta má lesa í til­kynn­ingu VÍS til Kaup­hall­ar.

Á meðan að á skulda­bréfa­út­boð­inu stóð til­kynnti stjórn VÍS ­til­lögur sínar um að greiða út fimm millj­arða króna arð þrátt fyrir að hagn­að­ur­ ­fé­lags­ins í fyrra hafi ein­ungis verið 2,1 millj­arðar króna. Þessi arð­greiðsla er m.a. rök­studd með því að reikniskila­reglum hafi verið breytt þannig að vá­trygg­inga­skuld VÍS, sem oft er kölluð bóta­sjóður í dag­legu tali, var lækk­uð um fimm millj­arða króna en eigið fé félags­ins sam­hliða aukið um 3,7 millj­arða króna.

Auglýsing

Nokkrir af stærstu hlut­höfum VÍS ætla ekki að styðja arð­greiðsl­una á aðal­fundi félags­ins sem hald­inn verður í næstu viku, nán­ar til­tekið 17. mars. Þrír af fjórum stærstu hlut­höfum VÍS eru þrír stærst­u líf­eyr­is­sjóðir lands­ins. Stærstur er Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna en Gild­i líf­eyr­is­sjóður og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins eru einnig á með­al­ ­stærstu eig­enda. Alls eiga líf­eyr­is­sjóðir lands­ins tæp­lega 36 pró­sent hlut í VÍS.

Stjórn VÍS send­i hins vegar frá sér til­kynn­ingu í gær þar sem hún sagð­ist standa við áform um arð­greiðsl­una. Þar stendur m.a.: „Stjórn hefur skiln­ing á því að mörg­um ­þyki arð­greiðslan há. Ástæða þess er sú að félagið hefur farið sér hægt í að greiða arð til eig­enda sinna. Á árunum 2009 – 2013 var ekki greiddur út arð­ur­ hjá félag­inu þrátt fyrir hagn­að.“ Þess má geta að VÍS var skráð á markað árið 2013, og því komu flestir þeirra hlut­hafa sem nú eiga í félag­inu að því eft­ir að sá gjörn­ingur átti sér stað.

VÍS hefur greitt sér út tölu­verðan arð á und­an­förnum árum, eftir að félagið var skráð á mark­að. Félagið greiddi hlut­höfum sínum 1,8 millj­arða króna í arð árið 2014 vegna árs­ins 2013 og 2,5 millj­arða króna í fyrra vegna árs­ins 2014. Í fyrra var einnig sam­þykkt að kaupa eigin bréf hlut­hafa fyrir 2,5 millj­arða króna, en slík upp­kaup eru ígildi arð­greiðslna utan þess að ekki þarf að greiða fjár­magnstekj­ur­skatt af þeim. Stjórn VÍS lagð­i einnig til að að eigið fé félags­ins yrði lækkað á næsta aðal­fundi sem fram fer í næstu viku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ
Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.
Kjarninn 1. apríl 2020
Vilhjálmur segir Drífu hafa lagt fram tillögu um að fresta öllum launahækkunum
Fráfarandi varaforseti ASÍ segir að forseti sambandsins hafi lagt fram tillögu á föstudag um að taka tímabundnar launahækkanir af fólki en hafi hafnað því að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð í sex mánuði hið minnsta.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None