VÍS fjármagnar arðgreiðslu að hluta með lántöku

vis.jpg
Auglýsing

Vátrygg­inga­fé­lag Íslands (VÍS) gaf út víkj­andi skulda­bréf ­sem seld voru fyrir um tvo millj­arða króna í lok síð­asta mán­að­ar. Líf­eyr­is­sjóð­ir, verð­bréfa­sjóðir og aðrir fag­fjár­festar keyptu útgáf­una, sem ber 5,25 pró­sent verð­tryggða vexti og er til 30 ára. Það eru umtals­vert hærri vextir en al­menn­ingi býðst hjá líf­eyr­is­sjóðum lands­ins. Þetta má lesa í til­kynn­ingu VÍS til Kaup­hall­ar.

Á meðan að á skulda­bréfa­út­boð­inu stóð til­kynnti stjórn VÍS ­til­lögur sínar um að greiða út fimm millj­arða króna arð þrátt fyrir að hagn­að­ur­ ­fé­lags­ins í fyrra hafi ein­ungis verið 2,1 millj­arðar króna. Þessi arð­greiðsla er m.a. rök­studd með því að reikniskila­reglum hafi verið breytt þannig að vá­trygg­inga­skuld VÍS, sem oft er kölluð bóta­sjóður í dag­legu tali, var lækk­uð um fimm millj­arða króna en eigið fé félags­ins sam­hliða aukið um 3,7 millj­arða króna.

Auglýsing

Nokkrir af stærstu hlut­höfum VÍS ætla ekki að styðja arð­greiðsl­una á aðal­fundi félags­ins sem hald­inn verður í næstu viku, nán­ar til­tekið 17. mars. Þrír af fjórum stærstu hlut­höfum VÍS eru þrír stærst­u líf­eyr­is­sjóðir lands­ins. Stærstur er Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna en Gild­i líf­eyr­is­sjóður og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins eru einnig á með­al­ ­stærstu eig­enda. Alls eiga líf­eyr­is­sjóðir lands­ins tæp­lega 36 pró­sent hlut í VÍS.

Stjórn VÍS send­i hins vegar frá sér til­kynn­ingu í gær þar sem hún sagð­ist standa við áform um arð­greiðsl­una. Þar stendur m.a.: „Stjórn hefur skiln­ing á því að mörg­um ­þyki arð­greiðslan há. Ástæða þess er sú að félagið hefur farið sér hægt í að greiða arð til eig­enda sinna. Á árunum 2009 – 2013 var ekki greiddur út arð­ur­ hjá félag­inu þrátt fyrir hagn­að.“ Þess má geta að VÍS var skráð á markað árið 2013, og því komu flestir þeirra hlut­hafa sem nú eiga í félag­inu að því eft­ir að sá gjörn­ingur átti sér stað.

VÍS hefur greitt sér út tölu­verðan arð á und­an­förnum árum, eftir að félagið var skráð á mark­að. Félagið greiddi hlut­höfum sínum 1,8 millj­arða króna í arð árið 2014 vegna árs­ins 2013 og 2,5 millj­arða króna í fyrra vegna árs­ins 2014. Í fyrra var einnig sam­þykkt að kaupa eigin bréf hlut­hafa fyrir 2,5 millj­arða króna, en slík upp­kaup eru ígildi arð­greiðslna utan þess að ekki þarf að greiða fjár­magnstekj­ur­skatt af þeim. Stjórn VÍS lagð­i einnig til að að eigið fé félags­ins yrði lækkað á næsta aðal­fundi sem fram fer í næstu viku.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None