„Óþolandi“ að heyra úrtöluraddir um byggingu spítalans við Hringbraut

kvennadeild landspítali
Auglýsing

„Við þessar aðstæður er alger­lega óþol­andi að heyra enn úrtöluraddir um upp­bygg­ingu Land­spít­ala við Hring­braut. Hér er alvöru­mál á ferð­inni sem snýst um örygg­is­mál allra lands­manna. Eftir 15 ára yfir­legu hefur stað­setn­ing spít­al­ans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar fram­kvæmdir eru hafnar og mál­inu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinn­i.“Þetta segir Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, í pistli á vef spít­al­ans, þar sem hann gerir meðal ann­ars hug­myndir um að hætta við upp­bygg­ingu spít­al­ans við Hring­braut að umtals­efni. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur talað fyrir opin­ber­lega, nú síð­ast í gær og í dag, að heppi­legra væri að byggja spít­al­ann upp ann­ars stað­ar, meðal ann­ars á Víf­ils­stöð­um.

Hann segir það enga bið þola að byggja upp nýja aðstöðu, og það sé örygg­is­mál fyrir alla lands­menn.Pistill­inn fer hér í heild sinni:

„Aftur og ítrekað hef ég hér í þessum pistlum greint frá þeirri óþol­andi stöðu sem er á aðal­sjúkra­húsi lands­manna þar sem veru­lega veikt fólk fær ekki full­nægj­andi þjón­ustu vegna þess að ekki eru nægi­lega mörg rými á spít­al­an­um. Aðstreymi sjúk­linga er á stundum gríð­ar­legt og við höfum end­ur­tekið und­an­farið lent í þeirri ótrú­legu stöðu að milli 20-30 sjúk­lingar sem til­búnir eru til inn­lagnar á bráða­deildir spít­al­ans hafa mátt bíða á bekkjum og jafn­vel stólum á göngum slysa- og bráða­mót­töku. 

Auglýsing

Sam­hliða hafa ganga­inn­lagnir og aðrar yfir­lagnir á bráða­legu­deildir verið umfram þol­mörk og álag því gríð­ar­legt á starfs­fólkið okk­ar. Þrengsli, skortur á við­un­andi hrein­læt­is­að­stöðu og annarri til­hlýði­legri aðstöðu fyrir veikt fólk og þá sem það ann­ast er æpandi. Þetta bitnar bæði á eldri og yngri sjúk­ling­um, en þeir sem eru veik­astir fyrir líða þó mest. 

Í fjár­lögum árs­ins 2016 er veru­legt fé sett í það að bæta frá­flæði þess fólks af spít­al­anum sem búið er að sinna en sem bíður end­ur­hæf­ingar eða hjúkr­un­ar­rým­is. Þau úrræði sem verið er að grípa til tekur hins vegar tíma að koma af stað og í milli­tíð­inni eykst álagið sífellt.

Í þessu ljósi var það nið­ur­staða stjórn­enda bráða­mót­töku að nauð­syn­legt væri að grípa til þess óynd­isúr­ræðis að æfa í dag mót­töku sjúk­linga í bíla­geymslu bráða­mót­tök­unnar því hugs­an­legt er að nota þurfi hana sem sjúkra­rými um helg­ina.  Bíla­geymslan er þannig útbúin að hægt er með litlum fyr­ir­vara að taka þar við sjúk­ling­um. Er þetta rými hugsað til notk­unar í neyð; við eit­ur­efnaslys eða hópslys. Það er hins vegar til marks um það hversu alvar­legt ástandið hefur verið und­an­farið að nú er hugs­an­legt að nota þurfi bíla­geymsl­una, ekki til að bregð­ast við neyð­ar­á­standi heldur í venju­legri flensu­tíð.

Við þessar aðstæður er alger­lega óþol­andi að heyra enn úrtöluraddir um upp­bygg­ingu Land­spít­ala við Hring­braut. Hér er alvöru­mál á ferð­inni sem snýst um örygg­is­mál allra lands­manna. Eftir 15 ára yfir­legu hefur stað­setn­ing spít­al­ans verið ákveðin og þeir sem kjósa að hleypa þessu máli upp nú þegar fram­kvæmdir eru hafnar og mál­inu hefur verið siglt í höfn verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hver ein­asti dagur sem upp­bygg­ingin tefst, fyrir atbeina aðila með afar tak­markað vit á rekstri eða upp­bygg­ingu háskóla­sjúkra­húss er alvöru­mál. 

Nokkrir punktar vegna umræð­unnar í dag:

Því er haldið fram að mörg ár séu eftir í hönn­un­ar­vinnu. Þetta er rangt. Fulln­að­ar­hönnun með­ferð­ar­kjarna (mik­il­væg­ustu bygg­ing­ar­inn­ar) verður lokið um mitt ár 2018. 

Bara skipu­lags­mál og hönnun munu tefja verk­efnið um 5-10 ár og reyndar mun meira þegar beðið er eftir að bygg­ingin full­klárað­ist. Við myndum því enda með þrjá spít­ala á þremur stöð­um, á Víf­ils­stöð­um, Foss­vogi og Hring­braut lengi fram eftir þess­ari öld. Það væri ekki hægt að taka nýja spít­ala í notkun í áföngum og biðin yrði óbæri­leg fyrir alla næstu 10-15 ár. Mikil verð­mæti færu for­görðum og margar rík­is­stjórnir mundu halda áfram að deila um þetta.

Vegna þess sem bæj­ar­stjóri Garða­bæjar lét hafa eftir sér í Morg­un­blað­inu þá er rétt halda því til haga að spít­ala­bygg­ingar eru ekki byggðar upp á 10 hæðir eða meira ef menn hafa val um ann­að. Í þröngum aðstæðum í stórum mið­borgum er farið í háhýsi af nauð­syn. Ann­ars er almennt talið að heppi­legt hlut­fall náist á milli láréttra og lóð­réttra ferða í 4-8 hæða bygg­ingum (eins og með­ferð­ar­kjarn­inn á Hring­braut og önnur hús þar verða).  Það hefur eng­inn áhuga á því að ferð­ast lát­laust í lyftum á milli deilda og hæða.

Það er líka rétt að segja það skýrt að háskóla­sjúkra­hús sem þarf að vera í nánu sam­starfi við háskól­ana verður ekki starf­rækt með tölvu­póst­um, sím­hring­ingum og rápi um þvert höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Land­spít­ali er mik­il­vægur hlekkur í þeim þekk­ing­ar­klasa sem verið er að byggja í nágrenni Háskóla Íslands, Háskól­ans í Reykja­vík og öfl­ugra þekk­ing­ar­fyr­ir­tækja eins og Íslenskrar erfða­grein­ingar og Alvogen. Slíka klasa er verið að þróa víða um lönd af því þeir skila mark­viss­ari vís­inda- og þró­un­ar­vinnu.

Víf­ils­staðir væri afleitur staður fyrir starfs­menn og sjúk­linga að ekki sé talað um ferða­menn og þá fjöl­mörgu starfs­menn og nem­endur sem flestir starfa vestan Elliða­ár. Nýleg skýrsla KPMG sýndi líka skýrt fram á það að út frá umferð og búsetu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru Víf­ils­staðir síðri kostur en Hring­braut.

Það er rétt að ítreka það að þörf Land­spít­ala fyrir nýjan spít­ala er gríð­ar­leg og ekk­ert má stöðva þá upp­bygg­ingu sem hafin er. Heilsu þjóð­ar­innar vegna verður Land­spít­ali að rísa við Hring­braut eins og sam­þykkt hefur verið á öllum stigum máls og ein­róma af Alþingi. Hins vegar er lag fyrir áhuga­menn um þá upp­bygg­ingu sem nauð­syn­leg verður að 30-40 árum liðnum að nýta hug­myndir sínar fyrir þann fasa. Reynslan ætti að kenna mönnum að ekki er ráð nema í tíma sé tek­ið. 

Ég óska ykkur góðrar helg­ar, hvort heldur þið standið vakt­ina eða hlaðið batt­er­í­in!

Páll Matth­í­as­son.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None