Samkeppniseftirlitið felst á yfirtöku ríkisins á Íslandsbanka með skilyrðum

íslandsbanki-8.jpg
Auglýsing

Með ákvörðun sem birt er í dag hefur Samkeppniseftirlitið heimilað yfirtöku íslenska ríkisins á Íslandsbanka, með skilyrðum sem aðilar málsins hafa sæst á að fylgja. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.

Eftir yfirtöku Ríkissjóðs Íslands á hlut Glitnis hf. í Íslandsbanka hf. fer Bankasýsla ríkisins með allan eignarhlut í bankanum, jafnframt því sem Bankasýslan fer með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum, 13% hlut í Arion banka, 49,5% hlut í Sparisjóði Austurlands. Þá á ríkið einnig Íbúðalánasjóð, Byggðastofnun og Lánasjóð íslenskra lánsmanna, en allar þessar stofnanir sinna fjármálaþjónustu, hver með sínum hætti.

„Yfirtaka ríkissjóðs á Íslandsbanka leiðir til þess að 65-70% af innlánastarfsemi í landinu verður undir yfirráðum sama aðila, auk þess sem Íslandsbanki og Landsbankinn hafa saman mjög sterka stöðu á fleiri mikilvægðum undirmörkuðum fjármálaþjónustu. Yfirráð sama aðila yfir tveimur keppinautum með svo sterka stöðu eru að öllu jöfnu til þess fallin að raska samkeppni með alvarlegum hætti. Í hinu sameiginlega eignarhaldi felst hætta á því að starfsemi bankanna verði samræmd, beint eða óbeint, með skaðlegum hætti fyrir viðskiptavini og samfélagið.

Auglýsing

Aðilar málsins eru meðvitaðir um þessa hættu. Þannig hafa stjórnvöld engin áform um að sameina eða samþætta starfsemi keppinautanna tveggja, Íslandsbanka og Landsbankans, hvorki með samstarfi þeirra á milli eða með því að renna þeim saman. Þá liggur einnig fyrir að stjórnvöld áforma sölu á eignarhlutum í viðskiptabönkum í eigu ríkisins, a.m.k. að hluta,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins.

Þar segir ennfremur að stjórnvöld hafi nú skuldbundið sig með sátt við Samkeppniseftirlitið til þess að fylgja reglum og grípa til aðgerða sem stuðla að því að bankarnir verði reknir sem sjálfstæðir keppinautar. Viðskiptabankarnir tveir sem verða undir yfirráðum ríkisins hafa einnig skuldbundið sig til að fylgja skilyrðum sem stuðla að hinu sama. Þannig verður gripið til ráðstafana sem ætlað er að koma í veg fyrir að hið sameiginlega eignarhald hafi skaðleg áhrif á samkeppni.

Í sáttinni er m.a. kveðið á um eftirfarandi:

  • Tryggt er að bann við samráði tekur að fullu og öllu leyti til hvers konar samskipta Íslandsbanka og Landsbankans. Þýðir þetta að bann 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins tekur til allra samskipta bankanna og varða brot þeirra sektum skv. 37. gr. samkeppnislaga. Jafnframt leiðir af þessu að starfsmenn og stjórnarmenn Íslandsbanka og Landsbanka geta bakað sér refsiábyrgð með samskiptum sín á milli, sbr. 41. gr. a. samkeppnislaga.
  • Mælt er fyrir um óhæði þeirra stjórnarmanna sem Bankasýslan kýs í stjórnir viðskiptabanka og sparisjóða, gagnvart öðrum keppinautum. Í þessu skyni er einnig mælt fyrir um hvernig staðið skuli að vali stjórnarmanna.
  • Mælt er fyrir um að horft sé til mögulegra samkeppnishindrana í mótun á stjórnarháttum í bönkunum.
  • Mælt er fyrir um mótun verklags innan Bankasýslunnar sem kemur í veg fyrir að afskipti hennar eða öflun/miðlun upplýsinga stuðli að samkeppnishamlandi samræmingu milli bankanna.
  • Tryggt er að eigendastefna ríkisins taki mið af framangreindu.

Við mat Samkeppniseftirlitsins skiptir einnig máli að framsal til ríkissjóðs á eignarhlut í Íslandsbanka er mikilvægur liður í „markmiðum ríkisins um efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika og afléttingu gjaldeyrishafta“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None