Ætluðu að sækja um réttarvernd fyrir Magnús Pálma en gerðu það ekki

Embætti sérstaks saksóknara hefur nú runnið inn í embætti héraðssaksóknara.
Embætti sérstaks saksóknara hefur nú runnið inn í embætti héraðssaksóknara.
Auglýsing

Til stóð að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, sem nú hefur runn­ið inn í emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, myndi sækja um rétt­ar­vernd fyrir Magnús Pálma Örn­ólfs­son, fyrr­ver­andi yfir­mann eigin við­skipta hjá Glitni, á grund­velli ­upp­ljóstr­ar­a­á­kvæðis vegna stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máls bank­ans sem ákært var ­fyrir í byrjun mán­að­ar. Hann hafði stöðu grun­aðs manns við rann­sókn máls­ins lengi vel. Slíka rétt­ar­vernd gegn ákæru var hægt að veita ef við­kom­andi gat veitt upp­lýs­ingar um sak­næma hátt­semi ann­arra. Magnús Pálmi hlaut rétt­ar­vernd í Stím-­mál­inu svo­kall­aða og er annar tveggja manna sem hana hafa hlotið í íslenskum hrun­mál­um.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans reyndi ekki á að sækja um rétt­ar­vernd fyrir Magnús Pálma í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu þar sem emb­ættið mat sem svo að ekki væru nægj­an­legar ástæður til að ákæra Magn­ús Pálma. Því reyndi ekki á rétt­ar­vernd hans í mál­inu.

Það hefur vakið tölu­verða athygli að þrír und­ir­menn Magn­ús­ar Pálma, sem störf­uðu sem miðl­arar hjá eigin við­skiptum Glitn­is, voru ákærðir í mál­inu auk tveggja stjórn­enda bank­ans, meðal ann­ars fyrr­ver­andi for­stjóra hans. Það er þó ekki eins­dæmi að stjórn­anda sé sleppt úr keðj­unni þegar ákært er ­fyrir stór­felld mark­aðs­mis­notk­un­ar­brot. Í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Lands­banka Íslands var fyrr­ver­andi yfir­maður verð­bréfa­sviðs bank­ans ekki á­kærð­ur, en hann var yfir­maður þess sem stýrði eigin við­skiptum Lands­banka Íslands­. Sá síð­ar­nefndi og banka­stjóri Lands­banka Íslands voru hins vegar ákærð­ir.

Auglýsing

Ákvæðið ekki leng­ur til staðar í lögum

Upp­ljóstr­ar­a­á­kvæði, sem gat veitt að­ilum rétt­ar­vernd gegn ákæru ef þeir gátu veitt upp­lýs­ingar um sak­næma hátt­semi ann­arra, er ekki lengur í íslenskum lög­um. Ákveð­ið, sem gilti ein­ung­is í efna­hags­brota­mál­um, var til staðar í lögum um emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara en þau féllu úr gildi um síð­ustu ára­mót

Ákvæðið hefur ver­ið ­um­deilt. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hafa tveir menn fengið rétt­ar­vernd gegn ákæru í hrun­mál­um þar sem upp­lýs­ing­ar bentu til þess að þeir hafi brotið af sér, gegn því að þeir veittu sak­sókn­ara ­upp­lýs­ingar sem styrkti mála­til­búnað hans. Annar mann­anna, Rós­ant Már Torfa­son, hlaut slíka rétt­ar­vernd árið 2009. Hinn, Magnús Pálmi Örn­ólfs­son, hlaut rétt­ar­vernd­ina með bréfi frá rík­is­sak­sókn­ara í febr­úar 2014. Hann hafði áður­ haft rétt­ar­stöðu grun­aðs manns í Stím-­mál­inu svo­kall­aða. Þeir störf­uðu báð­ir ­fyrir Glitni fyrir hrun.

Þá ásak­aði Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, Hall­dór Bjarkar Lúð­vígs­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóra fjár­fest­inga­banka­sviðs ­Arion banka, um að hafa samið sig frá ákæru í hinu svo­kall­aða CLN-­máli gegn því að bera vitni. Kjarn­inn greindi frá því fyrr á þessu ári að Hall­dór Bjarkar segi það aldrei hafa verið rætt milli hans og starfs­manna sér­staks sak­sókn­ara að ­fallið yrði frá ákæru gegn honum fyrir vitn­is­burð í ­mál­inu. Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara stað­festi það einnig að ekki hefði verið samið við Hall­dór Bjark­ar. Hann hefur því ekki hlotið slíka rétt­ar­vernd.

Þótti ekki áreið­an­legt vitni

Aðal­með­ferð Stím-­máls­ins, þar sem Magnús Pálmi hlaut rétt­ar­vernd, fór fram í lok síð­asta árs og lauk með því að sak­born­ingar í mál­inu hlutu þungu dóma í hér­aðs­dómi. Magnús Pálmi var á meðal vitna í mál­inu. Í dómi hér­aðs­dóms er á það bent að Magn­ús Pálmi hafi við fyrstu yfir­heyrslur í mál­inu sagt, að hann hefði einn tek­ið á­kvörðun um kaup á skulda­bréfi Sögu Capital, sem eru lyk­il­við­skipti í mál­in­u. ­Síðan breytir hann fram­burði sín­um. Í dómnum segir um þetta: „Líta verður til­ þess að á því stigi hafði lög­regla kynnt honum gögn sem þóttu leiða í ljós sekt [­Magn­úsar Pálma]. Á því stigi hafði lög­reglan jafn­framt kynnt honum þá til­gát­u að til hafi kom­ið ­þrýst­ingur frá yfir­manni hans um að sam­þykkja kaup­in. Svo sem hér greinir hef­ur [­Magnús Pálmi] orðið missaga undir með­förum máls­ins. Dóm­ur­inn telur að skoða verði fram­burð [Magn­úsar Pálma] í þessu ljósi sem og sönn­un­ar­gildi fram­burð­ar­ hans."

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None