Félaginu þarf að slíta fyrir árslok 2018

Félag sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið mun taka við stöðugleikaframlagi upp á 60-80 milljarða króna frá gömlu bönkunum. Ný breytingartillaga gerir ráð fyrir því að félaginu verði slitið eigi síðar en í árslok 2018.

Félagið sem mun taka við stöðugleikaframlagi Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, utan bankahluta, mun heyra undir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.
Félagið sem mun taka við stöðugleikaframlagi Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, utan bankahluta, mun heyra undir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

Félagi sem tekur við þeim eignum sem ríkið fær vegna ­stöð­ug­leika­fram­lags gömlu bank­anna mun verða slitið fyrir árs­lok 2018. Þetta kemur fram í breyt­ing­ar­til­lögu sem meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar hef­ur lagt fram. Í nefnd­ar­á­liti sem fylgir breyt­ing­ar­til­lög­unni segir að við um­fjöllun fyrir nefnd­inni hafi komið fram að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, ­sem félagið mun heyra und­ir, áætli að félagið nái að fulln­usta 80 pró­sent þeirra verð­mæta sem það mun fá innan 18 mán­aða. Þar segir enn frem­ur: „Erfitt er að áætla nákvæm­lega hvenær verk­efnum félags­ins verður að fullu lokið en ger­a má ráð fyrir að þegar verð­mætin sem eftir standa verða það lít­il, eða þess eðlis að þau rétt­læti ekki lengur áfram­hald­andi starf­semi sér­staks félags­, verði það lagt nið­ur­.[..]­Meiri hlut­inn leggur því til við­bót­ar­breyt­ingu við frum­varpið sem felur í sér að störfum félags­ins verði lokið og félag­inu slit­ið ­fyrir 31. des­em­ber 2018. 

Borg­un­ar­málið hafði áhrif

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun mars að þær eign­ir ­sem íslenska ríkið mun fá afhent sem stöð­ug­leika­fram­lag frá slita­búum fölln­u ­bank­anna, utan Íslands­banka, muni ekki renna til félags í eigu Seðla­banka Ís­lands. Þess í stað munu þær fara til félags sem mun heyra undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Þetta kom fram í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar við breyt­ing­ar­til­lögu á frum­varpi um stöð­ug­leika­fram­lag.

Ein af ástæð­un­um ­fyrir því að þrýst var á um þessar breyt­ingar var hið svo­kall­aða Borg­un­ar­mál, þar sem hlutur rík­is­s­bank­ans Lands­bank­ans í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­in­u ­Borgun var seldur á bak­við luktar dyr til hóps ­stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins og með­fjár­festa þeirra. Síðar kom í ljós að virð­i hlut­ar­ins var marg­falt meira en það var áætlað við söl­una. Banka­sýsla rík­is­ins hafn­aði á föstu­dag allri málsvörn stjórn­enda og banka­ráðs Lands­bank­ans í mál­inu.

Auglýsing

Verð­ur­ risa­stórt félag

Um verður að ræða risa­stórt félag. Virði eign­anna sem munu renna inn í það, sem afhentar voru rík­inu í stöð­ug­leika­fram­lögum slita­bú­a ­föllnu bank­anna, verður á bil­inu 60 til 80 millj­arðar króna. Félagið sjálft mun ekki eiga eign­irnar heldur rík­ið. Það mun fulln­usta þær og þegar búið verður að um­breyta þeim í laust fé mun það und­an­tekn­ing­ar­laust renna inn á lok­að­an ­reikn­ing í Seðla­bank­an­um.

Allt hlutafé í Íslands­banka, sem er stærsta ein­staka ­stöð­ug­leika­fram­lag föllnu bank­anna, mun renna til Banka­sýslu rík­is­ins,ekki inn í hið fyr­ir­hug­aða eign­ar­um­sýslu­fé­lag. Aðrar eignir sem rík­inu verða afhent­ar munu hins vegar rata þang­að.

Gert er ráð fyrir því að 150 millj­ónum króna verð­i varið í að stofna félag­ið, meðal ann­ars vegna ráð­gjafar í tengslum við mat, aug­lýs­ing­ar, lög­fræði­þjón­ustu „og þar fram eftir göt­un­um“.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None