Félaginu þarf að slíta fyrir árslok 2018

Félag sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið mun taka við stöðugleikaframlagi upp á 60-80 milljarða króna frá gömlu bönkunum. Ný breytingartillaga gerir ráð fyrir því að félaginu verði slitið eigi síðar en í árslok 2018.

Félagið sem mun taka við stöðugleikaframlagi Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, utan bankahluta, mun heyra undir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.
Félagið sem mun taka við stöðugleikaframlagi Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, utan bankahluta, mun heyra undir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

Félagi sem tekur við þeim eignum sem ríkið fær vegna stöðugleikaframlags gömlu bankanna mun verða slitið fyrir árslok 2018. Þetta kemur fram í breytingartillögu sem meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt fram. Í nefndaráliti sem fylgir breytingartillögunni segir að við umfjöllun fyrir nefndinni hafi komið fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem félagið mun heyra undir, áætli að félagið nái að fullnusta 80 prósent þeirra verðmæta sem það mun fá innan 18 mánaða. Þar segir enn fremur: „Erfitt er að áætla nákvæmlega hvenær verkefnum félagsins verður að fullu lokið en gera má ráð fyrir að þegar verðmætin sem eftir standa verða það lítil, eða þess eðlis að þau réttlæti ekki lengur áfram­haldandi starfsemi sérstaks félags, verði það lagt niður.[..]Meiri hlutinn leggur því til viðbótarbreytingu við frumvarpið sem felur í sér að störfum félagsins verði lokið og félaginu slitið fyrir 31. desember 2018. 

Borgunarmálið hafði áhrif

Kjarninn greindi frá því í byrjun mars að þær eignir sem íslenska ríkið mun fá afhent sem stöðugleikaframlag frá slitabúum föllnu bankanna, utan Íslandsbanka, muni ekki renna til félags í eigu Seðlabanka Íslands. Þess í stað munu þær fara til félags sem mun heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Þetta kom fram í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar við breytingartillögu á frumvarpi um stöðugleikaframlag.

Ein af ástæðunum fyrir því að þrýst var á um þessar breytingar var hið svokallaða Borgunarmál, þar sem hlutur ríkissbankans Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun var seldur á bakvið luktar dyr til hóps stjórnenda fyrirtækisins og meðfjárfesta þeirra. Síðar kom í ljós að virði hlutarins var margfalt meira en það var áætlað við söluna. Bankasýsla ríkisins hafnaði á föstudag allri málsvörn stjórnenda og bankaráðs Landsbankans í málinu.

Auglýsing

Verður risastórt félag

Um verður að ræða risastórt félag. Virði eignanna sem munu renna inn í það, sem afhentar voru ríkinu í stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna, verður á bilinu 60 til 80 milljarðar króna. Félagið sjálft mun ekki eiga eignirnar heldur ríkið. Það mun fullnusta þær og þegar búið verður að umbreyta þeim í laust fé mun það undantekningarlaust renna inn á lokaðan reikning í Seðlabankanum.

Allt hlutafé í Íslandsbanka, sem er stærsta einstaka stöðugleikaframlag föllnu bankanna, mun renna til Bankasýslu ríkisins,ekki inn í hið fyrirhugaða eignarumsýslufélag. Aðrar eignir sem ríkinu verða afhentar munu hins vegar rata þangað.

Gert er ráð fyrir því að 150 milljónum króna verði varið í að stofna félagið, meðal annars vegna ráðgjafar í tengslum við mat, auglýsingar, lögfræðiþjónustu „og þar fram eftir götunum“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None