Félaginu þarf að slíta fyrir árslok 2018

Félag sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið mun taka við stöðugleikaframlagi upp á 60-80 milljarða króna frá gömlu bönkunum. Ný breytingartillaga gerir ráð fyrir því að félaginu verði slitið eigi síðar en í árslok 2018.

Félagið sem mun taka við stöðugleikaframlagi Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, utan bankahluta, mun heyra undir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.
Félagið sem mun taka við stöðugleikaframlagi Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, utan bankahluta, mun heyra undir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

Félagi sem tekur við þeim eignum sem ríkið fær vegna ­stöð­ug­leika­fram­lags gömlu bank­anna mun verða slitið fyrir árs­lok 2018. Þetta kemur fram í breyt­ing­ar­til­lögu sem meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar hef­ur lagt fram. Í nefnd­ar­á­liti sem fylgir breyt­ing­ar­til­lög­unni segir að við um­fjöllun fyrir nefnd­inni hafi komið fram að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, ­sem félagið mun heyra und­ir, áætli að félagið nái að fulln­usta 80 pró­sent þeirra verð­mæta sem það mun fá innan 18 mán­aða. Þar segir enn frem­ur: „Erfitt er að áætla nákvæm­lega hvenær verk­efnum félags­ins verður að fullu lokið en ger­a má ráð fyrir að þegar verð­mætin sem eftir standa verða það lít­il, eða þess eðlis að þau rétt­læti ekki lengur áfram­hald­andi starf­semi sér­staks félags­, verði það lagt nið­ur­.[..]­Meiri hlut­inn leggur því til við­bót­ar­breyt­ingu við frum­varpið sem felur í sér að störfum félags­ins verði lokið og félag­inu slit­ið ­fyrir 31. des­em­ber 2018. 

Borg­un­ar­málið hafði áhrif

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun mars að þær eign­ir ­sem íslenska ríkið mun fá afhent sem stöð­ug­leika­fram­lag frá slita­búum fölln­u ­bank­anna, utan Íslands­banka, muni ekki renna til félags í eigu Seðla­banka Ís­lands. Þess í stað munu þær fara til félags sem mun heyra undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Þetta kom fram í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar við breyt­ing­ar­til­lögu á frum­varpi um stöð­ug­leika­fram­lag.

Ein af ástæð­un­um ­fyrir því að þrýst var á um þessar breyt­ingar var hið svo­kall­aða Borg­un­ar­mál, þar sem hlutur rík­is­s­bank­ans Lands­bank­ans í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­in­u ­Borgun var seldur á bak­við luktar dyr til hóps ­stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins og með­fjár­festa þeirra. Síðar kom í ljós að virð­i hlut­ar­ins var marg­falt meira en það var áætlað við söl­una. Banka­sýsla rík­is­ins hafn­aði á föstu­dag allri málsvörn stjórn­enda og banka­ráðs Lands­bank­ans í mál­inu.

Auglýsing

Verð­ur­ risa­stórt félag

Um verður að ræða risa­stórt félag. Virði eign­anna sem munu renna inn í það, sem afhentar voru rík­inu í stöð­ug­leika­fram­lögum slita­bú­a ­föllnu bank­anna, verður á bil­inu 60 til 80 millj­arðar króna. Félagið sjálft mun ekki eiga eign­irnar heldur rík­ið. Það mun fulln­usta þær og þegar búið verður að um­breyta þeim í laust fé mun það und­an­tekn­ing­ar­laust renna inn á lok­að­an ­reikn­ing í Seðla­bank­an­um.

Allt hlutafé í Íslands­banka, sem er stærsta ein­staka ­stöð­ug­leika­fram­lag föllnu bank­anna, mun renna til Banka­sýslu rík­is­ins,ekki inn í hið fyr­ir­hug­aða eign­ar­um­sýslu­fé­lag. Aðrar eignir sem rík­inu verða afhent­ar munu hins vegar rata þang­að.

Gert er ráð fyrir því að 150 millj­ónum króna verð­i varið í að stofna félag­ið, meðal ann­ars vegna ráð­gjafar í tengslum við mat, aug­lýs­ing­ar, lög­fræði­þjón­ustu „og þar fram eftir göt­un­um“.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None