Félaginu þarf að slíta fyrir árslok 2018

Félag sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið mun taka við stöðugleikaframlagi upp á 60-80 milljarða króna frá gömlu bönkunum. Ný breytingartillaga gerir ráð fyrir því að félaginu verði slitið eigi síðar en í árslok 2018.

Félagið sem mun taka við stöðugleikaframlagi Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, utan bankahluta, mun heyra undir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.
Félagið sem mun taka við stöðugleikaframlagi Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, utan bankahluta, mun heyra undir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.
Auglýsing

Félagi sem tekur við þeim eignum sem ríkið fær vegna ­stöð­ug­leika­fram­lags gömlu bank­anna mun verða slitið fyrir árs­lok 2018. Þetta kemur fram í breyt­ing­ar­til­lögu sem meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar hef­ur lagt fram. Í nefnd­ar­á­liti sem fylgir breyt­ing­ar­til­lög­unni segir að við um­fjöllun fyrir nefnd­inni hafi komið fram að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, ­sem félagið mun heyra und­ir, áætli að félagið nái að fulln­usta 80 pró­sent þeirra verð­mæta sem það mun fá innan 18 mán­aða. Þar segir enn frem­ur: „Erfitt er að áætla nákvæm­lega hvenær verk­efnum félags­ins verður að fullu lokið en ger­a má ráð fyrir að þegar verð­mætin sem eftir standa verða það lít­il, eða þess eðlis að þau rétt­læti ekki lengur áfram­hald­andi starf­semi sér­staks félags­, verði það lagt nið­ur­.[..]­Meiri hlut­inn leggur því til við­bót­ar­breyt­ingu við frum­varpið sem felur í sér að störfum félags­ins verði lokið og félag­inu slit­ið ­fyrir 31. des­em­ber 2018. 

Borg­un­ar­málið hafði áhrif

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun mars að þær eign­ir ­sem íslenska ríkið mun fá afhent sem stöð­ug­leika­fram­lag frá slita­búum fölln­u ­bank­anna, utan Íslands­banka, muni ekki renna til félags í eigu Seðla­banka Ís­lands. Þess í stað munu þær fara til félags sem mun heyra undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Þetta kom fram í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar við breyt­ing­ar­til­lögu á frum­varpi um stöð­ug­leika­fram­lag.

Ein af ástæð­un­um ­fyrir því að þrýst var á um þessar breyt­ingar var hið svo­kall­aða Borg­un­ar­mál, þar sem hlutur rík­is­s­bank­ans Lands­bank­ans í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­in­u ­Borgun var seldur á bak­við luktar dyr til hóps ­stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins og með­fjár­festa þeirra. Síðar kom í ljós að virð­i hlut­ar­ins var marg­falt meira en það var áætlað við söl­una. Banka­sýsla rík­is­ins hafn­aði á föstu­dag allri málsvörn stjórn­enda og banka­ráðs Lands­bank­ans í mál­inu.

Auglýsing

Verð­ur­ risa­stórt félag

Um verður að ræða risa­stórt félag. Virði eign­anna sem munu renna inn í það, sem afhentar voru rík­inu í stöð­ug­leika­fram­lögum slita­bú­a ­föllnu bank­anna, verður á bil­inu 60 til 80 millj­arðar króna. Félagið sjálft mun ekki eiga eign­irnar heldur rík­ið. Það mun fulln­usta þær og þegar búið verður að um­breyta þeim í laust fé mun það und­an­tekn­ing­ar­laust renna inn á lok­að­an ­reikn­ing í Seðla­bank­an­um.

Allt hlutafé í Íslands­banka, sem er stærsta ein­staka ­stöð­ug­leika­fram­lag föllnu bank­anna, mun renna til Banka­sýslu rík­is­ins,ekki inn í hið fyr­ir­hug­aða eign­ar­um­sýslu­fé­lag. Aðrar eignir sem rík­inu verða afhent­ar munu hins vegar rata þang­að.

Gert er ráð fyrir því að 150 millj­ónum króna verð­i varið í að stofna félag­ið, meðal ann­ars vegna ráð­gjafar í tengslum við mat, aug­lýs­ing­ar, lög­fræði­þjón­ustu „og þar fram eftir göt­un­um“.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None