Upplýsingar um eignir Pútín og meinta spillingu birtar á næstu dögum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Auglýsing

Á næstu dögum verða birtar ýmsar upp­lýs­ingar um Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, vini hans og fjöl­skyldu í ýmsum fjöl­miðlum víða um heim. Upp­lýs­ing­arnar munu birt­ast í fjöl­miðlum í Þýska­landi, Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Frakk­landi, Sviss, Rúss­landi og fleiri lönd­um. Þær snú­ast með­al­ ann­ars um hversu mik­ils virði eignir Pútín eru, um tengsl hans við rúss­neska við­skipta­jöfra, ­spill­ingu og þátt­töku hans í ýmis konar kæru­lausu athæfi þegar hann var yngri. Þetta kom fram í yfir­lýs­ingu frá Dmi­try Peskov, tals­manns stjórn­valda í Kreml í dag. 

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans standa alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, fyr­ir­ um­fjöll­un­inni. Það eru sömu sam­tök og vinna nú að birt­ingu á fréttum um eign­ir Ís­lend­inga í skatta­skjól­um. Á meðal þeirra sem verða til umfjöll­unar í þeirri um­fjöllun er Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans, en hún á félag sem skráð er á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um.

Auglýsing

Haft er eftir Peskov í ýmsum erlendum fjöl­miðlum að um sé að ræða „fjöl­miðla­árás“ á Pútín sem stjórn­völd í Moskvu hafi orðið með­vituð um eftir að ýmsar fyr­ir­spurnir bár­ust frá miðlum vegna máls­ins. Peskov sagði að Rúss­land hefði lög­fræði­lega getu til að verja virð­ingu for­seta lands­ins, hvort ­sem um væri að ræða inn­an­lands eða alþjóð­lega. Hægt er að lesa umfjöllun í rúss­neskum fjöl­miðlum hér og hér

Ætla að birta upp­lýs­ingar um eignir Íslend­inga í skatta­skjólum

Kjarn­inn greindi frá því þann 17. mars að Reykja­vík Media ehf., fjöl­miðla­fyr­ir­tæki í eigu Jóhann­esar Kr. Krist­jáns­son­ar, ICIJ, sem eru alþjóð­leg sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna, þýska dag­blaðið Südd­eutsche Zeit­ung og fleiri erlendir fjöl­miðlar hafa unnið saman að fréttaum­fjöllun um eignir Íslend­inga í erlendum skatta­skjólum und­an­farna mán­uði. Þær fréttir munu birt­ast þeim miðlum á allra næstu vik­um. Þetta stað­festi Jóhannes Kr. í sam­tali við Kjarn­ann. Líkt og áður sagði eru þetta sömu sam­tök sem eru að vinna að birt­ingu umfjöll­unar um Vla­dimír Pútín í sam­starfi við ýmsa erlenda fjöl­miðla.

Anna Sig­ur­laug Páls­dóttir, eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, opin­ber­aði í stöðu­upp­færslu á Face­book fyrir tæpum tveimur vikum að hún ætti erlent félag sem héldi utan um miklar eignir henn­ar. Þær eignir eru arfur sem hún fékk í kjöl­far þess að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki hennar seldi Toyota á Íslandi árið til til Smá­eyjar ehf. fyr­ir­tækis Magn­úsar Krist­ins­son­ar, í des­em­ber 2005 fyrir 5,6 millj­arða króna. Eignir for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna eru um 1,2 millj­arðar króna sam­kvæmt skatt­fram­tölum og eru þær að langstærstu leyti inni í umræddu félagi. Anna Sig­ur­laug til­tók sér­stak­lega að hún hefði staðið skil á öllum sköttum hér­lendis sem hún hefði átt að greiða.

Opin­berun hennar kom í kjöl­far þess að Jóhannes Kr. setti sig í sam­band við for­sæt­is­ráð­herra vegna þeirrar umfjöll­unar sem birt verður á næstu vik­um, en þar er meðal ann­ars fjallað um félag eig­in­konu hans.

Sig­mundur Davíð hefur legið undir ámæli eftir að opin­ber­unin átti sér stað, sér­stak­lega vegna þess að eig­in­kona hans á einnig kröfur í slitabú föllnu bank­anna fyrir rúman hálfan millj­arð króna. Stórar spurn­ingar hafa verið settar við hæfi for­sæt­is­ráð­herra til að koma að áætlun um losun hafta vegna þessa. Sig­mundur Davíð birti í gær spurn­ingar og svör á blogg­síðu sinni þar sem hann svarar eigin spurn­ingum um mál­ið. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None