Ritari Sjálfstæðisflokks segir ótækt að Sigmundur Davíð sitji áfram á þingi

Einn forystumanna Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki samþykkt að Sigurður Ingi Jóhannsson verði forsætisráðherra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, situr í forystu Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, situr í forystu Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ekki sam­þykkt að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, verði næsti for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Hún segir enn­fremur að sér þyki það per­sónu­lega ótækt að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, sem steig til hliðar sem for­sæt­is­ráð­herra í gær, sitji áfram á þingi. Þessum skoð­unum hafi hún komið á fram­færi á þing­flokks­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í gær. Það sé hins vegar lítið sem Sjál­stæð­is­flokk­ur­inn geti gert í þeirri ákvörðun hans. Þetta kom fram í Twitt­er­færslum Áslaugar Örnu í gær­kvöld­i. Sig­mundur Davíð lagði til­lögu fyrir þing­flokk sinn síð­degis í gær um að hann myndi stíga til hliðar sem for­sæt­is­ráð­herra og að Sig­urður Ingi myndi taka við. Ástæðan er sú staða sem Sig­mundur Davíð var kom­inn í eftir að fjöl­miðlar út um allan heim sögðu fréttir af aflandseign for­sæt­is­ráð­herr­ans og birtu síend­ur­tekið við­tal sem sænska rík­is­sjón­varpið og Reykja­vík Media tóku við hann. Í við­tal­inu segir Sig­mundur Davíð ósatt um aðkomu sína að aflands­fé­lag­inu Wintris og rýkur síðan út. Einn þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins var á móti til­lögu Sig­mundar Dav­íðs, sem ætlar að sitja áfram sem for­maður flokks­ins og þing­mað­ur. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur sagt að hann og Sig­urður Ingi muni ræða saman næstu daga um myndun nýrrar rík­is­stjórnar flokk­anna. Ekki er úti­lokað að kosið verði fyrr en áætlað var, en kosn­ingar eiga að fara fram í apríl á næsta ári.

Auglýsing

Í gær­kvöldi skap­að­ist raunar mikil óvissa um hvort Sig­mundur Davíð hefði raun­veru­lega vikið úr starfi. Í yfir­lýs­ingu sem Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sendi á erlenda fjöl­miðla sagði að Sig­mundur Davíð hefði aðeins lagt til að Sig­urður Ingi Jóhanns­son tæki við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu í „óá­kveð­inn tíma.“ Hann hafi ekki sagt af sér og muni halda áfram sem for­maður flokks­ins. Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs, sagði við RÚV að ekk­ert væri óljóst í þess­ari til­kynn­ingu. Sig­urður Ingi væri for­sæt­is­ráð­herra í ótil­greindan tíma, sem geti þýtt fram að næstu kosn­ing­um. Það að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki sagt af sér sé líka rétt, hann sé enn starf­andi for­sæt­is­ráð­herra þangað til hann skili umboði sínu til for­seta Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None