AGS: Efnahagurinn stendur nú styrkum fótum

bjarni sigmundur
Auglýsing

Nýlegar breyt­ingar á rík­is­stjórn Íslands eiga sér stað þegar ótví­ræður árangur hefur náðst í efna­hags­líf­inu. Við­líka hag­vöxtur hefur ekki mælst síðan fyrir banka­kreppu en hvílir nú á mun styrk­ari stoð­um. Þetta er mat sendi­nefndar Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins, sem verið hefur hér á landi að und­an­förnu að kynna sér stöðu efna­hags­mála, en nið­ur­staða hennar var kynnt á fundi í dag.

„Til grund­vallar liggur fjölgun ferða­manna sem styður við hag­vöxt og ­skapar gjald­eyr­is­tekj­ur. Afnám hafta af slita­búum gömlu bank­anna var nýlega fram­kvæmt af ­leikni, þar sem tókst að verja gjald­eyr­is­vara­sjóð­inn, lág­mark­aða lög­fræði­lega áhættu og ­skapa um leið hval­reka fyrir rík­is­sjóð. Þessar greiðslur ásamt nýtil­kominni heild­stæðri lög­gjöf um fjár­mál hins opin­bera ættu að leiða til veru­legrar lækk­unar á skuldum rík­is­ins,“ segir í til­kynn­ingu frá AGS.

Kjörað­stæður hafa því skap­ast fyrir ný skref í afnámi fjár­magns­hafta, að mati sendi­nefnd­ar­inn­ar. Átak til að leysa út aflandskrónu­eignir er eðli­legt skref áður en stjórn­völd snúa sér að losun hafta á almenn­ing. Hækkun þaks á fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða erlendis væri annað skyn­sam­legt skref. Aðr­ar að­gerðir þurfa að vera var­færn­ar, vel skipu­lagðar og byggja á mark­miðum um eflt fjár­mála­eft­ir­lit og notkun þjóð­hags­var­úð­ar­tækja, að mati AGS.



Atriði sem AGS tók sama í punkta í til­kynn­ingu, má sjá orð­rétta hér að neð­an.

Auglýsing

1. Útlit er fyrir áfram­hald­andi góðan árangur í efna­hags­líf­in­u og að hag­vöxtur stefni í 2,5% til með­al­langs tíma. Öflug einka­neysla, fjár­fest­ing og ferða­manna­iðn­aður munu halda áfram að knýja fram­leiðslu og at­vinnu­sköp­un. Óhóf­legar launa­hækk­anir munu lík­lega auka verð­bólgu umfram verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans til skamms tíma lit­ið. Gera má ráð fyrir aukn­u að­haldi pen­inga­stefn­unnar sem leitar jafn­vægis milli hóf­legrar verð­bólgu og ­mjúk­rar lend­ingar efna­hags­lífs­ins. Launa­hækk­anir munu draga úr sam­keppn­is­hæfi. Þetta, ásamt lak­ari við­skipta­kjörum, myndi valda minnk­andi afgangi af við­skipta­jöfn­uði.

2. Mesta áhættan gæti verið önnur koll­steypa eftir ofþenslu eins og áður hefur þekkst. Almenn krafa um aukin rík­is­út­gjöld hefur orð­ið há­vær­ari eftir mörg aðhaldsár og útlit er fyrir að kosn­ingar verði fyrr á ferð­inni en áður var reiknað með. Ef nýlega upp­stokkuð rík­is­stjórn eða kom­and­i ­rík­is­stjórnir freista þess að afla sér vin­sælda með auknum útgjöldum mynd­i slíkt bæt­ast við ríf­legar launa­hækk­anir og kynda undir inn­lendri eft­ir­spurn sem hætta er á að sé of kröftug fyr­ir. Slík þróun myndi kalla á enn meiri ­vaxta­hækk­anir en nú er gert ráð fyr­ir. Hærri vextir gætu dregið að meiri vaxta­mun­ar­við­skipt­i ­sem gætu grafið undan fjár­mála­stöð­ug­leika og skaðað sam­keppn­is­hæfi enn frek­ar.

3. Heild­stæð lög um opin­ber fjár­mál koma á heppi­legum tíma til að við­halda aga í rík­is­fjár­mál­um. Ekki má hvika frá ákvörðun um að leggja til hliðar fram­lög slita­bú­anna. Nýjar fjár­mála­reglur (sem miða við að hrein­ar op­in­berar skuldir séu innan við 30 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu og hafa á­kvæði um að fjár­lög séu í jafn­vægi eða skili afgangi á hverju fimm ára ­tíma­bili) mynda leið­bein­andi lang­tíma umgjörð um opin­ber fjár­mál. ­Trú­verð­ug­leiki rík­is­fjár­mála fæst með stað­fastri fram­fylgni regln­anna. Það hefur mikla þýð­ingu að þessar reglur ná yfir öll opin­ber fjár­mál, einnig fjár­mál sveit­ar­fé­laga. Eft­ir­spurn­ar­þrýst­ingur kallar á hóf­lega aukn­ingu aðhalds í rík­is­út­gjöldum næsta árs. Huga ætti að frek­ari end­ur­bótum á virð­is­auka­skatt­kerf­inu til að afla meiri tekna. Slíkar end­ur­bætur ásam­t veru­legum sparn­aði í vaxta­greiðslum vegna lægri skulda gefa tæki­færi til að end­ur­skoða for­gangs­röðun útgjalda til með­al­langs tíma þar sem þörf er á hærri fram­lögum til mennta­mála, heil­brigð­is­mála og fjár­fest­ing­ar.

4. End­ur­skipu­lagn­ing á ramma kjara­samn­inga er for­senda efna­hags­legs stöð­ug­leika. Höfr­unga­hlaup launa­hækk­ana frá byrjun árs 2015 hef­ur ­dregið veru­lega úr heil­brigði efna­hags­lífs­ins. Þjóð­hags­ráð, sem vett­vang­ur ­fyrir umræður sam­fé­lags­að­ila og þeirra sem móta pen­inga- og fjár­mála­stefnu, er kær­komið skref í rétta átt. Með end­ur­bótum er stefnt að því að tengja kjara­við­ræður við sam­keppn­is­hæfi þar sem útflutn­ings­fram­leiðslu­greinar slá tón­inn og aðrar atvinnu­greinar fylgja.

5. Lík­legt er að þörf verði á auknu aðhald­i ­pen­inga­stefn­unn­ar. Ísland nýtur nú verð­stöð­ug­leika sem hefur staðið óvenju­lega ­lengi og hefur aukið trú­verð­ug­leika Seðla­bank­ans. Óháð and­stöðu úr ýmsum átt­u­m er fylli­lega rétt­mætt að Seðla­bank­inn sé til­bú­inn að hækka vexti enn frekar og ­festa auk­inn trú­verð­ug­leika í sessi. Hag­kerfið vex hratt, launa­hækk­anir mun­u vænt­an­lega þrýsta verð­bólgu upp fyrir mark­mið á næstu mán­uðum og ekki má taka því sem gefnu að inn­flutn­ings­verð þró­ist áfram jafn heppi­lega til lækk­un­ar. Eins og áður eiga vaxta­hækk­anir að vera í skrefum í sam­ræmi við mæl­ingar og ­gögn.

6. Rammi pen­inga­stefn­unnar nyti góðs af skýrum lín­um varð­andi inn­grip á gjald­eyr­is­mark­aði. Leggja þarf áherslu á for­gang verð­bólgu­mark­miðs­ins og gefa skýrt til kynna að ekk­ert geng­is­mark­mið sé til­ ­staðar – mót­spyrna gegn geng­is­hækk­unum get­ur, svo þver­sagn­ar­kennt það er, ­skapað vænt­ingar mark­að­ar­ins um frek­ari geng­is­hækkun – því er far­sæl­ast að hvika ekki frá verð­bólgu­mark­mið­inu. Stefna varð­andi inn­grip ætti einnig að ger­a ­grein­ar­mun á upp­bygg­ingu gjald­eyr­is­forða og sveiflu­jöfn­un. Stærð gjald­eyr­is­forða þarf að mót­ast af var­fær­inni nálg­un, einkum á meðan losun hafta ­gengur yfir, en Seðla­bank­inn starfar í sam­ræmi við útgefnar leið­bein­ingar AGS.

7. Frek­ari losun hafta þarf að fram­kvæma með var­úð. ­Skyn­sam­legt er að gera atlögu að aflandskrónu­vand­anum áður en athyglin beinist að inn­lendum aðil­um. Lang­líf höft magna upp bresti svo sem of mikla áhættu­sækn­i líf­eyr­is­sjóða. Það er rök­rétt fyrsta skref að heim­ila aukna erlenda fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða sam­tímis því að ráð­staf­anir séu gerðar til að efla ­stjórn­ar­hætti og áhættu­stýr­ingu í lögum um líf­eyr­is­sjóði. Gera þarf ­yf­ir­grips­mikla áætlun sem miðar að losun hafta á heim­ili og fyr­ir­tæki. Slík­ ­á­ætlun ætti að fela í sér áþreif­an­legar skuld­bind­ingar til að bæta ­banka­eft­ir­lit og styrkja þjóð­hags­var­úð­ar­tæki.

8. Stefna stjórn­valda þarf að taka mið af vax­andi þátt­töku ­rík­iss­ins í banka­kef­inu. Það er mik­il­vægt að rík­ið, sem meiri­hluta­eig­andi í t­veimur bönkum og með umtals­verða hags­muni í þeim þriðja, fari fram af ábyrgð. ­Gæta þarf að því að arð­greiðslur skerði ekki um of lausafé bank­anna. Ekki á að hraða einka­væð­ingu um of en leggja þess í stað áherslu á að finna trausta ­kaup­end­ur, helst erlenda banka með gott orð­spor. Jafn­framt ætti að huga að því að efla laga­heim­ildir og sjálf­stæði Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sam­hliða vinnu við ­þróun áhættu­mats og bættu banka­eft­ir­liti með breyt­ingum á lögum um opin­bert ­eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi. Aðkomu tveggja opin­berra aðila að eft­ir­liti með­ ­bönkum ætti einnig að end­ur­meta, ekki síst vegna sam­ræm­ing­ar­vanda sem kann að koma upp, þar sem laust fé og eigið fé eru sín hvor hliðin á sama pen­ingi. Ein ­leið til hag­ræð­ingar gæti verið að sam­eina reglu­verk og eft­ir­lit með bönkum innan Seðla­bank­ans en að Fjár­mála­eft­ir­litið ann­ist eft­ir­lit með öðrum fjár­mála­stofn­unum og mörk­uðum ásamt neyt­enda­vernd. Slíka tveggja turna lausn og aðrar mögu­legar útfærslur þyrfti að kanna bet­ur.

9. Mik­il­vægt er að efl­ing þjóð­hags­var­úð­ar­tækja haldi áfram af krafti og aukin vald­dreif­ing í þessu til­liti væri til bóta. Meðal mark­miða er að auka við­náms­þrótt efna­hags­reikn­inga – einkum með til­liti til geng­is­á­falla – og draga úr kerf­is­á­hættu sem skap­ast getur af miklu og sveiflu­kennd­u fjár­magns­flæði. Meðal mik­il­vægra frum­varpa sem liggja fyrir Alþingi eru lög sem ­setja þak á veð­hlut­fall hús­næð­is­lána og tak­marka óvarðar erlendar lán­tök­ur. Einnig þarf að halda áfram vinnu við þróun virkra stjórn­tækja vegna fjár­magns­hreyf­inga, sem gæti skapað pen­inga­stefn­unni aukið svig­rúm. Litið fram á veg­inn mætti huga að sam­hæfð­ari nálgun þar sem Seðla­banka og Fjár­mála­eft­ir­liti yrðu færðar heim­ildir til að inn­leiða ný tæki á grund­velli ­reglu­gerð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None