Nýr hluthafi í Kjarnanum og Kjarnasjóðurinn stofnaður

Kjarnasjóðurinn, fyrsti íslenski rannsóknarblaðamennskusjóðurinn, hefur verið stofnaður. Hann mun styrkja stór og metnaðarfull verkefni á sviði rannsóknarblaðamennsku á Íslandi. Nýr hluthafi í Kjarnanum vinnur hjá Google í Kaliforníu.

Hjálmar Gíslason er stjórnarformaður Kjarnans og stærsti einstaki eigandi hans.
Hjálmar Gíslason er stjórnarformaður Kjarnans og stærsti einstaki eigandi hans.
Auglýsing

Kjarn­inn miðlar ehf., félag sem á og rekur Kjarn­ann, hefur lokið við sölu á hlutafé sem félagið átti sjálft. Auk þess hefur hlutafé verið aukið lít­il­lega. Hjónin Gummi Haf­steins­son og Edda Haf­steins­dóttir bæt­ast nú við hlut­hafa­hóp­inn. Aðkoma þeirra er liður í áfram­hald­andi sókn Kjarn­ans á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði. Hjálmar Gísla­son, stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans, verður stærsti hlut­hafi félags­ins að þessum breyt­ingum lokn­um. Til­kynn­ing um breyt­ingu á eig­enda­hópi Kjarn­ans hefur verið send Fjöl­miðla­nefnd líkt og lög gera ráð fyr­ir.

Sam­hliða er það Kjarn­anum sönn ánægja að til­kynna um stofnun Kjarna­sjóðs­ins, fyrsta íslenska rann­sókn­ar­blaða­mennsku­sjóðs­ins. Honum er ætlað að styrkja stór og metn­að­ar­full verk­efni á sviði rann­sókn­ar­blaða­mennsku á Íslandi og um leið efla hana til muna. Með sjóðnum er ætl­unin að gefa blaða­mönnum tæki­færi til að helga sig alfarið stórum og flóknum verk­efnum í dágóðan tíma. Sjóð­ur­inn mun úthluta allt að fimm millj­ónum króna árlega og getur hver ein­stakur styrkur numið allt að 500 þús­und krón­um.

Hægt er að nálg­ast allar upp­lýs­ingar um Kjarna­sjóð­inn hér.

Auglýsing

Öllum frjálst að sækja um í Kjarna­sjóð­inn

Öllum verður frjálst að sækja um styrki í sjóð­inn. Þriggja manna sjálf­stæð úthlut­un­ar­nefnd mun sjá um að velja úr þau verk­efni sem hljóta styrki. For­maður hennar verður Birna Anna Björns­dótt­ir, hlut­hafi í Kjarn­anum og einn eig­anda ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Suð­vest­urs, en auk hennar sitja í nefnd­inni Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Val­gerður Anna Jóhanns­dótt­ir, aðjúnkt við Haskóla Íslands og umsjón­ar­maður meist­ar­náms í blaða- og frétta­mennsku við skól­ann. Öllum er frjálst að leggja sjóðnum til fjár­magn og er áhuga­sömum bent á að hafa sam­band á net­fangið sjod­ur@kjarn­inn.is.

Afrakstur þeirra verk­efna sem hljóta styrki verður birtur á Kjarn­an­um, en birt­ing efnis er jafn­framt heimil ann­ars staðar sé aðkomu sjóðs­ins get­ið. 

Birna Anna Björns­dótt­ir, for­maður úthlut­un­ar­nefndar Kjarna­sjóðs­ins, segir það vera sanna ánægju og spenn­andi að fara af stað með sjóð­inn. „Með honum er Kjarn­inn að sýna í verki þá meg­in­hug­sjón sína að efla óháða rann­sókn­ar­blaða­mennsku á Íslandi. Öllum verður frjálst að sækja um í sjóð­inn, bæði blaða- og frétta­fólki sem starfar á öðrum fjöl­miðlum sem og þeim sem starfa við blaða­mennsku fríl­ans. Við hvetjum fólk á öllum aldri, bæði konur og karla, til að sækja um. Ég er sann­færð um að út úr þessu munu koma flott og mik­il­væg verk. Við hlökkum mikið til að byrja að fá inn umsóknir og von­umst til að geta sett fyrstu verk­efnin í gang sem allra fyrst.“

Starfar hjá Google

Kjarn­inn er íslenskt fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem hóf starf­semi í júní 2013. Í dag heldur Kjarn­inn úti frétta­vef­síð­unni Kjarn­inn.is, umfangs­miklu hlað­varpi, dag­legu frétta­bréfi og ítar­legum frétta­bréfum á ensku um það helsta sem á sér stað á Íslandi. Á rit­stjórn Kjarn­ans starfa fimm blaða­menn auk þess sem á þriðja tug pistla­höf­unda, frétta­skýrenda og hlað­varps­fram­leið­enda vinna efni fyrir mið­il­inn.   

Edda og Gummi, sem nú bæt­ast í eig­enda­hóp­inn, eru mikið áhuga­fólk um mál­efna­lega og gagn­rýna umræðu um mik­il­væg­ustu mál þjóð­fé­lags­ins. Þau bjuggu lengi vel í Kali­forn­íu, og tóku þar virkan þátt í starf­semi sem snéri að því að bæta hag fólks og þá sér­stak­lega allt sem við kom rétt­indum kvenna og barna um allan heim. Sem dæmi voru þau félagar í SV2 (Sil­icon Valley Social Venture Fund) og GLI (Girls Learn Internationa­l). Edda og Gummi, ásamt þremur dætrum þeirra, eru nýflutt heim til Íslands. Edda er lyfja­fræð­ingur að mennt, og starfar við ljós­mynd­un. Gummi hefur farið víða í tækni­geir­an­um, og var meðal ann­ars yfir þróun á Google Maps fyrir far­síma og Google Voice Search, og gegndi einnig stöðu Vice Pres­ident of Prod­uct hjá Siri sem var síðar keypt af Apple. Hann starfar nú hjá Google eftir sölu á fyr­ir­tæki sínu þang­að, og ferð­ast reglu­lega á milli Kali­forníu og Íslands.  

Hjálmar Gísla­son, stjórn­for­maður Kjarn­ans, seg­ist ein­stak­lega stoltur af þeim árangri sem Kjarn­inn hefur náð fram til þessa og sinni þátt­töku í þeirri veg­ferð. „Þetta litla, en öfl­uga teymi hefur komið ótrú­lega miklu í verk á stuttum tíma. Mið­ill­inn hefur markað sér skýra stöðu á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði og sýnt og sannað að hann hefur áhrif og á hann hlust­að. Nú ætlum við að byggja enn frekar á þessum árangri, bæta í og tryggja Kjarn­ann í sessi til fram­tíð­ar."

Stjórn Kjarn­ans skipa Hjálmar Gísla­son stjórn­ar­for­mað­ur, Birna Anna Björns­dótt­ir, Guð­rún Inga Ing­ólfs­dóttir og Vil­hjálmur Þor­steins­son.

Eig­endur Kjarn­ans að lok­inn­i hluta­fjár­sölu og -aukn­ingu eru:

  • HG80 ehf. (í eigu Hjálm­ars Gísla­son­ar) 16,55%
  • Mið­eind ehf. (í eigu Vil­hjálms Þor­steins­son­ar) 15,98%
  • Magnús Hall­dórs­son 13,79%
  • Þórður Snær Júl­í­us­son 12,20%
  • Birna Anna Björns­dóttir 9,39%
  • Hjalti Harð­ar­son 9,25%
  • Milo ehf. (Í eigu Gumma Haf­steins­sonar og Eddu Haf­steins­dótt­ur) 5,69%
  • Fagri­skógur ehf. (í eigu Stefán Hrafn­kels­son­ar) 5,69%
  • Ágúst Ólafur Ágústs­son 5,69%
  • Birgir Þór Harð­ar­son 2,9%
  • Jónas Reynir Gunn­ars­son 2,9%

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None