Telur nær enga eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum erlendis

Formaður Samtaka sparifjáreigenda vill að lífeyrissjóðir landsins setji á laggirnar eigin kjararáð sem ákvarði laun stjórnenda í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir eiga í. Þannig geti þeir haldið aftur af launaskriði hjá stjórnendum þeirra.

Bolli Héðinsson
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eiga með beinum hætti 38 pró­sent af skráðum félögum í Kaup­höll Íslands og enn ­stærri eign­ar­hlut þegar óbeinn eign­ar­hlutur þeirra er tal­inn með, ættu að setj­a á lagg­irnar sjálf­stætt kjara­ráð til að ákvarða launa­greiðslur til stjórn­enda ­fyr­ir­tækja í þeirra eigu. Þannig kæmu þeir í veg fyrir of háar launa­greiðsl­ur til stjórn­enda fyr­ir­tækj­anna og myndu láta reyna á hót­anir þeirra um að fara til ann­arra landa til að starfa fái þeir ekki þau laun og kaupauka sem þeir krefj­ast. Þar sé nán­ast ekki nein eft­ir­spurn eftir þeim. Þetta segir Bolli Héð­ins­son, hag­fræð­ingur og for­maður Sam­taka ­spari­fjár­eig­enda, í Frétta­blað­inu í dag. Með þessu geti líf­eyr­is­sjóð­irn­ir not­fært sér það afl sem þeir hafi sam­eig­in­lega til að reyna að hindr­a ­launa­skrið.

Laun for­stjóra ­Kaup­hall­ar­fé­lag­anna hækk­uðu að með­al­tali um 13,3 pró­sent á milli áranna 2015 og 2016 en með­al­árs­hækkun launa­vísi­tölu Hag­stofu Íslands var 7,2 pró­sent árið 2015. Sam­kvæmt hug­mynd Bolla yrði kjara­ráðið sjálf­stæð nefnd sem úrskurð­aði um ­laun stjórn­enda fyr­ir­tækja í eigu líf­eyr­is­sjóða. Það myndi setja sam­an­ ­launa­töflur fyrir stjórn­endur og skipa þeim á við­eig­andi stað í launa­töfl­un­um. ­Bolli seg­ist ekki hafa neinar áhyggjur af því að íslenskir stjórn­endur mun­i ­leita úr landi í kjöl­far slíkra breyt­inga. „Ég veit að það er engin eft­ir­spurn eftir íslenskum stjórn­endum í útlönd­um, nema manni og mann­i,“ segir hann.

Í Frétta­blað­inu er einnig rætt við Hauk Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóra Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, ­stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hann segir þar að hug­myndin sé ný og ­skoð­un­ar­verð. Hann hafi hins vegar efa­semdir um að mark­að­ur­inn og ­sam­keppn­is­yf­ir­völd muni heim­ila svo víð­tækt sam­starf líf­eyr­is­sjóð­anna í land­inu.

Auglýsing

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None