Telur nær enga eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum erlendis

Formaður Samtaka sparifjáreigenda vill að lífeyrissjóðir landsins setji á laggirnar eigin kjararáð sem ákvarði laun stjórnenda í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir eiga í. Þannig geti þeir haldið aftur af launaskriði hjá stjórnendum þeirra.

Bolli Héðinsson
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eiga með beinum hætti 38 pró­sent af skráðum félögum í Kaup­höll Íslands og enn ­stærri eign­ar­hlut þegar óbeinn eign­ar­hlutur þeirra er tal­inn með, ættu að setj­a á lagg­irnar sjálf­stætt kjara­ráð til að ákvarða launa­greiðslur til stjórn­enda ­fyr­ir­tækja í þeirra eigu. Þannig kæmu þeir í veg fyrir of háar launa­greiðsl­ur til stjórn­enda fyr­ir­tækj­anna og myndu láta reyna á hót­anir þeirra um að fara til ann­arra landa til að starfa fái þeir ekki þau laun og kaupauka sem þeir krefj­ast. Þar sé nán­ast ekki nein eft­ir­spurn eftir þeim. Þetta segir Bolli Héð­ins­son, hag­fræð­ingur og for­maður Sam­taka ­spari­fjár­eig­enda, í Frétta­blað­inu í dag. Með þessu geti líf­eyr­is­sjóð­irn­ir not­fært sér það afl sem þeir hafi sam­eig­in­lega til að reyna að hindr­a ­launa­skrið.

Laun for­stjóra ­Kaup­hall­ar­fé­lag­anna hækk­uðu að með­al­tali um 13,3 pró­sent á milli áranna 2015 og 2016 en með­al­árs­hækkun launa­vísi­tölu Hag­stofu Íslands var 7,2 pró­sent árið 2015. Sam­kvæmt hug­mynd Bolla yrði kjara­ráðið sjálf­stæð nefnd sem úrskurð­aði um ­laun stjórn­enda fyr­ir­tækja í eigu líf­eyr­is­sjóða. Það myndi setja sam­an­ ­launa­töflur fyrir stjórn­endur og skipa þeim á við­eig­andi stað í launa­töfl­un­um. ­Bolli seg­ist ekki hafa neinar áhyggjur af því að íslenskir stjórn­endur mun­i ­leita úr landi í kjöl­far slíkra breyt­inga. „Ég veit að það er engin eft­ir­spurn eftir íslenskum stjórn­endum í útlönd­um, nema manni og mann­i,“ segir hann.

Í Frétta­blað­inu er einnig rætt við Hauk Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóra Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, ­stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hann segir þar að hug­myndin sé ný og ­skoð­un­ar­verð. Hann hafi hins vegar efa­semdir um að mark­að­ur­inn og ­sam­keppn­is­yf­ir­völd muni heim­ila svo víð­tækt sam­starf líf­eyr­is­sjóð­anna í land­inu.

Auglýsing

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None