Telur nær enga eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum erlendis

Formaður Samtaka sparifjáreigenda vill að lífeyrissjóðir landsins setji á laggirnar eigin kjararáð sem ákvarði laun stjórnenda í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir eiga í. Þannig geti þeir haldið aftur af launaskriði hjá stjórnendum þeirra.

Bolli Héðinsson
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eiga með beinum hætti 38 pró­sent af skráðum félögum í Kaup­höll Íslands og enn ­stærri eign­ar­hlut þegar óbeinn eign­ar­hlutur þeirra er tal­inn með, ættu að setj­a á lagg­irnar sjálf­stætt kjara­ráð til að ákvarða launa­greiðslur til stjórn­enda ­fyr­ir­tækja í þeirra eigu. Þannig kæmu þeir í veg fyrir of háar launa­greiðsl­ur til stjórn­enda fyr­ir­tækj­anna og myndu láta reyna á hót­anir þeirra um að fara til ann­arra landa til að starfa fái þeir ekki þau laun og kaupauka sem þeir krefj­ast. Þar sé nán­ast ekki nein eft­ir­spurn eftir þeim. Þetta segir Bolli Héð­ins­son, hag­fræð­ingur og for­maður Sam­taka ­spari­fjár­eig­enda, í Frétta­blað­inu í dag. Með þessu geti líf­eyr­is­sjóð­irn­ir not­fært sér það afl sem þeir hafi sam­eig­in­lega til að reyna að hindr­a ­launa­skrið.

Laun for­stjóra ­Kaup­hall­ar­fé­lag­anna hækk­uðu að með­al­tali um 13,3 pró­sent á milli áranna 2015 og 2016 en með­al­árs­hækkun launa­vísi­tölu Hag­stofu Íslands var 7,2 pró­sent árið 2015. Sam­kvæmt hug­mynd Bolla yrði kjara­ráðið sjálf­stæð nefnd sem úrskurð­aði um ­laun stjórn­enda fyr­ir­tækja í eigu líf­eyr­is­sjóða. Það myndi setja sam­an­ ­launa­töflur fyrir stjórn­endur og skipa þeim á við­eig­andi stað í launa­töfl­un­um. ­Bolli seg­ist ekki hafa neinar áhyggjur af því að íslenskir stjórn­endur mun­i ­leita úr landi í kjöl­far slíkra breyt­inga. „Ég veit að það er engin eft­ir­spurn eftir íslenskum stjórn­endum í útlönd­um, nema manni og mann­i,“ segir hann.

Í Frétta­blað­inu er einnig rætt við Hauk Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóra Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, ­stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hann segir þar að hug­myndin sé ný og ­skoð­un­ar­verð. Hann hafi hins vegar efa­semdir um að mark­að­ur­inn og ­sam­keppn­is­yf­ir­völd muni heim­ila svo víð­tækt sam­starf líf­eyr­is­sjóð­anna í land­inu.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None