Ekki hægt að fá upplýsingar um CFC skil

Ríkisskattstjóri hefur ekki upplýsingar um fjölda þeirra sem skila CFC eyðublaði með skattframtali sínu. Fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt að aðeins rekstrarfélög þurfi að standa skil á slíku, en það stenst ekki.

26267139326_a0074abd2b_o.jpg
Auglýsing

Rík­is­skatt­stjóri hefur ekki upp­lýs­ingar um það hversu margir aðil­ar, og þar af hversu margir ein­stak­ling­ar, hafa skilað CFC eyðu­blaði með skatt­fram­tölum sínum frá því að lög­gjöfin þar um tók gildi árið 2010. Þetta kemur fram í svari Skúla Egg­erts Þórð­ar­sonar rík­is­skatt­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Skúli Egg­ert segir að CFC-­eyðu­blaðið sé fyrst og fremst verk­færi til að leiða fram ákveðnar upp­lýs­ing­ar, það er „skatt­stofna þar sem félag á lág­skatta­svæði er skatt­lagt hjá eig­and­anum eins og ekk­ert félag væri fyrir hendi. Skatt­lagn­ing verður þá hin sama og ein­stak­lingur í atvinnu­rekstri með þeim reglum sem um slíka skatt­lagn­ingu gilda.“ 

Ástæða þess að rík­is­skatt­stjóri er ekki með þessar upp­lýs­ingar er að í mörgum til­vikum er það svo að pdf-skjöl fylgi með skatt­fram­tali án þess að þau séu tölvu­tek­in. „Í ein­hverjum til­vikum fylgir blaðið ekki, en réttir skatt­stofnar eru leiddir fram með öðrum hætti. Þá er það nægj­an­leg­t,“ segir rík­is­skatt­stjóri. 

Auglýsing

Engin íslensk kennitala 

CFC lög­gjöfin tók gildi í byrjun árs 2010. CFC stendur fyrir Controlled For­eign Cor­poration, erlend fyr­ir­tæki, félög eða sjóði í lág­skatta­ríkjum í eigu, eða undir stjórn íslensks eig­anda, hvort sem sá eig­andi er félag eða ein­stak­ling­ur. Lögin kveða meðal ann­ars á um að greiða skuli tekju­skatt hér á landi af hagn­aði félags sem íslenskur skatt­að­ili á en er í lág­skatta­rík­i. Íslend­ingar sem eiga félög á lág­skatta­­svæðum eiga að skila sér­­­stöku fram­tali með skatt­fram­tal­inu sínu vegna þessa, skýrslu ásamt grein­­ar­­gerð þar sem meðal ann­­ars eru sund­­ur­lið­aðar tekj­­ur, skatta­­legar leið­rétt­ing­­ar, arðsút­­hlutun og útreikn­ingur á hlut­­deild í hagn­aði eða tapi á grund­velli árs­­reikn­inga, sem eiga að fylgja. Ef það er ekki gert brýtur það í bága við lög um tekju­skatt

Eins og komið hefur fram í fréttum hafa fjöl­miðlar ítrekað leitað svara við því hvort Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og eig­in­kona hans, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, hafi talið fram félagið Wintris í sam­ræmi við CFC regl­urn­ar. Kjarn­inn hefur ítrekað leitað svara við þessu frá því skömmu eftir að Anna Sig­ur­laug greindi frá til­vist fyr­ir­tæk­is­ins, en fyr­ir­spurnum hefur ekki verið svar­að. Fleiri fjöl­miðlar hafa einnig spurst fyrir um mál­ið. Í við­tali við Morg­un­blaðið um síð­ustu helgi sagði Sig­mundur Davíð að CFC lög­gjöfin taki bara til rekstr­ar­fé­laga. Félagið Wintris hafi hins vegar ekki verið rekstr­ar­fé­lag. 

Þetta er ekki rétt sam­kvæmt upp­lýs­ing­unum sem fram koma um CFC félög á vef rík­is­skatt­stjóra. Þar kemur fram að það eigi að skila CFC eyðu­blaði ef: 

  • Félag­ið, sjóð­ur­inn eða stofn­unin er stað­sett í lág­skatta­ríki. Þau ríki telj­ast lág­skatta­ríki ef sá tekju­skattur sem lagður er á lög­að­il­ann ytra er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekju­skatti sem hefði verið lagður á lög­að­il­ann hefði hann verið heim­il­is­fastur á Íslandi og 
  • Íslenskir skatt­að­il­ar, einn eða fleiri sam­an, eiga beint eða óbeint minnst helm­ing í CFC-­fé­lag­inu eða stjórn­un­ar­leg yfir­ráð þeirra hafa verið til staðar innan tekju­árs. Ekki er litið til eign­ar­halds hvers ein­staks eig­anda við ákvörðun þess hvort skil­yrði telst upp­fyllt, heldur sam­eig­in­legs eign­ar­halds eða stjórn­un­ar­legra yfir­ráða allra íslenskra skatt­að­ila í hinu erlenda félagi.

Engin önnur skil­yrði eru til­tek­in. Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri vill ekki tjá sig um ein­staka ummæli, en for­veri hans, Ind­riði H. Þor­láks­son, hefur sagt að ummæli eins og Sig­mundar Dav­íðs séu jafn­vel til­raun til blekk­ing­ar. 

„Eign­­ar­halds­­­fé­lag eða hvað annað félag sem starfar í þeim til­­­gangi að sýsla með eignir og afla tekna fyrir eig­anda sinn er með atvinn­u­­starf­­sem­i skv. þeim lögum sem hér skipta máli, þ.e. tekju­skatts­lag­anna. Hvort sem ­tekj­­urnar eru afrakstur af sölu á vöru eða þjón­ustu, þókn­an­ir, arð­­ur, tekjur af ­eigna­­sölu, þ.m.t. fast­­eignum eða vextir af banka­inn­i­­stæð­um, skulda­bréf­um o.s.fr. eru það skatt­­skyldar tekjur af atvinn­u­­rekstri í skiln­ingi þeirra laga. Það skipt­ir og engu hvort félagið hefur starfs­­menn á sínum snærum eða kaupi þjón­­ustu af öðr­um,“ skrif­aði hann í grein í Kjarn­anum fyrir skömmu.

Einnig kemur fram á vef rík­is­skatt­stjóra að CFC félög eiga að hafa íslenska kenni­tölu til þess að skila til­skildum gögnum til rík­is­skatt­stjóra. „Án íslenskrar kenni­tölu er ekki hægt að skila til­skildum gögnum til rík­is­skatt­stjóra.“ 

Félagið Wintris er ekki með íslenska kenni­tölu. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None