Hefði ekki fengið undanþágu frá höftum til að greiða í Panamasjóð

Júlíus Vífill Ingvarsson sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að uppljóstrað var að hann ætti eftirlaunasjóð í Panama.
Júlíus Vífill Ingvarsson sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að uppljóstrað var að hann ætti eftirlaunasjóð í Panama.
Auglýsing

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, ­fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefði ekki fengið und­an­þág­u frá fjár­magns­höftum til að safna í eft­ir­launa­sjóð sinn sem vistaður er í aflands­fé­lag­i í Panama ef hann hefði óskað eftir slíkri hjá Seðla­bank­an­um. Inn­lendum aðil­u­m er óheim­ilt að flytja fjár­muni af reikn­ingum sínum hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi yfir á reikn­ing í sinni eigu hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki erlendis í þeim til­gangi einum að halda sparn­aði erlend­is. Þetta kemur fram í svörum Seðla­banka Ís­lands við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins um málið sem birt eru í frétt í dag.

Þar er þó einnig bent á að inn­lendur aðili geti átt fjár­muni erlendis sem séu ekki háðir skila­skyld­u hingað til lands. Það eigi til að mynda við fjár­muni sem hafi verið í eig­u við­kom­andi áður en fjár­magns­höft voru inn­leidd hér á landi þann 28. nóv­em­ber 2008. Í svari Seðla­bank­ans seg­ir:  „Í slíkum til­vikum getur inn­lendur aðili flutt þá fjár­muni á milli tveggja banka­reikn­inga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjár­magns­hreyf­ing á milli landa í skiln­ingi laga um gjald­eyr­is­mál.“

Júl­íus Víf­ill vildi ekki tjá sig um málið þegar Frétta­blaðið leit­aði frek­ari svara hjá hon­um og vís­aði í fyrri yfir­lýs­ing­ar.

Auglýsing

Sagði af sér tveimur dögum eftir þátt­inn

Júl­­íus Víf­ill sagði af ­sér emb­ætti borg­ar­full­trúa tveimur dögum eftir að upp­lýst hafði verið í sér­stökum Kast­ljós­þætti að hann ætti vörslu­sjóð í Panama sem settur hefði ver­ið á fót árið 2014. Í þætt­inum kom fram að sér­stök áhersla hefði verið lögð á að ­leyna tengslum hans við sjóð­inn þegar hann var stofn­að­ur.

Júl­­íus gaf út yfir­­lýs­ing­u ­vegna máls­ins skömmu áður en að þátt­ur­inn var sýnd­ur, og eftir að þeir sem unnu þátt­inn höfðu sett sig í sam­band við hann, þar sem hann sagði að sjóð­­ur­inn hafi verið stofn­aður í svis­s­­neskum banka til að mynda eft­ir­­launa­­sjóð­inn sinn, en að honum hafi verið ráð­lagt að skrá stofnun hans í Panama. Sjóð­­ur­inn lúti svip­uðu reglu­verki og sjálfs­­eigna­­stofn­un. Aflands­­fé­lagið heitir Silwood Founda­tion. Engar upp­lýs­ingar hafa verið gefnar um greiðslur í félag­ið. Í fyrr­nefndri ­yf­ir­lýs­ingu sinni sagði hann að allt sem við kæmi sjóð­inum væri í sam­ræmi við ­ís­lensk lög „enda naut ég sér­fræði­ráð­gjafar til að tryggja að rétti­lega og lög­lega væri að málum stað­ið.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None