Hefði ekki fengið undanþágu frá höftum til að greiða í Panamasjóð

Júlíus Vífill Ingvarsson sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að uppljóstrað var að hann ætti eftirlaunasjóð í Panama.
Júlíus Vífill Ingvarsson sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að uppljóstrað var að hann ætti eftirlaunasjóð í Panama.
Auglýsing

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki fengið undanþágu frá fjármagnshöftum til að safna í eftirlaunasjóð sinn sem vistaður er í aflandsfélagi í Panama ef hann hefði óskað eftir slíkri hjá Seðlabankanum. Innlendum aðilum er óheimilt að flytja fjármuni af reikningum sínum hjá fjármálafyrirtæki hér á landi yfir á reikning í sinni eigu hjá fjármálafyrirtæki erlendis í þeim tilgangi einum að halda sparnaði erlendis. Þetta kemur fram í svörum Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sem birt eru í frétt í dag.

Þar er þó einnig bent á að innlendur aðili geti átt fjármuni erlendis sem séu ekki háðir skilaskyldu hingað til lands. Það eigi til að mynda við fjármuni sem hafi verið í eigu viðkomandi áður en fjármagnshöft voru innleidd hér á landi þann 28. nóvember 2008. Í svari Seðlabankans segir:  „Í slíkum tilvikum getur innlendur aðili flutt þá fjármuni á milli tveggja bankareikninga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjármagnshreyfing á milli landa í skilningi laga um gjaldeyrismál.“

Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði frekari svara hjá honum og vísaði í fyrri yfirlýsingar.

Auglýsing

Sagði af sér tveimur dögum eftir þáttinn

Júl­íus Víf­ill sagði af sér emb­ætti borgarfulltrúa tveimur dögum eftir að upplýst hafði verið í sérstökum Kastljósþætti að hann ætti vörslusjóð í Panama sem settur hefði verið á fót árið 2014. Í þættinum kom fram að sérstök áhersla hefði verið lögð á að leyna tengslum hans við sjóðinn þegar hann var stofnaður.

Júl­íus gaf út yfir­lýs­ingu vegna máls­ins skömmu áður en að þátturinn var sýndur, og eftir að þeir sem unnu þáttinn höfðu sett sig í samband við hann, þar sem hann sagði að sjóð­ur­inn hafi verið stofn­aður í sviss­neskum banka til að mynda eft­ir­launa­sjóð­inn sinn, en að honum hafi verið ráð­lagt að skrá stofnun hans í Panama. Sjóð­ur­inn lúti svip­uðu reglu­verki og sjálfs­eigna­stofn­un. Aflands­fé­lagið heitir Silwood Founda­tion. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um greiðslur í félagið. Í fyrrnefndri yfirlýsingu sinni sagði hann að allt sem við kæmi sjóðinum væri í samræmi við íslensk lög „enda naut ég sérfræðiráðgjafar til að tryggja að réttilega og löglega væri að málum staðið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Segir „skrúðgöngur þjóðernispopúlista á atkvæðaveiðum“ lélega nýtingu á tíma og peningum
Þingmaður Pírata gagnrýnir Miðflokkinn harðlega fyrir að hafa „sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf“.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None