Hefði ekki fengið undanþágu frá höftum til að greiða í Panamasjóð

Júlíus Vífill Ingvarsson sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að uppljóstrað var að hann ætti eftirlaunasjóð í Panama.
Júlíus Vífill Ingvarsson sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að uppljóstrað var að hann ætti eftirlaunasjóð í Panama.
Auglýsing

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, ­fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefði ekki fengið und­an­þág­u frá fjár­magns­höftum til að safna í eft­ir­launa­sjóð sinn sem vistaður er í aflands­fé­lag­i í Panama ef hann hefði óskað eftir slíkri hjá Seðla­bank­an­um. Inn­lendum aðil­u­m er óheim­ilt að flytja fjár­muni af reikn­ingum sínum hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi yfir á reikn­ing í sinni eigu hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki erlendis í þeim til­gangi einum að halda sparn­aði erlend­is. Þetta kemur fram í svörum Seðla­banka Ís­lands við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins um málið sem birt eru í frétt í dag.

Þar er þó einnig bent á að inn­lendur aðili geti átt fjár­muni erlendis sem séu ekki háðir skila­skyld­u hingað til lands. Það eigi til að mynda við fjár­muni sem hafi verið í eig­u við­kom­andi áður en fjár­magns­höft voru inn­leidd hér á landi þann 28. nóv­em­ber 2008. Í svari Seðla­bank­ans seg­ir:  „Í slíkum til­vikum getur inn­lendur aðili flutt þá fjár­muni á milli tveggja banka­reikn­inga í sinni eigu erlendis þar sem það telst ekki fjár­magns­hreyf­ing á milli landa í skiln­ingi laga um gjald­eyr­is­mál.“

Júl­íus Víf­ill vildi ekki tjá sig um málið þegar Frétta­blaðið leit­aði frek­ari svara hjá hon­um og vís­aði í fyrri yfir­lýs­ing­ar.

Auglýsing

Sagði af sér tveimur dögum eftir þátt­inn

Júl­­íus Víf­ill sagði af ­sér emb­ætti borg­ar­full­trúa tveimur dögum eftir að upp­lýst hafði verið í sér­stökum Kast­ljós­þætti að hann ætti vörslu­sjóð í Panama sem settur hefði ver­ið á fót árið 2014. Í þætt­inum kom fram að sér­stök áhersla hefði verið lögð á að ­leyna tengslum hans við sjóð­inn þegar hann var stofn­að­ur.

Júl­­íus gaf út yfir­­lýs­ing­u ­vegna máls­ins skömmu áður en að þátt­ur­inn var sýnd­ur, og eftir að þeir sem unnu þátt­inn höfðu sett sig í sam­band við hann, þar sem hann sagði að sjóð­­ur­inn hafi verið stofn­aður í svis­s­­neskum banka til að mynda eft­ir­­launa­­sjóð­inn sinn, en að honum hafi verið ráð­lagt að skrá stofnun hans í Panama. Sjóð­­ur­inn lúti svip­uðu reglu­verki og sjálfs­­eigna­­stofn­un. Aflands­­fé­lagið heitir Silwood Founda­tion. Engar upp­lýs­ingar hafa verið gefnar um greiðslur í félag­ið. Í fyrr­nefndri ­yf­ir­lýs­ingu sinni sagði hann að allt sem við kæmi sjóð­inum væri í sam­ræmi við ­ís­lensk lög „enda naut ég sér­fræði­ráð­gjafar til að tryggja að rétti­lega og lög­lega væri að málum stað­ið.“

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None