Big Short-miðlarinn veðjar á brúðkaupslán

Greg Lippman rekur vogunarsjóð sem veðjar nú á að hávaxtaskammtímalán til brúðkaupahalds muni gefa vel af sér.

lippman
Auglýsing

Greg Lipp­man, sem hagn­að­ist veru­lega á því að veðja á hrun fast­eigna­mark­að­ar­ins í Banda­ríkj­unum árið 2007 og 2008, er kom­inn í nýja teg­und við­skipta. Sér­tæk brúð­kaups­lán.

Lippman er ein aðal­sögu­hetjan í bók­inni The Big Short, eft­ir Mich­ael Lewis, en kvik­mynd eftir bók­inni kom út í fyrra, og var til­nefnd til­ Ósk­arsverð­launa í fjöl­mörgum flokk­um. Ryan Gos­l­ing leikur Lippman í mynd­inn­i, en hann var áður starfs­maður Deutsche Bank og byggði bank­inn upp skort­stöðu gegn fast­eigna­mark­aðnum í Banda­ríkj­unum sem nam fimm millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 650 millj­örðum króna. Hann þurfti að berj­ast fyrir því að ná sínu fram og vor­u ­fjöl­margir sem efuð­ust stór­kost­lega um að hann hefði rétt fyrir sér. Fáir trúðu því að skulda­bréfa­vafn­ing­arnar sem veðjað var gegn, væru jafn verð­litlir og þeir reynd­ust vera.

Auglýsing


Veð­málið gekk upp

Að lokum fór svo, hagn­að­ur­inn var gíf­ur­legur af við­skipt­un­um. ­Sjálfur fékk hann bón­us­greiðslu upp á 47 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem ­nemur 6,1 millj­arði króna, þegar búið var að fram­kvæma síð­ustu við­skipt­in. Gott ­gengi Lippman leiddi til þess að hann hætti störfum hjá Deutsche Bank og stýr­ir nú vog­un­ar­sjóði, LibreMax Capi­tal LLC.

Sjóð­ur­inn hefur nú sam­þykkt að fjár­magna lán fyr­ir­tæk­is­ins Promise Fin­anci­al, sem veitir lán til brúð­kaups­halds í gegnum net­ið, sam­kvæmt fréttum Bloomberg. Með­al­tals­kostn­aður við brúð­kaup í Banda­ríkj­unum er áætl­aður 30 ­þús­und Banda­ríkja­dali, eða um 3,9 millj­ónir króna. Mark­að­ur­inn er stór og ­stöð­ug­ur, þar sem tölur um gift­ingar liggja fyrir og kort­lagn­ing mark­að­ar­ins út frá því nokkuð fyr­ir­sjá­an­leg. Stofn­endur Promise Fin­anci­al, hinn 29 ára gamli Jos­h Jersey og  hinn þrí­tugi Brad­ley ­Vald­er­star­ren, segja að þessi þjón­usta sé ekki síst til þess fallin að koma til­ ­móts við aukna eft­ir­spurn eftir lánum sem bera hærri vexti en hefð­bundin íbúða­lán, enda eru lánin til brúð­kaupa­halds til skemmri tíma og ekki veitt gegn sér­stök­um veð­um.

Allur pakk­inn

Hámarks­lán fyr­ir­tæk­is­ins eru 10 þús­und Banda­ríkja­dal­ir, eða ­sem nemur 1,3 millj­ónum króna, og geta vextir á ári verið frá 6,99 pró­sent upp í allt að 30 pró­sent. Lánin er síðan sniðin að ákveð­inni þjón­ustu, til dæm­is­ ­ljós­mynda- og veislu­þjón­ustu. Allur pakk­inn sem brúð­hjónin óska eft­ir.

Flestir lán­takar Promise Fin­ancial eru með gott láns­hæfi (Credit Score) en hafa ekki safnað fyrir þeirri upp­hæð sem þarf til að ger­a stóra dag­inn í takt við óskir brúð­hjóna.

LibreMax Capi­tal horfir til þess, að sér­tækar lán­veit­ing­ar, eins og til brúð­kaups­halds, muni vaxa nokkuð á næst­unni og fær­ast frá bönk­um til smærri fyr­ir­tækja, ekki síst sem starfa ein­göngu á net­in­u. 

Ryan Gosling í hlutverki sínu sem Greg Lippman í The Big Short.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None