Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands

Davíð Oddsson ætlar að taka sér frí úr ritstjórastóli Morgunblaðsins og bjóða sig fram til forseta. Tapi hann mun Davíð snúa aftur í ritstjórastólinn.

david.jpg
Auglýsing

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, hefur til­kynnt ­for­seta­fram­boð. Það gerði hann í útvarps­þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un, sem var í fyrsta sinn stýrt af Páli Magn­ús­syni, fyrrum útvarps­stjóra. Davíð er fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, for­sæt­is- og utan­rík­is­ráð­herra og seðla­banka­stjóri. 

Davíð seg­ir: „Ég sjálfur er þannig að stór hluti þjóð­ar­innar þekkir mig mjög vel." Þjóðin þekki bæði hans kosti og galla. Ef hann væri fast­eign þá væri hægt að segja að í honum væri ekki að finna neina leynda galla. 

Davíð segir að hann búist við því að reynsla hans og þekk­ing, sem sé nokk­ur, geti fallið vel af þessu starfi. Hann tók ákvörð­un­ina í gær, laug­ar­dag. Davíð segir að hann geti ekki svarað því hvort að ákvörðun Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar um að hætta við að hætta hafi skipt höf­uð­máli. Hann og Ólafur Ragnar hafi þekkst lengi og þótt þeir hafi verið and­stæð­ingar í stjórn­málum þá hafi per­sónu­lega farið ágæt­lega á með þeim alla tíð. Davíð segir að hann hafi ekki kosið Ólaf Ragnar 1996 en að hann og Guð­rún Katrín hafi verið glæsi­leg for­seta­hjón. 

Auglýsing

Kaus ekki Ólaf Ragnar

Davíð segir að hann hafi ekki verið eins ánægður með Ólaf Ragnar á því sem hann kall­ar Útrás­ar­skeið­ið" en for­set­inn hafi svo gert mjög merki­lega hluti með ákvörðun sinni í Ices­a­ve-­mál­inu. 2012, þegar að Ólafur Ragnar ákvað að bjóða sig aftur fram, þá skildi Davíð þá ákvörð­un. Það hafi verið öryggi að hafa Ólaf Ragnar á Bessa­stöðum á þeim óvissu­tím­um, þar sem vinstri stjórnin hefði verið að gera atlögu að stjórn­ar­skránni og að reyna að koma Íslandi inn í Evr­ópu­sam­band­ið. Davíð segir að hann hafi ekki kosið Ólaf Ragnar 2012 - hann skil­aði auðu - en segir að ef litið hefði út fyrir að Ólafur Ragnar myndi tapa þá hefði hann kosið hann. Sú staða hafi hins vegar ekki verið uppi nú, þegar Ólafur Ragnar ákvað að bjóða sig aftur fram. 

Davíð gengur út frá því að nið­ur­staða vinnu­veit­and­ans í svona kosn­ing­um, þjóð­ar­inn­ar, geti orðið sú að velja ein­hvern ann­an. Davíð tel­ur, þrátt fyrir að vera ekki vanur að tapa kosn­ing­um, þá geti hann tapað vel. „Ég mun líta á nið­ur­stöðu kjós­enda sem rétta, hver sem hún er." 

Davíð segir að ef hann tapar kosn­ing­unum þá myndi hann snúa aftur í rit­stjóra­stól Morg­un­blaðs­ins. Þar sem hann hafi ein­ungis tekið viku í sum­ar­frí frá því að hann sett­ist í þann stól þá eigi hann mikið sum­ar­leyfi inni. Það sum­ar­leyfi ætli hann að nýta sér nú þegar fyrir liggur að hann ætli að bjóða sig fram til for­seta.

Þarf mann sem for­seta sem getur brugð­ist við

Davíð telur að það hafi ver­ið „absúrd" hjá Ólafi Ragn­ari að synja fjöl­miðla­lög­unum und­ir­skrift og að í hjarta sínu hljóti hann að vita það. Davíð telur að það sé eina und­an­tekn­ingin sem hægt sé að benda á að for­seti hafi beitt neit­un­ar­valdi sínu óvar­lega. Ólafur Ragnar hefði gert það rétti­lega í Ices­a­ve-­mál­unum og aðrir for­setar hafi talið sig hafa vald­ið, þótt þeir hafi ekki notað það.

Davíð telur að það sé ekki verið að leita að manni í for­seta­emb­ættið sem geti sinnt mót­tökum og veisl­um, heldur manni til að bregð­ast við. For­set­inn sé þarna til að bregð­ast við, alveg eins og læknar á slysa­deild og slökkvi­liðs­menn. Þarna þurfa að vera menn sem þjóðin veit að geta brugð­ist við." Menn sem þora að taka ákvörðun sem láti engan „rugla" í sér. Þessa eig­in­lega telur Davíð sig hafa og að þeir muni nýt­ast vel.

Davíð telur sig ekki vera mann sem sundrar fólki, þótt hann sé ákveð­inn. Hann rök­styður það með því að þegar hann hætti sem borg­ar­stjóri hafi hann fengið 60 pró­sent atkvæða. Þær kosn­ingar fóru fram árið 1990. Eng­inn stjórn­mála­maður hefði átt betra með að vinna með and­stæð­ingum sínum en hann sjálfur enda hafi Davíð haldið saman rík­is­stjórn lengur en nokkur annar í sög­unni.

Davíð segir að það sé sann­gjörn spurn­ing að velta fyrir sér hvort að hann sjálfur eða Ólafur Ragnar séu ekki búnir að fylla upp í allt stjórn­mála­legt rúm á Íslandi ára­tugum sam­an. Hvort þetta sé ekki komið gott. En Davíð telur að það séu ekki aðrir val­kost­ir. Þingið sé veikt og við svo­leiðis aðstæður væri ekki ráð að velja sér veikan for­seta. „Þá væri þjóðin alveg úti að aka, og ég held að hún sé það ekki."

Ósann­gjarnt að Sig­mundur Davíð hrökkl­að­ist frá

Að mati Dav­íðs átti Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son ekki að hrökkl­ast frá með þeim hætti sem hann gerði, í kjöl­far þess að hann var „tek­inn í bak­arí­ið" af sænskum frétta­manni. Það hafi ekki verið sann­gjarnt gagn­vart Sig­mundi Dav­íð, sem hefði gert margt mjög vel, að hann hrökkl­að­ist frá með þessum hætti. Það hafi verið mikið umhugs­un­ar­efni að rík­is­stjórn með 38 manna meiri­hluta væri nálægt því að hrökkva af hjör­un­um. Það sé óvissa víð­ar. Evr­ópu­sam­bandið sé í upp­lausn, for­seta­fram­bjóð­and­inn Don­ald Trump sé í Banda­ríkj­unum með mál­flutn­ing sem eng­inn botni í. Því sé mik­il­vægt að ein­hvers­staðar sé hald­reipi. 

Það eru ell­efu ár síðan að Davíð hætti í stjórn­mál­um. Hann lítur ekki á for­setaslag­inn sem stjórn­mála­legan slag, heldur sé hann að spyrja þjóð­ina hvort hún geti notað sig. Eig­in­kona hans hafi ekki verið upp­rifin vegna ákvörð­unar hans um að bjóða sig fram, en muni auð­vitað standa með honum og styðja líkt og hún hafi alltaf gert.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None