Umboðslaun alltaf skattskyld á Íslandi

Alltaf á að greiða skatta af umboðslaunum og þóknunum, jafnvel þótt slík laun komi til og séu geymd erlendis. Þetta segir ríkisskattstjóri.

júlíus vífill ingvarsson
Auglýsing

Umboðs­laun, sem fengin eru erlendis frá, á að telja fram á skatt­fram­tali hér­lend­is. „Engu máli skiptir hvort fjár­mun­irnir séu greiddir beint til Íslands eða geymdir erlendis á banka­reikn­ingi. Skatt­skyldan er fyrir hend­i,“ segir Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál af þessu tagi almennt. 

Fram kom í Kast­ljósi í fyrra­dag að fjöl­skylda Ingv­ars Helga­son­ar, sem stofn­aði og átti sam­nefnt bíla­um­boð, hafi lengi leitað að vara­sjóði sem hann hafi sagt þeim frá. Vara­sjóð­ur­inn hafi verið þannig til­kom­inn að Ingvar hafi ávallt sett inn umboðs­laun frá erlendum bíla­fram­leið­endum inn á banka­reikn­inga erlend­is. Leitin að þessum sjóði hófst skömmu eftir að Ingvar féll frá en kom aldrei í leit­irn­ar. Miklar erfða­deilur standa nú yfir milli erf­ingj­anna. 

Meðal þess sem hluti afkom­enda og erf­ingja Ingv­ars og konu hans, Sig­ríðar Guð­munds­dótt­ur, hafa spurt sig að er hvers vegna féð var geymt erlendis og hvort ekki hafi átt að gefa það upp til skatts hér á landi. Þau segja einnig að bróðir þeirra, Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafi við­ur­kennt fyrir þeim að vara­sjóð­ur­inn sé í félagi í hans eigu á Panama. 

Auglýsing

Umboðs­þóknun skatt­skyld á Íslandi

Allar tekjur sem Íslend­ing­ar, og aðrir sem hafa fulla skatt­skyldu á Íslandi, afla eru skatt­skyldar hér á landi nema þær hafi verið skatt­lagðar erlend­is. Þá þarf að upp­fylla skil­yrði fyrir því, segir Skúli Egg­ert. Umboðs­þókn­anir og svip­aðar greiðslur sem félög eða fyr­ir­tæki hér­lendis fá í útlöndum á greiða skatt af hér­lendis nema það hafi verið gert erlend­is. 

„Dæmi: Skatt­að­ili hér­lend­is, oft­ast fyr­ir­tæki eða félag,  sem kaupir vörur erlendis til end­ur­sölu hér á landi og fær greiðslu umboðs­launa sam­hliða ber að telja tekj­urnar fram á skatt­fram­tali sínu. Við vöru­kaup erlendis er stundum veittur afsláttur í því formi að ákveðið hlut­fall inn­kaupanna er end­ur­greidd­ur. Sú end­ur­greiðsla er skatt­skyld sem rekstr­ar­tekjur við­kom­and­i,“ segir Skúli Egg­ert við Kjarn­ann. 

Segja Júl­íus hafa við­ur­kennt að hafa sýslað með sjóð­inn

Sem fyrr segir deila erf­ingj­arnir nú um dán­arbú for­eldra sinna, og það sem ekki er í dán­ar­bú­inu, vara­sjóð­inn. Tvö systk­ini Júl­í­usar Víf­ils, og syst­ur­sonur hans, segja öll að Júl­íus hafi við­ur­kennt fyrir þeim, eftir upp­ljóstr­anir um að hann eigi aflands­fé­lag í Pana­ma, að þessi vara­sjóður for­eldr­anna sé í því félagi. Júl­íus hefur ekki svarað ásök­unum þeirra beint en hefur sagt að margar rang­færslur hafi verið í Kast­ljóss­þætt­inum um málið og að allt tal um að hann hafi sölsað undir sig ann­arra manna fé sé rógur og ill­mælgi. Hann hefur sakað systk­ini sín á móti um að hafa dregið sér tugi millj­óna af reikn­ingum móður þeirra. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None