Umboðslaun alltaf skattskyld á Íslandi

Alltaf á að greiða skatta af umboðslaunum og þóknunum, jafnvel þótt slík laun komi til og séu geymd erlendis. Þetta segir ríkisskattstjóri.

júlíus vífill ingvarsson
Auglýsing

Umboðs­laun, sem fengin eru erlendis frá, á að telja fram á skatt­fram­tali hér­lend­is. „Engu máli skiptir hvort fjár­mun­irnir séu greiddir beint til Íslands eða geymdir erlendis á banka­reikn­ingi. Skatt­skyldan er fyrir hend­i,“ segir Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál af þessu tagi almennt. 

Fram kom í Kast­ljósi í fyrra­dag að fjöl­skylda Ingv­ars Helga­son­ar, sem stofn­aði og átti sam­nefnt bíla­um­boð, hafi lengi leitað að vara­sjóði sem hann hafi sagt þeim frá. Vara­sjóð­ur­inn hafi verið þannig til­kom­inn að Ingvar hafi ávallt sett inn umboðs­laun frá erlendum bíla­fram­leið­endum inn á banka­reikn­inga erlend­is. Leitin að þessum sjóði hófst skömmu eftir að Ingvar féll frá en kom aldrei í leit­irn­ar. Miklar erfða­deilur standa nú yfir milli erf­ingj­anna. 

Meðal þess sem hluti afkom­enda og erf­ingja Ingv­ars og konu hans, Sig­ríðar Guð­munds­dótt­ur, hafa spurt sig að er hvers vegna féð var geymt erlendis og hvort ekki hafi átt að gefa það upp til skatts hér á landi. Þau segja einnig að bróðir þeirra, Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafi við­ur­kennt fyrir þeim að vara­sjóð­ur­inn sé í félagi í hans eigu á Panama. 

Auglýsing

Umboðs­þóknun skatt­skyld á Íslandi

Allar tekjur sem Íslend­ing­ar, og aðrir sem hafa fulla skatt­skyldu á Íslandi, afla eru skatt­skyldar hér á landi nema þær hafi verið skatt­lagðar erlend­is. Þá þarf að upp­fylla skil­yrði fyrir því, segir Skúli Egg­ert. Umboðs­þókn­anir og svip­aðar greiðslur sem félög eða fyr­ir­tæki hér­lendis fá í útlöndum á greiða skatt af hér­lendis nema það hafi verið gert erlend­is. 

„Dæmi: Skatt­að­ili hér­lend­is, oft­ast fyr­ir­tæki eða félag,  sem kaupir vörur erlendis til end­ur­sölu hér á landi og fær greiðslu umboðs­launa sam­hliða ber að telja tekj­urnar fram á skatt­fram­tali sínu. Við vöru­kaup erlendis er stundum veittur afsláttur í því formi að ákveðið hlut­fall inn­kaupanna er end­ur­greidd­ur. Sú end­ur­greiðsla er skatt­skyld sem rekstr­ar­tekjur við­kom­and­i,“ segir Skúli Egg­ert við Kjarn­ann. 

Segja Júl­íus hafa við­ur­kennt að hafa sýslað með sjóð­inn

Sem fyrr segir deila erf­ingj­arnir nú um dán­arbú for­eldra sinna, og það sem ekki er í dán­ar­bú­inu, vara­sjóð­inn. Tvö systk­ini Júl­í­usar Víf­ils, og syst­ur­sonur hans, segja öll að Júl­íus hafi við­ur­kennt fyrir þeim, eftir upp­ljóstr­anir um að hann eigi aflands­fé­lag í Pana­ma, að þessi vara­sjóður for­eldr­anna sé í því félagi. Júl­íus hefur ekki svarað ásök­unum þeirra beint en hefur sagt að margar rang­færslur hafi verið í Kast­ljóss­þætt­inum um málið og að allt tal um að hann hafi sölsað undir sig ann­arra manna fé sé rógur og ill­mælgi. Hann hefur sakað systk­ini sín á móti um að hafa dregið sér tugi millj­óna af reikn­ingum móður þeirra. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None