Umboðslaun alltaf skattskyld á Íslandi

Alltaf á að greiða skatta af umboðslaunum og þóknunum, jafnvel þótt slík laun komi til og séu geymd erlendis. Þetta segir ríkisskattstjóri.

júlíus vífill ingvarsson
Auglýsing

Umboðs­laun, sem fengin eru erlendis frá, á að telja fram á skatt­fram­tali hér­lend­is. „Engu máli skiptir hvort fjár­mun­irnir séu greiddir beint til Íslands eða geymdir erlendis á banka­reikn­ingi. Skatt­skyldan er fyrir hend­i,“ segir Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál af þessu tagi almennt. 

Fram kom í Kast­ljósi í fyrra­dag að fjöl­skylda Ingv­ars Helga­son­ar, sem stofn­aði og átti sam­nefnt bíla­um­boð, hafi lengi leitað að vara­sjóði sem hann hafi sagt þeim frá. Vara­sjóð­ur­inn hafi verið þannig til­kom­inn að Ingvar hafi ávallt sett inn umboðs­laun frá erlendum bíla­fram­leið­endum inn á banka­reikn­inga erlend­is. Leitin að þessum sjóði hófst skömmu eftir að Ingvar féll frá en kom aldrei í leit­irn­ar. Miklar erfða­deilur standa nú yfir milli erf­ingj­anna. 

Meðal þess sem hluti afkom­enda og erf­ingja Ingv­ars og konu hans, Sig­ríðar Guð­munds­dótt­ur, hafa spurt sig að er hvers vegna féð var geymt erlendis og hvort ekki hafi átt að gefa það upp til skatts hér á landi. Þau segja einnig að bróðir þeirra, Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafi við­ur­kennt fyrir þeim að vara­sjóð­ur­inn sé í félagi í hans eigu á Panama. 

Auglýsing

Umboðs­þóknun skatt­skyld á Íslandi

Allar tekjur sem Íslend­ing­ar, og aðrir sem hafa fulla skatt­skyldu á Íslandi, afla eru skatt­skyldar hér á landi nema þær hafi verið skatt­lagðar erlend­is. Þá þarf að upp­fylla skil­yrði fyrir því, segir Skúli Egg­ert. Umboðs­þókn­anir og svip­aðar greiðslur sem félög eða fyr­ir­tæki hér­lendis fá í útlöndum á greiða skatt af hér­lendis nema það hafi verið gert erlend­is. 

„Dæmi: Skatt­að­ili hér­lend­is, oft­ast fyr­ir­tæki eða félag,  sem kaupir vörur erlendis til end­ur­sölu hér á landi og fær greiðslu umboðs­launa sam­hliða ber að telja tekj­urnar fram á skatt­fram­tali sínu. Við vöru­kaup erlendis er stundum veittur afsláttur í því formi að ákveðið hlut­fall inn­kaupanna er end­ur­greidd­ur. Sú end­ur­greiðsla er skatt­skyld sem rekstr­ar­tekjur við­kom­and­i,“ segir Skúli Egg­ert við Kjarn­ann. 

Segja Júl­íus hafa við­ur­kennt að hafa sýslað með sjóð­inn

Sem fyrr segir deila erf­ingj­arnir nú um dán­arbú for­eldra sinna, og það sem ekki er í dán­ar­bú­inu, vara­sjóð­inn. Tvö systk­ini Júl­í­usar Víf­ils, og syst­ur­sonur hans, segja öll að Júl­íus hafi við­ur­kennt fyrir þeim, eftir upp­ljóstr­anir um að hann eigi aflands­fé­lag í Pana­ma, að þessi vara­sjóður for­eldr­anna sé í því félagi. Júl­íus hefur ekki svarað ásök­unum þeirra beint en hefur sagt að margar rang­færslur hafi verið í Kast­ljóss­þætt­inum um málið og að allt tal um að hann hafi sölsað undir sig ann­arra manna fé sé rógur og ill­mælgi. Hann hefur sakað systk­ini sín á móti um að hafa dregið sér tugi millj­óna af reikn­ingum móður þeirra. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None