Skuldaleiðréttingin, sem felur í sér millifærslu á 80 milljörðum króna til hluta Íslendinga, var kynnt í nóvember 2014. Enn er beðið svara við því hvernig hún skiptist.
Skuldaleiðréttingin, sem felur í sér millifærslu á 80 milljörðum króna til hluta Íslendinga, var kynnt í nóvember 2014. Enn er beðið svara við því hvernig hún skiptist.
Auglýsing

Vinna við seinni skýrslu Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um nið­ur­færslu verð­tryggðra lána stendur enn yfir sjö mán­uðum eftir að beiðni um hana var lögð fram og sam­þykkt á Alþingi. Ekki hefur verið hægt að fá upp­lýs­ingar um hvernær skýrslan verður til­búin en sam­kvæmt svörum ráðu­neyt­is­ins verður hún send Alþingi um leið og það ger­ist. Aðgerðin fól í sér milli­færslu á um 80 millj­örðum króna úr rík­is­sjóði til hluta þeirra Íslend­inga sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009.

Tíu þing­­menn stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar ósk­uðu í októ­ber í fyrra sam­eig­in­lega eftir nýrri skýrslu um nið­­ur­­færslu verð­­tryggðra fast­­eigna­lána, hina svoköll­uðu leið­rétt­ingu, þar sem skýrsla Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, sem skilað var til Alþingis í lok júní 2015 hafi ekki svarað öllum þeim spurn­ingum sem hún átti að gera. Þetta er í annað sinn sem þing­­menn­irnir ósk­uðu eftir nýrri skýrslu. Það gerðu þeir fyrst í júlí 2015. Beiðni þing­­mann­anna var hins vegar ekki sam­­þykkt á Alþingi þá og þar af leið­andi var ekki verið hægt að svara henni. Seinni beiðnin var hins vegar sam­þykkt 20. októ­ber 2015.

Þing­­menn­irnir tíu fóru meðal ann­­ars fram á að fá að vita hvernig heild­­ar­­upp­­hæð leið­rétt­ing­­ar­inn­­ar, um 80,4 millj­­örðum króna, skipt­ist eftir tekjum á milli allra fram­telj­enda árið 2014, hvort sem þeir nutu lækk­­unar eða ekki og hvernig heild­­ar­­upp­­hæðin dreif­ist á milli allra fram­telj­enda eftir hreinum eign­­um.

Auglýsing

Í grein­­ar­­gerð sem fylgdi beiðn­­inni segir að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hafi lagt fram fyr­ir­­spurn í 15 liðum um nið­­ur­­færslu verð­­tryggðra fast­­eigna­lána 11. nóv­­em­ber 2014. Þar segir enn­frem­­ur: „Tæpum mán­uði seinna barst „svar“ fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra þar sem engri spurn­ingu var svarað efn­is­­lega en svörum lofað á vor­­þingi með fram­lagn­ingu sér­­stakrar skýrslu ráð­herra um aðgerð­ina. Málið olli nokkru upp­­­námi á Alþingi og svar­aði ráð­herra í kjöl­farið fimm af 15 spurn­ingum þing­­manns­ins 29. jan­ú­­ar. Beðið var eftir frek­­ari svörum í fimm mán­uði til við­­bótar og 29. júní sl. birti fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra svo loks skýrslu sína um lækkun höf­uð­stóls verð­­tryggðra hús­næð­is­veð­lána (809. mál). ­Skýrslan svarar því miður ekki öllum þeim spurn­ingum sem settar voru fram í fyr­ir­spurn Katrínar Jak­obs­dóttur tæpum átta mán­uðum áður. Sér­­stak­­lega vantar svör við 1., 2. og 3. tölul. fyr­ir­­spurn­­ar­innar og er hér leit­­ast við að fá loks­ins svör við þessum spurn­ing­­um. Að auki er farið fram á upp­­lýs­ingar um hlut­­fall skulda­n­ið­­ur­­færsl­unnar eftir eigna­­stöðu og eftir tekjum miðað við árið 2014, en upp­­lýs­ingar þar að lút­­andi ættu nú í sumar að geta verið unnar úr skatt­fram­­tölum fyrir það ár.“

Spurn­ing­­arnar fimm sem stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­þing­­menn­irnir vilja fá svör við eru eft­ir­far­andi:

  1. Hvernig skipt­ist heild­­ar­­upp­­hæð þeirrar fjár­­hæðar sem varið hefur verið til lækk­­unar verð­­tryggðra fast­­eigna­veð­lána ein­stak­l­inga milli beinnar höf­uð­stólslækk­­unar á fast­­eigna­veð­lánum ein­stak­l­inga og frá­­­drátt­­ar­liða, svo sem fast­­eigna­veð­krafna án veð­­trygg­inga, van­skila og greiðslu­­jöfn­un­­ar­­reikn­inga?
  2. Hverjir eru frá­­­drátt­­ar­lið­irnir og hver er skipt­ingin milli þeirra í krónum talið?
  3. Hvert er heild­­ar­hlut­­fall beinnar höf­uð­stólslækk­­un­­ar, þ.e. lækk­­unar höf­uð­stóls að und­an­­skildum frá­­­drátt­­ar­lið­um, af verð­­tryggðum fast­­eigna­veð­lán­um?
  4. Hvernig dreif­ist heild­­ar­­upp­­hæðin sem varið hefur verið til lækk­­unar verð­­tryggðra hús­næð­is­lána eftir tekjum á milli allra fram­telj­enda árið 2014, hvort sem þeir nutu lækk­­unar eða ekki? Hvert er hlut­­fall heild­­ar­­upp­­hæð­­ar­innar sem skipt­ist niður á tekju­bil hvers tíunda hluta fyrir sig, miðað við eignir á árinu 2014? Hver er fjöldi fram­telj­enda á bak við hvert tekju­bil?
  5. Hvernig dreif­ist heild­­ar­­upp­­hæðin sem varið hefur verið til lækk­­unar verð­­tryggðra hús­næð­is­lána á milli allra fram­telj­enda árið 2014 eftir hreinum eign­um, þ.e. eignum umfram skuld­ir? Hvert er hlut­­fall heild­­ar­­upp­­hæð­­ar­innar sem skipt­ist niður á eigna­bil hvers tíunda hluta fyrir sig, miðað við eignir á árinu 2014? Hver er fjöldi fram­telj­enda á bak við hvert eigna­bil?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None