Vaðlaheiðargöng lána ríkinu fyrir efni í flughlað

Tafir á uppbyggingu flughlaðs á Akureyrarflugvelli eru farnar að skapa öryggisógn. Ríkið á ekki fyrir flutningi efnis frá muna Vaðlaheiðarganga og nú grípur framkvæmdaraðili til þess ráðs að lána ríkinu fyrir flutningnum.

Farþegaflugi til landsins er beint til Akureyrar eða Egilsstaða ef ekki er hægt að lenda í Keflavík. Aukna uppbyggingu þarf til á Akureyri til þess að mæta aukinni umferð til landsins.
Farþegaflugi til landsins er beint til Akureyrar eða Egilsstaða ef ekki er hægt að lenda í Keflavík. Aukna uppbyggingu þarf til á Akureyri til þess að mæta aukinni umferð til landsins.
Auglýsing

Stjórn Vaðla­heið­ar­ganga hefur ákveðið að lána rík­inu efnið í flug­hlað á Akur­eyr­ar­flug­velli án þess að vita hvort það fáist greitt fyrir efn­ið. Efnið sem grafið er úr Vaðla­heið­ar­göngum hefur safn­ast saman fyrir fram munna gang­anna sem fram­kvæmd­araðlili þarf að losna við. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag

Ríkið á ekki nóg af pen­ingum til að greiða fyrir allan flutn­ing efn­is­ins á nýtt flug­hlað á Akur­eyr­ar­flug­velli. Inn­an­rík­is­ráð­herra veitti 50 millj­ónum króna til verk­efn­is­ins á síð­asta ári en talið er að flutn­ing­ur­inn einn og sér muni kosta um 150 millj­ónir króna. Lítið hefur gerst síðan millj­ón­irnar 50 klár­uð­ust.

Val­geir Berg­mann, fram­kvæmda­stjóri Vaðla­heið­ar­ganga, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að ákvörð­unin hafi verið tekin til þess að rýma til á vinnu­svæði við muna gang­anna. Mikið hafi safn­ast saman af efni sem þurfi að flytja burt. Þess vegna hafi fram­kvæmd­ar­að­il­inn við göng­inn gripið til þess ráðs að lána fyrir flutn­ingi efn­is­ins án þess að hafa nokkuð fast í hendi um end­ur­heimtur frá rík­inu.

Auglýsing

Tafir á upp­bygg­ingu nýs flug­hlaðs við Akur­eyr­ar­flug­völl eru farnar að skapa öryggisógn að mati for­manns örygg­is­nefndar félags íslenskra atvinn­nu­flug­manna. Hann sagði í sam­tali við RÚV í síð­asta mán­uði að afar brýnt væri að klára verk­efnið til þess að völl­ur­inn geti sinnt auk­inni umferð far­þega­flugs um land­ið. „Nú þegar hefur umferð til Kefla­vík­ur­flug­vallar stór­auk­ist und­an­farin ár,“ sagði Ingvar Trausta­son, for­maður örygg­is­nefnd­ar­inn­ar. „Það gerð­ist nú síð­ast í mars á síð­asta ári að tvær erlendar vélar þurftu að hverfa til Egils­staða, svo þetta hangir allt sam­an,“ sagði Ingv­ar.

Akur­eyr­ar­flug­völlur gegnir hlut­verki vara­flug­vallar ef ekki er hægt að lenda á Mið­nes­heiði vegna slæmra veð­ur­skil­yrða eða hvað eina. Flug­hlaðið á Akur­eyr­ar­flug­velli er lyk­ill að því að hægt sé að beina far­þega­flugi til Akur­eyrar ef Kefla­vík­ur­flug­völlur lokast, enda þarf pláss til að leggja far­þega­þot­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None