Vaðlaheiðargöng lána ríkinu fyrir efni í flughlað

Tafir á uppbyggingu flughlaðs á Akureyrarflugvelli eru farnar að skapa öryggisógn. Ríkið á ekki fyrir flutningi efnis frá muna Vaðlaheiðarganga og nú grípur framkvæmdaraðili til þess ráðs að lána ríkinu fyrir flutningnum.

Farþegaflugi til landsins er beint til Akureyrar eða Egilsstaða ef ekki er hægt að lenda í Keflavík. Aukna uppbyggingu þarf til á Akureyri til þess að mæta aukinni umferð til landsins.
Farþegaflugi til landsins er beint til Akureyrar eða Egilsstaða ef ekki er hægt að lenda í Keflavík. Aukna uppbyggingu þarf til á Akureyri til þess að mæta aukinni umferð til landsins.
Auglýsing

Stjórn Vaðla­heið­ar­ganga hefur ákveðið að lána rík­inu efnið í flug­hlað á Akur­eyr­ar­flug­velli án þess að vita hvort það fáist greitt fyrir efn­ið. Efnið sem grafið er úr Vaðla­heið­ar­göngum hefur safn­ast saman fyrir fram munna gang­anna sem fram­kvæmd­araðlili þarf að losna við. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag

Ríkið á ekki nóg af pen­ingum til að greiða fyrir allan flutn­ing efn­is­ins á nýtt flug­hlað á Akur­eyr­ar­flug­velli. Inn­an­rík­is­ráð­herra veitti 50 millj­ónum króna til verk­efn­is­ins á síð­asta ári en talið er að flutn­ing­ur­inn einn og sér muni kosta um 150 millj­ónir króna. Lítið hefur gerst síðan millj­ón­irnar 50 klár­uð­ust.

Val­geir Berg­mann, fram­kvæmda­stjóri Vaðla­heið­ar­ganga, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að ákvörð­unin hafi verið tekin til þess að rýma til á vinnu­svæði við muna gang­anna. Mikið hafi safn­ast saman af efni sem þurfi að flytja burt. Þess vegna hafi fram­kvæmd­ar­að­il­inn við göng­inn gripið til þess ráðs að lána fyrir flutn­ingi efn­is­ins án þess að hafa nokkuð fast í hendi um end­ur­heimtur frá rík­inu.

Auglýsing

Tafir á upp­bygg­ingu nýs flug­hlaðs við Akur­eyr­ar­flug­völl eru farnar að skapa öryggisógn að mati for­manns örygg­is­nefndar félags íslenskra atvinn­nu­flug­manna. Hann sagði í sam­tali við RÚV í síð­asta mán­uði að afar brýnt væri að klára verk­efnið til þess að völl­ur­inn geti sinnt auk­inni umferð far­þega­flugs um land­ið. „Nú þegar hefur umferð til Kefla­vík­ur­flug­vallar stór­auk­ist und­an­farin ár,“ sagði Ingvar Trausta­son, for­maður örygg­is­nefnd­ar­inn­ar. „Það gerð­ist nú síð­ast í mars á síð­asta ári að tvær erlendar vélar þurftu að hverfa til Egils­staða, svo þetta hangir allt sam­an,“ sagði Ingv­ar.

Akur­eyr­ar­flug­völlur gegnir hlut­verki vara­flug­vallar ef ekki er hægt að lenda á Mið­nes­heiði vegna slæmra veð­ur­skil­yrða eða hvað eina. Flug­hlaðið á Akur­eyr­ar­flug­velli er lyk­ill að því að hægt sé að beina far­þega­flugi til Akur­eyrar ef Kefla­vík­ur­flug­völlur lokast, enda þarf pláss til að leggja far­þega­þot­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None