Píratar halda prófkjör í öllum kjördæmum

Aðalfundur Pírataflokksins var haldinn um helgina. Kosið var í framkvæmdaráð og stefnumálahópur kynntur. Prófkjör munu stjórna uppröðun framboðslista í öllum kjördæmum.

Þrír sitja á Alþingi fyrir Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson.
Þrír sitja á Alþingi fyrir Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson.
Auglýsing

Píratar ætla að halda próf­kjör í öllum kjör­dæmum í sumar til að raða á fram­boðs­lista flokks­ins fyrir alþing­is­kosn­ingar í haust. Aðal­fundur flokks­ins var hald­inn um helg­ina og fram­boðs­list­arnir verði til­búnir í ágúst. Morg­un­blaðið greinir frá.

Píratar hafa mælst stærsta og næst stærsta fram­boðið til Alþingis frá árá­mótum sam­kvæmt Kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar. Þrír þing­menn sitja á Alþingi fyrir Pírata, þau Birgitta Jóns­dótt­ir, Helgi Hrafn Gunn­ars­son og Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir. Þau ætla öll að gefa kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu eins og Kjarn­inn hefur greint frá.

Auglýsing

Á aðal­fund­inum var einnig kosið í fram­kvæmda­ráð flokks­ins. 27 gáfu kost á sér en aðeins fimm fá fast sæti í ráð­inu og fimm manns til vara. Aðal­menn eru Elín Ýr Arn­ar-Haf­dís­ar­dóttir (for­mað­ur), Sunna Rós Víð­is­dótt­ir, Þór­laug Ágústs­dótt­ir, Rann­veig Ernu­dótt­ir, Eysteinn Jóns­son, Hall­dóra Sig­rún Ásgeirs­dóttir og Jason Stein­þórs­son. Tveir síð­ustu voru valdir með slembi­úr­taki  úr hópi fund­ar­gesta.

Stefnu­mál flokks­ins í kosn­ingum verða ákvörðuð af sér­stökum stefnu­mála­hóp sem kynntur var á aðal­fund­inum um helg­ina. Að sögn Sig­ríðar Bylgju Sig­ur­jóns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Pírata, verða það svo félagar í flokknum sem velja og kjósa áherslu­málin áður en fram­vkæmda­ráð og fram­bjóð­endur flokks­ins kynna málin fyrir kjós­end­um.

Fyr­ir­hugað er að halda kosn­inga í haust í kjöl­far þess að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sagði af sér í apr­íl. Ekki hefur verið gefin út dag­setn­ing fyrir kosn­ing­arn­ar, þó það verði eigi síðarn en í októ­ber. Stjórn­ar­flokk­arnir tveir, Fram­sókn­ar­flokkur og Sjálf­stæð­is­flokk­ur, segj­ast vilja ljúka ákveðnum málum áður en gegnið verður til kosn­inga.Upp­fært kl. 9:48 – Það var ekki ákvörðun aðal­fund­ar­ins að halda próf­kjör eins og greint var frá fyrst. Það hefur verið lag­fært í frétt­inni að ofan.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None