Mikilvægt að Íslendingar nýti landið svo allir geti notið þess

Forsætisráðherra segir það stórt verkefni að allir hafi jan góð tækifæri til að njóta auðæfa Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson flutti hátíðarræðu á Austurvelli í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson flutti hátíðarræðu á Austurvelli í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson flutti hátíðarræðu á Austurvelli í dag.
Auglýsing

Mik­il­vægt er að Íslend­ingar nýti landið sitt þannig að sem flestir geti notið þess. Þetta var inn­tak hátíð­ar­ræðu Sig­urðar Inga Jóhans­son­ar, for­sæt­is­ráð­herra, á Aust­ur­velli í dag. Þar fór fram hátíð­ar­dag­skrá eins og venja er á þjóð­há­tíð­ar­deg­inum 17. júní. Í ár er 72 ára afmæli lýð­veld­is­ins fagn­að.

Sig­urður Ingi sagði í nútím­anum væri hins vegar til fólk sem liti á heim­inn sem sína fóst­ur­jörð. „Landar okkar dreifast nú líka enn meira um jarð­ar­kringl­una en áður. Svo virð­ist sem sífellt fleiri líti á heim­inn allan sem sína fóst­ur­jörð. Og mögu­leikar til starfa og góðrar fram­tíðar liggja að sjálf­sögðu víðar en hér á Íslandi. Það er sú sam­keppni sem blasir við og þeirri sam­keppni eigum við að fagna – en einnig að taka alvar­lega.“

Dag­skráin hófst á því að Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, lagði blómsveig að styttu Jóns Sig­urðs­sonar á Aust­ur­velli. Sig­urður Ingi steig í pontu eftir að Karla­kór­inn Fóst­bræður höfðu flutt Lof­söng­inn.

Auglýsing

„Sam­fé­lag er sam­vinnu­verk­efn­i,“ sagði Sig­urður Ingi og minnti á að í góðu sam­fé­lagi þurfi sam­tal á milli kyn­slóða að vera til stað­ar. Þeir sem yngri eru geti lært af þeim eldri og að þeir eldri geti heilmargt lært af þeim yngri. „[…] best nið­ur­staða fæst þegar hver og einn leggur til reynslu sína, hug­myndir og vinn­u.“

Linda Ásgeirs­dóttir í hlut­verki fjall­kon­unnar flutti hluta Söngva helg­aða þjóð­há­tíð­ar­degi Íslands 17. júní 1944 eftir skáld­kon­una Huldu. Að lok­inni dag­skrá á Aust­ur­velli var gengið í Hóla­valla­kirkju­garð þar sem Sóley Tóm­as­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórnar Reykja­vík­ur, lagði blómsveig að leiði Jóns Sig­urðs­son­ar.

Auð­lindir og mannauður virkj­aður

Sig­urður Ingi sagði Ísland vera auð­ugt land og að það væri stórt verk­efni að allir hafi jafn góð tæki­færi til að njóta þess­ara auð­æfa. „Það er því mik­il­vægt þegar við nýtum það sem landið hefur upp á að bjóða að sem flestir njóti með einum eða öðrum hætti. Ísland er auð­ugt land, land sem býr við gnægð auð­linda og mannauð mik­inn. Þann auð eigum við að nýta til að tryggja sem best að á Íslandi þurfi eng­inn að líða skort. Það er stórt verk­efni sem ekki verður leyst í einu vet­fangi, og það verður aðeins leyst þannig að við leggj­umst öll á árar - sam­an.“

Sig­urður Ingi minnt­ist á afrek íslensks íþrótta­fólks á alþjóð­legum vett­vangi. „Það er sann­ar­lega eitt mesta stolt lít­illar þjóðar að eiga svo gott íþrótta­fólk, lista­menn og vís­inda­menn í fremstu röð í heim­in­um. […]Betri hvatn­ingu fyrir litla þjóð sem við ysta haf unir við hátign jökla og bláan sæ, hvatn­ingu til að vinna að enn betri árangri á grunni þess sem þegar er unn­ið, er vart hægt að hugsa sér.“

For­sæt­is­ráð­herra lauk svo ræðu sinni á að fara með síð­asta erindi Vor­manna, ljóðs Guð­munds Guð­munds­son­ar, sem höf­und­ur­inn til­eink­aði Ung­menna­fé­lögum Íslands.

Vor­menn Íslands, vors­ins boð­ar,

vel sé yður, frjálsu menn!

Morgun skóga’ og rósir roð­ar,

rækt og tryggð er græðir senn.

Not­ið, vin­ir, vors­ins stund­ir,

verjið tíma’ og kröftum rétt,

búið sól­skært sumar undir

sér­hvern hug og gróðr­ar­blett!

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None