Mikilvægt að Íslendingar nýti landið svo allir geti notið þess

Forsætisráðherra segir það stórt verkefni að allir hafi jan góð tækifæri til að njóta auðæfa Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson flutti hátíðarræðu á Austurvelli í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson flutti hátíðarræðu á Austurvelli í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson flutti hátíðarræðu á Austurvelli í dag.
Auglýsing

Mik­il­vægt er að Íslend­ingar nýti landið sitt þannig að sem flestir geti notið þess. Þetta var inn­tak hátíð­ar­ræðu Sig­urðar Inga Jóhans­son­ar, for­sæt­is­ráð­herra, á Aust­ur­velli í dag. Þar fór fram hátíð­ar­dag­skrá eins og venja er á þjóð­há­tíð­ar­deg­inum 17. júní. Í ár er 72 ára afmæli lýð­veld­is­ins fagn­að.

Sig­urður Ingi sagði í nútím­anum væri hins vegar til fólk sem liti á heim­inn sem sína fóst­ur­jörð. „Landar okkar dreifast nú líka enn meira um jarð­ar­kringl­una en áður. Svo virð­ist sem sífellt fleiri líti á heim­inn allan sem sína fóst­ur­jörð. Og mögu­leikar til starfa og góðrar fram­tíðar liggja að sjálf­sögðu víðar en hér á Íslandi. Það er sú sam­keppni sem blasir við og þeirri sam­keppni eigum við að fagna – en einnig að taka alvar­lega.“

Dag­skráin hófst á því að Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, lagði blómsveig að styttu Jóns Sig­urðs­sonar á Aust­ur­velli. Sig­urður Ingi steig í pontu eftir að Karla­kór­inn Fóst­bræður höfðu flutt Lof­söng­inn.

Auglýsing

„Sam­fé­lag er sam­vinnu­verk­efn­i,“ sagði Sig­urður Ingi og minnti á að í góðu sam­fé­lagi þurfi sam­tal á milli kyn­slóða að vera til stað­ar. Þeir sem yngri eru geti lært af þeim eldri og að þeir eldri geti heilmargt lært af þeim yngri. „[…] best nið­ur­staða fæst þegar hver og einn leggur til reynslu sína, hug­myndir og vinn­u.“

Linda Ásgeirs­dóttir í hlut­verki fjall­kon­unnar flutti hluta Söngva helg­aða þjóð­há­tíð­ar­degi Íslands 17. júní 1944 eftir skáld­kon­una Huldu. Að lok­inni dag­skrá á Aust­ur­velli var gengið í Hóla­valla­kirkju­garð þar sem Sóley Tóm­as­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórnar Reykja­vík­ur, lagði blómsveig að leiði Jóns Sig­urðs­son­ar.

Auð­lindir og mannauður virkj­aður

Sig­urður Ingi sagði Ísland vera auð­ugt land og að það væri stórt verk­efni að allir hafi jafn góð tæki­færi til að njóta þess­ara auð­æfa. „Það er því mik­il­vægt þegar við nýtum það sem landið hefur upp á að bjóða að sem flestir njóti með einum eða öðrum hætti. Ísland er auð­ugt land, land sem býr við gnægð auð­linda og mannauð mik­inn. Þann auð eigum við að nýta til að tryggja sem best að á Íslandi þurfi eng­inn að líða skort. Það er stórt verk­efni sem ekki verður leyst í einu vet­fangi, og það verður aðeins leyst þannig að við leggj­umst öll á árar - sam­an.“

Sig­urður Ingi minnt­ist á afrek íslensks íþrótta­fólks á alþjóð­legum vett­vangi. „Það er sann­ar­lega eitt mesta stolt lít­illar þjóðar að eiga svo gott íþrótta­fólk, lista­menn og vís­inda­menn í fremstu röð í heim­in­um. […]Betri hvatn­ingu fyrir litla þjóð sem við ysta haf unir við hátign jökla og bláan sæ, hvatn­ingu til að vinna að enn betri árangri á grunni þess sem þegar er unn­ið, er vart hægt að hugsa sér.“

For­sæt­is­ráð­herra lauk svo ræðu sinni á að fara með síð­asta erindi Vor­manna, ljóðs Guð­munds Guð­munds­son­ar, sem höf­und­ur­inn til­eink­aði Ung­menna­fé­lögum Íslands.

Vor­menn Íslands, vors­ins boð­ar,

vel sé yður, frjálsu menn!

Morgun skóga’ og rósir roð­ar,

rækt og tryggð er græðir senn.

Not­ið, vin­ir, vors­ins stund­ir,

verjið tíma’ og kröftum rétt,

búið sól­skært sumar undir

sér­hvern hug og gróðr­ar­blett!

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None