225 milljarðar í ný útlán hjá Landsbankanum

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Ný útlán Lands­bank­ans juk­ust mest allra við­skipta­bank­anna og spari­sjóða á árinu 2015 eða um 225 millj­arða. Þegar tekið hefur verið til­lit til liði á borð við afborg­anir og virð­is­breyt­ingar þá nemur aukn­ing heild­ar­út­lána bank­ans 84 millj­örðum krona. Sam­tals stóðu útlán bank­ana í tæpum 2.180 millj­örðum í árs­lok 2015. Þetta kemur fram í sam­an­tekt Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á heild­ar­nið­ur­stöðum árs­reikn­inga. Morg­un­blaðið greinir frá þessu í dag.

Heild­ar­út­lán við­skipta­banka og spari­sjóða stóðu í tæpum 2.190 millj­örðum króna, um það bil 130 millj­örðum hærra en í lok árs 2014. Lands­bank­inn lán­aði mest allra bank­anna á árinu. Heild­ar­út­lán bank­ans við ára­mót námu 811,5 millj­örðum króna. Stein­þór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið 14 millj­arða af þess­ari upp­hæð má rekja til sam­ein­ingar tveggja spari­sjóða við bank­ann, Spari­sjóðs Vest­manna­eyja og Spari­sjóðs Norð­ur­lands, og til mik­illa fastein­ga­lána.

„Þá tók fjár­fest­ing atvinnu­veg­anna einnig mikið við sér og er það tölu­verð breyt­ing miðað við fyrstu árin eftir hrun þegar fyr­ir­tæki lögðu alla áherslu á að greiða niður skuld­ir,“ er haft eftir Stein­þóri. „Nú hefur dæmið snú­ist við, fjár­fest­ing tekið við sér og þá miðlum við fjár­magni til upp­bygg­inar á flestum svið­u­m.“

Auglýsing

Árið 2016 fari mun hægar af stað þegar kemur að útlánum Lands­bank­ans, að sögn Stein­þórs og nefnir hann líf­eyr­is­sjóð­ina sem dæmi um skýr­ingu. Þeir hafi komið sterkir inn á fast­eigna­lána­mark­að­inn. Bank­inn sé einnig að stýra lausafé sínu með þeim hætti að lausa­fjár­staðan verði sterk­ari þegar kemur að afnámi hafta, sem stjórn­völd vinna nú að. „Lausa­fjár­kröfur Seðla­bank­ans hækk­uðu um 10 pró­sentu­stig milli ára og það hefur vissu­lega áhrif,“ er haft eftir Stein­þóri.

Í skýrslu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins segir að hagn­aður við­skipta­bank­anna á árinu 2015 var sam­tals ríf­lega 106 millj­arðar króna. Við­skipta­bank­arnir eru Arion Banki, Íslands­banki, Kvika banki og Lands­bank­inn. Mest hagn­að­ist Arion banki, um tæpa 50 millj­arða, en Kvika skil­aði tapi um tæpar 483 millj­ónir króna. Hagn­aður bank­anna árið 2015 er nokkru meiri en árið 2014 þegar þeir högn­uð­ust um rúman 81 millj­arð króna.

Í skýrsl­unni má einnig lesa um með­al­fjölda starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja á árinu 2015 sem var örlítið minni en árið 2015. Í fyrra var með­al­fjöldi starfs­manna 3.905 manns en var 4.038 árið 2014. Þá hefur afgreiðslu­stöðum við­skipta­banka og spari­sjóða fækkað nokkuð síðan árið 2014 þegar þeir voru 95 tals­ins um land allt. Í lok árs 2015 voru þeir 81. Munar þar mest um fækkun spari­sjóða og sam­ein­ingar við við­skipta­bank­ana.

Upp­fært kl. 9:10 - Rang­lega var sagt að útlán Lands­bank­ans hafi aukis um 225 millj­arða á síð­asta ári. Þegar til­lit hefur verið tekið til aðra liða á borð við afborg­anir og virð­is­breyt­ingar þá nemur aukn­ing heild­ar­út­lána bank­ans 84 millj­örðum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None