225 milljarðar í ný útlán hjá Landsbankanum

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Ný útlán Lands­bank­ans juk­ust mest allra við­skipta­bank­anna og spari­sjóða á árinu 2015 eða um 225 millj­arða. Þegar tekið hefur verið til­lit til liði á borð við afborg­anir og virð­is­breyt­ingar þá nemur aukn­ing heild­ar­út­lána bank­ans 84 millj­örðum krona. Sam­tals stóðu útlán bank­ana í tæpum 2.180 millj­örðum í árs­lok 2015. Þetta kemur fram í sam­an­tekt Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á heild­ar­nið­ur­stöðum árs­reikn­inga. Morg­un­blaðið greinir frá þessu í dag.

Heild­ar­út­lán við­skipta­banka og spari­sjóða stóðu í tæpum 2.190 millj­örðum króna, um það bil 130 millj­örðum hærra en í lok árs 2014. Lands­bank­inn lán­aði mest allra bank­anna á árinu. Heild­ar­út­lán bank­ans við ára­mót námu 811,5 millj­örðum króna. Stein­þór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið 14 millj­arða af þess­ari upp­hæð má rekja til sam­ein­ingar tveggja spari­sjóða við bank­ann, Spari­sjóðs Vest­manna­eyja og Spari­sjóðs Norð­ur­lands, og til mik­illa fastein­ga­lána.

„Þá tók fjár­fest­ing atvinnu­veg­anna einnig mikið við sér og er það tölu­verð breyt­ing miðað við fyrstu árin eftir hrun þegar fyr­ir­tæki lögðu alla áherslu á að greiða niður skuld­ir,“ er haft eftir Stein­þóri. „Nú hefur dæmið snú­ist við, fjár­fest­ing tekið við sér og þá miðlum við fjár­magni til upp­bygg­inar á flestum svið­u­m.“

Auglýsing

Árið 2016 fari mun hægar af stað þegar kemur að útlánum Lands­bank­ans, að sögn Stein­þórs og nefnir hann líf­eyr­is­sjóð­ina sem dæmi um skýr­ingu. Þeir hafi komið sterkir inn á fast­eigna­lána­mark­að­inn. Bank­inn sé einnig að stýra lausafé sínu með þeim hætti að lausa­fjár­staðan verði sterk­ari þegar kemur að afnámi hafta, sem stjórn­völd vinna nú að. „Lausa­fjár­kröfur Seðla­bank­ans hækk­uðu um 10 pró­sentu­stig milli ára og það hefur vissu­lega áhrif,“ er haft eftir Stein­þóri.

Í skýrslu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins segir að hagn­aður við­skipta­bank­anna á árinu 2015 var sam­tals ríf­lega 106 millj­arðar króna. Við­skipta­bank­arnir eru Arion Banki, Íslands­banki, Kvika banki og Lands­bank­inn. Mest hagn­að­ist Arion banki, um tæpa 50 millj­arða, en Kvika skil­aði tapi um tæpar 483 millj­ónir króna. Hagn­aður bank­anna árið 2015 er nokkru meiri en árið 2014 þegar þeir högn­uð­ust um rúman 81 millj­arð króna.

Í skýrsl­unni má einnig lesa um með­al­fjölda starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja á árinu 2015 sem var örlítið minni en árið 2015. Í fyrra var með­al­fjöldi starfs­manna 3.905 manns en var 4.038 árið 2014. Þá hefur afgreiðslu­stöðum við­skipta­banka og spari­sjóða fækkað nokkuð síðan árið 2014 þegar þeir voru 95 tals­ins um land allt. Í lok árs 2015 voru þeir 81. Munar þar mest um fækkun spari­sjóða og sam­ein­ingar við við­skipta­bank­ana.

Upp­fært kl. 9:10 - Rang­lega var sagt að útlán Lands­bank­ans hafi aukis um 225 millj­arða á síð­asta ári. Þegar til­lit hefur verið tekið til aðra liða á borð við afborg­anir og virð­is­breyt­ingar þá nemur aukn­ing heild­ar­út­lána bank­ans 84 millj­örðum króna.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None